Aðgerðir til að bregðast við kennaraskorti

Aðgerðir til að bregðast við kennaraskorti 2017-09-26T12:19:29+00:00

Þann 30. mars 2017 lagði Samfylkingin fram svohljóðandi þingsályktunartillögu: „Alþingi ályktar að fela mennta- og menningarmálaráðherra að skipa starfshóp sem geri tillögu að aðgerðum gegn kennaraskorti í framtíðinni.“

Í greinargerð með tillögunni segir m.a.: „Nú er svo komið að börn líða fyrir of einhæft umhverfi vegna skorts á menntuðum kennurum og kennaranemum. Augljóst dæmi er skortur á karlkyns kennurum en þeim hefur fækkað jafnt og þétt á síðustu árum. Þá kemur fækkun kennara einnig niður á sérhæfingu í kennaranámi.“

Tillagan í heild.