Trans og intersex

Samfylkingin telur því mikilvægt að skólar, íþróttafélög og önnur félagasamtök komi til móts við intersex, kynsegin og transgender börn með aðgengi að salernis- og búningsaðstöðu sem hentar þessum hópum. Það þarf að endurskoða lög um réttarstöðu fólks með kynáttunarvanda með það fyrir augum að afnema þá afstöðu að um geðsjúkdóm sé að ræða og að einstaklingur þurfi að gangast undir mat geðlæknis í kynleiðréttingarferli. Tryggja þarf að kynleiðréttingarferli verði áfram niðurgreitt af hinu opinbera.

Bæta þarf hugtakinu kynvitund við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar svo hún nái utan hinn breiða hóp hinsegin fólks. Jafnframt er mikilvægt að kynhlutlaus kynskráning (X) verði tekin upp fyrir fólk sem ekki samsvarar sig við hefðbundna kynjaskilgreiningu samfélagsins og að komið verði í veg fyrir að læknar, heilbrigðisstarfsfólk og foreldrar taki óafturkræfar ákvarðanir um líkamlegt kyn barns og breyti með skurðaðgerðum kynfærum þess, áður en barnið er sjálft fært um að taka ákvörðun um eigin framtíð.