Skattafsláttur vegna útleigu á einni íbúð

Skattafsláttur vegna útleigu á einni íbúð 2017-09-26T12:19:30+00:00

20. mars 2017 lagði Samfylkingin fram frumvarp um skattafslátt vegna útleigu á einni íbúð. Frumvarpið felur í sér breytingu á lögum um tekjuskatt þess efnis að ekki skuli reiknast tekjuskattur af tekjum manns af útleigu eins íbúðarhúsnæðis. Markmið frumarpsins er að hvetja fólk til að setja íbúðir sínar á langtímaleigu í stað þess að leigja til ferðamanna.

Í greinargerð með tillögunni segir m.a. að skort á íbúðum á almennum leigumarkaði megi rekja að hluta til ásóknar ferðamanna í skammtímaleigu. „Sú aðgerð sem hér er lögð til gæti aukið framboð leiguhúsnæðis verulega,“ segir í greinargerðinni. „Það liggur fyrir að fjölmargar íbúðir eru í leigu til ferðamanna í gegnum alþjóðlegar vefsíður. Ef einungis hluti þeirra færi í langtímaleigu yrði stórum áfanga náð.“

Frumvarpið í heild.