Flokkur jöfnuðar og réttlætis

 

Stofnfundur Samfylkingarinnar var haldinn í Borgarleikhúsinu þann 5. maí, árið 2000. Fyrsti formaður var kjörinn Össur Skarphéðinsson en talsmaður kosningabandalags þriggja flokka í alþingiskosningunum vorið 1999 var Margrét Frímannsdóttir, þá formaður Alþýðubandalagsins.
Sameiningin leiddi saman fólk sem fram að því hafði verið pólitískir keppinautar og starfað í stjórnmálaflokkum sem voru ólíkir að uppbyggingu og höfðu viðhaft mismunandi verklag. Þessir flokkar voru Kvennalistinn sem bauð fyrst fram 1983, Alþýðubandalagið sem bauð fyrst fram 1956 (sem kosningabandalag) og Alþýðuflokkurinn sem var stofnaður 1916.
Samfylkingin er fjöldahreyfing með yfir tuttuguþúsund skráðra flokksfélaga um land allt og fulltrúa í sveitarstjórnum í nær öllum sveitarfélögum á Íslandi sem víða fara með meirihlutavald. Markmið Samfylkingarinnar er að fá umboð kjósenda til að taka forystu í landstjórninni, með jöfnuð og réttlæti að leiðarljósi.
Innan Samfylkingarinnar hefur frá upphafi verið kraftmikil umræða um lýðræði, lýðræðishefð og lýðræðislegar umbætur. Sameining jafnaðarmanna, félagshyggjufólks og kvenfrelsissinna í Samfylkingunni gerði sjálfkrafa þá kröfu að átakahefð liðinnar aldar legðist af. Engin niðurstaða er lengur fyrirfram gefin vegna þess að „kenningin“ mæli fyrir um það og þess vegna er heldur ekki lengur deilt um „sanna túlkun“ kenningarinnar. Það sem máli skiptir er veruleiki venjulegs fólks. Verkefnið er að sjá og heyra hver vandamál hins daglega lífs eru í raun, taka á dagskrá og gera almenna velsæld að daglegu viðfangsefni stjórnmálanna.

 

Erindi Samfylkingarinnar er lýst í grunnstefnuskránni, 

Manifesto Samfylkingarinnar, sem skoða má hér

Aðalskrifstofa

Hallveigarstíg 1, 2. hæð
101 Reykjavík
Sími 414 2200
Fax 414 2201
Opnunartími
Mánud. – föstud. kl. 10.00-16.00
Netfang