Varnar- og öryggismál

Alþjóðlegri glæpastarfsemi, uppgangi öfgahópa, farsóttum, umhverfisvá og truflunum á fjarskiptum vex fiskur um hrygg. Áherslu skal leggja á netöryggi og viðbúnað til leitar og björgunar. Samfylkingin fagnar því að nú er unnið að mótun þjóðaröryggisstefnu á grundvelli niðurstöðu úr samvinnu allra stjórnmálaflokka sem Samfylkingin leiddi. Viðbúnaður þarf að vera til staðar gagnvart margvíslegum ógnum, þar með talið alþjóðlegri glæpastarfsemi, farsóttum, truflunum á fjarskiptum og umhverfis, og efla enn frekar samstarf við nágrannaríki um slík verkefni.

Samfylkingin leggur áherslu á:

  • aukið norrænt samstarf í öryggismálum og áframhaldandi samvinnu og samstöðu Norðurlandanna.
  • að innganga í Evrópusambandið er öryggismál fyrir Ísland á víðsjárverðum tímum.
  • Aðild veitir Íslendingum ekki einungis efnahagslegan stöðugleika til framtíðar heldur einnig vörn gegn ógnum við öryggi landsins.
  • ESB aðild veitir ennfremur fulla aðild að Europol, lögreglusamstarfi Evrópuríkja og eykur þannig möguleika á að berjast gegn alþjóðlegri glæpastarfsemi.
  • að íslensk stjórnvöld séu málsvarar friðsamlegrar samvinnu þjóða á milli, afvopnunar og útrýmingar gereyðingarvopna í öllu alþjóðlegu samstarfi
  • að íslensk stjórnvöld haldi á lofti ályktun Sameinuðu þjóðanna nr. 1325 sem kveður á um að beina aðkomu kvenna að formlegum og óformlegum friðarferlum og beiti sér fyrir því að hún sé höfð að leiðarljósi þegar fulltrúar stjórnvalda fara til funda um stríðsátök.
  • Ísland verði yfirlýst kjarnorkuvopnalaust svæði þar sem öll umferð kjarnavopna um hafsvæði eða lofthelgi Íslendinga er bönnuð.