Jafnrétti til náms

Opnir skólar
Nú geta nemendur sem eru 25 ára og eldri ekki sótt nám í framhaldsskólum, þar sem ríkið greiðir ekki fyrir þá. Þess í stað þurfa eldri nemendur nú að sækja dýrara einkarekið nám ætli þeir að fá inngöngu í háskólanám. Samfylkingin ætlar að breyta þessu. Okkur ber skylda til að tryggja jafnt aðgengi allra landsmanna og allra aldurshópa að námi á framhaldsskólastigi.

Jafnrétti til náms

Allir íslendingar eiga að hafa tækifæri á háskólamenntun, hvort sem þeir búa í borg, bæ eða sveit, eru karlar eða konur (eða intersex), fatlaðir eða ófatlaðir.

Félagslegt hlutverk LÍN

Stór hluti námsmanna reiðir sig á Lánasjóð íslenskra námsmanna, sem er ein af grunnstoðum menntakerfisins hvað varðar jöfnun tækifæra til náms. Nám er fjárfesting fyrir þjóðfélagið í heild sinni. Samfylkingin vill að teknar verði upp samtímagreiðslur námslána, og að framfærslulán LÍN dugi til viðunandi framfærslu, enda styður það þá staðreynd að 100 prósent nám er 100 prósent vinna.