Myndlistarnám fyrir börn og unglinga

Myndlistarnám fyrir börn og unglinga 2017-09-26T12:19:29+00:00

Þann 28. mars lagði Samfylkingin fram svohljóðandi þingsályktunartillögu: „Alþingi ályktar að fela mennta- og menningarmálaráðherra að hefja vinnu við gerð frumvarps til laga um myndlistarnám barna og unglinga á Íslandi. Markmið laganna verði að auka veg sjónlista á Íslandi. Við vinnuna verði horft til þess fyrirkomulags sem gildir um nám í tónlist.“

Í greinargerð með tillögunni segir m.a. að stjórnvöld þurfi að bregðast við sífellt auknum áhuga á starfi við sjónlistir og viðurkenna aukið mikilvægi þeirra í atvinnulífu framtíðarinnar þar sem sérhæfing og geta til að skara fram úr verður mikilvægari. Þá muni myndllist hafa mikil áhrif á samfélagið, sama hvort horft er frá þröngu sjónarhorfi efnahagslífsins eða út frá fegurðinni og rýni sjónlistarmanna á samfélagið hverju sinni. Þess vegna þarf myndlistarkennsla að fá meira vægi í íslensku menntakerfi.

Tillagan í heild.