Rammaáætlun um verndun og nýtingu náttúrunnar

Ekki eyðileggja rammaáætlun

Rammaáætlun er ætlað að skapa sátt um nýtingu og verndun náttúrunnar. Sáttin er um að sömu reglur gildi ávallt við mat á náttúrusvæðum gagnvart óskum um orkunýtingu.

Samfylkingin vill standa vörð um rammaáætlun og leggur áherslu á að:

  1. Verndarsvæðin fái formlega vernd gagnvart orkunýtingu eins og kveðið er á um í lögum
  2. Verndarsvæðin fari ekki aftur í matsferli nema sérstakar breytingar verði á verndargildi þeirra
  3. Alþingi taki einungis ákvarðanir innan þess ramma sem faglegt matsferli markar, ásamt umsögnum frá almenningi – og forðist endanlega ákvörðun um orku- eða verndarnýtingu ef kostur hefur verið settur í bið á faglegum forsendum
  4. Unnin verði orkunýtingaráætlun til nokkurra áratuga í senn um þörf fyrir orku af öllum gerðum. Ekki verði settir í orkunýtingarflokk fleiri vatnsafls- eða jarðvarmakostir en þeir sem álitlegastir þykja, miðað við orkunýtingaráætlunina
  5. Rammaáætlun taki líka til náttúrusvæða og kallist á við náttúruverndaráætlun þegar önnur nýting en verndarnýting kemur til greina, sbr. áform um veglagningu á miðhálendinu
  6. Bæta vinnubrögð í faglega matsferlinu, svo sem við mat landslagsheilda, tillit til flutningskerfa, mat á gildi svæða fyrir útivist og ferðaþjónustu, mat á virkjunarframkvæmda á nærsamfélagið og mat á gildi svæða fyrir landbúnað og matvælaframleiðslu