Samvinna um hagstjórn

Agaðri hagstjórn

Innlend hagstjórn verður að vera mun agaðri en verið hefur lengst af í fullveldissöguni hvort sem byggt er á íslenskri krónu eða evru. Reynsla fjölmargra ríkja sýnir hversu illa getur farið ef stjórnvöld halda ekki uppi aga í hagstjórn og hlúa ekki að samkeppnishæfni þjóðfélagsins í víðum skilningi. Tryggja verður að stjórnvöld geti á hverjum tíma tekið ákvarðanir um efnahagsmál þjóðarinnar á grundvelli bestu og nýjustu þekkingar.

Breiðari samstaða

Setja þarf á laggirnar vettvang á vegum hins opinbera þar sem fram fer úrvinnsla gagna með þeim hætti að þau nýtist ríkisstjórn, Alþingi og almenningi við mótun samfélagsins. Upplýsingar sem verða til á slíkum vettvangi þurfa að vera hafnar yfir staðreyndadeilur sem setja um of mark sitt á íslenska umræðuhefð. Slíkur vettvangur getur orðið til að skapa breiðari samstöðu stjórnmálaafla og hagsmunasamtaka í landinum um þau verkefni sem ekki er ágreiningur um og mótun stefnumála til langs tíma.