Þjóðgarður á miðhálendinu

Varðveitum miðhálendið

Samfylkingin ætlar að stíga næstu skref til verndar náttúrusvæða og koma í veg fyrir frekari röskun miðhálendisins. Með þjóðgarði má tryggja varðveislu hinna miklu náttúruverðmæta miðhálendisins og tryggja að náttúra Íslands verði sjálfbær uppspretta atvinnu, arðs og upplifunar fyrir alla.

Miðhálendið ein skipulagsheild

Miðhálendið verður ein skipulags- og stjórnunarheild með aðild sveitarfélaga, annarra umhverfisstjórnvalda og fulltrúa félagasamtaka almennings og verndaráætlun fyrir miðhálendið í heild skilgreint eftir flokkum IUCN (Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna). Útiloka á frekari uppbyggingu virkjana og orkuflutnings sem ekki fellur að verndarhlutverki þjóðgarðsins og samgöngur og mannvirki á svæðinu miðast fyrst og fremst við verndargildi þjóðgarðsins og þarfir gesta hans. Einnig þarf beit að vera bundin við tiltekin svæði og stýrt þar í samræmi við beitarþol.