Þróunarsamvinna

Samfylkingin leggur áherslu á að alþjóðleg þróunarsamvinna er ein af meginstoðum íslenskrar utanríkisstefnu. Íslendingum ber að leggja ríkulega af mörkum til að taka þátt í því alþjóðlega verkefni að draga úr hungri, fátækt, barnadauða og félagslegu ranglæti. Það er siðferðileg skylda auðugrar þjóðar að hjálpa hinum fátækustu til sjálfshjálpar. Sjálfbær þróun, ekki síst á sviðum sjávarútvegs og endurnýjanlegrar orku, á jafnan að vera í öndvegi.

Trúverðugleiki Íslands byggir á virkri þátttöku og að framlög til þróunarsamvinnu nái viðmiðum SÞ um 0,7% af vergri þjóðarframleiðslu.

Ísland beiti sér á alþjóðavettvangi fyrir aðgerðum sem auðvelda þróunarlöndum þátttöku í alþjóðaviðskiptum, sér í lagi afnámi hvers kyns tolla og tæknilegra hindrana. Eitt stærsta hagsmunamál þróunarlanda er bætt aðgengi að mörkuðum Vesturlanda.

Sjálfsákvörðunarréttur íbúa Vestur-Sahara verði viðurkenndur

Íslenska friðargæslan einbeiti sér áfram að mannúðarverkefnum og taki ekki þátt í hernaðarlegum aðgerðum. Leggja þarf áherslu á að efla konur til menntunar, atvinnu og sjálfstæðis í þróunarlöndum