Niðurfelling námslána við 67 ára aldur

Niðurfelling námslána við 67 ára aldur 2017-09-26T12:19:29+00:00

Þann 31. mars 2017 lagði Samfylkingin fram frumvarp um breytingu á lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Frumvarpið felur í sér að skuld við sjóðinn falli niður þegar lántakandi nær 67 ára aldri, að því gefnu að lántakandi sé í fullum skilum og hafi tekið lánið fyrir 54 ára aldur. Einnig er lagt til að heimilt verði að fella niður námslánaskuld að öllu leyti eða að hluta ef skuldari á við langvarandi veikindi, fötlun eða örorku að stríða.

Frumvarpið í heild.