Mótmæli gegn ofsóknum í garð samkynhneigðra í Tsjetsjeníu

Mótmæli gegn ofsóknum í garð samkynhneigðra í Tsjetsjeníu 2017-08-26T01:23:59+00:00

15. júní 2017 lagði Oddný Harðardóttir og minnihluti utanríkismálanefndar Alþingis fram svohljóðandi þingsályktunartillögu:

Alþingi fordæmir harðlega ofsóknir gegn samkynhneigðum í Tsjetsjeníu.
Alþingi ályktar að fela utanríkisráðherra að setja formlega fram hörð mótmæli íslenskra stjórnvalda gagnvart stjórnvöldum í Rússlandi vegna þeirra mannréttindabrota sem eiga sér stað í sjálfstjórnarlýðveldinu Tsjetsjeníu og hvetja rússnesk stjórnvöld til að beita áhrifum sínum til að stöðva ofsóknirnar.
Jafnframt felur Alþingi utanríkisráðherra að leita samstöðu við önnur ríki um aukinn þrýsting gagnvart rússneskum stjórnvöldum vegna málsins.
Þá felur Alþingi innanríkisráðuneytinu að leita leiða til að bjóða samkynhneigðum einstaklingum frá Tsjetsjeníu dvalarleyfi af mannúðarástæðum hér á landi.

Ályktunin í heild.