Útboð á aflaheimildum

Það hefur verið stefna Samfylkingarinnar frá stofnun að að vilja bjóða út fiskveiðikvóta. Þannig er almenningi best tryggðar sanngjarnar tekjur af sameiginlegri auðlind þjóðarinnar.

kvotiÚthluta á aflaheimildum á jafnræðisgrundvelli til hóflegs tíma með gagnsæjum hætti.

Methagnaður hefur verið í sjávarútvegi undanfarin ár á sama tíma og veiðigjöld hafa lækkað. Þessi þróun mun ekki halda áfram verði Samfylkingin í ríkisstjórn.

Í Færeyjum var nýlega byrjað að bjóða út aflaheimildir að frumkvæði systurflokks okkar þar í landi.

Reynsla þeirra sýnir að við með útboðum á aflaheimildum gætum við fengið mun meiri tekjur af fiskveiðiauðlindum en í dag.

Útboðin þjóna þannig tvíþættum tilgangi:
– að veita nýliðum aðgengi og að
– skila eðlilegum arði til eigandans, þjóðarinnar.

Með því að láta bjóða í fiskveiðiheimildirnar þá fær þjóðin hæst verð fyrir afnotin af eign sinni. Mikilvægt er að slíkt úboð verði vel undirbúið með aðkomu erlendra og innlendra fræðimanna og sérfræðinga á sviðinu.

Við erum óhrædd við að sækja tekjur í sameiginlegar auðlindir til að fjármagna frábæra, gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu um land allt.