Þjóðarbanki

Þjóðarbanki

Þjóðarbanki

Þjóðarbanki og aðskilja viðskipta og fjárfestingabanka

Þær breytingar sem unnið er að innan ESB á fjármálaeftirliti og innstæðu­tryggingum munu styrkja fjármálakerfi þjóðarinnar til frambúðar. Með því að taka upp evru og uppfylla þær kröfur um stjórn ríkisfjármála og fjármálamarkaða sem því fylgja, verður landsmönnum loks tryggður traustur gjaldmiðill. Þar með lækka vextir, hagur neytenda vænkast og samkeppnishæfni atvinnulífs batnar.

Mikilvægt er að fylgja þeirri þróun sem verður í helstu viðskipta- og nágranna­löndum okkar í þessum efnum. Samfylkingin er fylgjandi þeirri endurskoðun sem nú á sér stað á fjármálamörkuðum heimsins sem mun væntanlega leiða til heilbrigðara fjármálakerfis undir eftirliti fjöl­þjóðlegra stofnana sem gripið geta inn í áður en í óefni er komið.

Samfylkingin hefur eftirfarandi leiðarljós:

  •  almenningur þarf fjármálakerfi með virkri samkeppni undir traustu eftirliti þar sem í boði eru fjölbreytt lánsform, jafnt verðtryggð lán og óverðtryggð og ríkisábyrgð á einkarekstri er lágmörkuð.
  • almenningur á að eiga kost á að skipta við trausta banka og sparisjóði sem reknir eru af hófsemi og gætni, sýna samfélagslega ábyrgð í verki og  virða óskir byggðanna sem þeir starfa í og óskir viðskiptavina um skilvirkan og gegnsæjan rekstur.