Viðbrögð við nýrri tæknibyltingu

Viðbrögð við nýrri tæknibyltingu 2017-09-26T12:19:29+00:00

Þann 27. mars 2017 lagði Samfylkingin fram svohljóðandi þingsályktungartillögu:  „Alþingi ályktar að fela forsætisráðherra að stofna starfshóp skipaðan fulltrúum þingflokka, háskólasamfélagsins, atvinnulífsins og stéttarfélaga. Starfshópurinn meti heildræn áhrif komandi samfélagsbreytinga vegna tæknibyltingar, sjálfvæðingar, gervigreindar og fyrirsjáanlegrar fækkunar starfa og breytinga á þeim á íslenskt samfélag. Starfshópurinn vinni skýrslu og leggi þar drög að viðbragðsáætlun vegna þessa. Forsætisráðherra skili Alþingi skýrslu um niðurstöður starfshópsins eigi síðar en við upphaf 147. löggjafarþings 2017–2018.“

Í greinargerð með tillögunni segir m.a. að  samfélag okkar standi frammi fyrir gríðarlegri tæknibyltingu sem muni gjörbreyta þjóðfélaginu. Þessi þróun sé ný iðnbylting sem muni hafa ófyrirséðar afleiðingar á samfélagið. Þá segir að nýja iðnbyltingin geti leitt til þess að valdið færist frá vinnuaflinu til fjármagnsins, að ágóðinn af tækniþróuninni verði eftir hjá fyrirtækjunum og að kjör og aðstæður almennings batni ekki í sama mæli.

Tillagan í heild.