Útboð aflaheimilda

Útboð aflaheimilda 2017-09-26T12:19:34+00:00

Þann 31. janúar 2017 lagði Samfylkingin fram frumvarp um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða. Frumvarpið felur í sér að ef heildarafli þorsks verður aukinn fyrir fiskveiðiárið 2017/2018, skal ráðherra bjóða þann viðbótarkvóta út til hæstbjóðanda.

Það hefur verið stefna Samfylkingarinnar frá stofnun að bjóða út fiskveiðikvóta. Þannig er almenningi best tryggðar sanngjarnar tekjur af sameiginlegri auðlind þjóðarinnar.

Frumvarpið í heild.