Uppbygging almennra leiguíbúða

Uppbygging almennra leiguíbúða 2017-09-26T12:19:29+00:00

Þann 20. mars 2017 lagði Samfylkingin fram svohljóðandi þingsályktunartillögu: „Alþingi ályktar að ríkisstjórnin komi að uppbyggingu 1.000 leiguíbúða á ári frá og með árinu 2018 og að lágmarki næstu þrjú ár þar á eftir.“

Í greinargerð með tillögunni segir m.a. að það sé nauðsynlegt að stjórnvöld komi að þeirri uppbyggingu húsnæðis sem er framundan og tryggi að sú uppbygging nýtist til að efla leigumarkaðinn. Stjórnvöld verða að tryggja að byggt verði húsnæði sem hentar barnafjölskyldum, ungu fólki og launafólki sem á ekki mikinn sparnað og hefur ekki notið góðs af hækkun húsnæðisverðs á liðnum árum.

Tillagan í heild.