Samfélagsþjónusta í stað fangelsisvistar

Samfélagsþjónusta í stað fangelsisvistar 2017-09-26T12:19:30+00:00

Þann 31. mars 2017 lagði Samfylkingin fram frumvarp um samfélagsþjónustu ungmenna. Verði frumvarpið að veruleika geta afbrotamenn á aldrinum 15 til 21 árs fengið að veita samfélagsþjónustu í stað þess að afplána fangelsisdóma.

Í greinargerð með frumvarpinu segir að markmið þess sé að hægt verði að veita ungum brotamönnum meira aðhald og þannig mögulega koma í veg fyrir að þeir leiðist á braut frekari afbrota.

Frumvarpið í heild.

Tillagan í heild.