Útboð á aflaheimildum

Krafan um að þjóðin fái að njóta meiri ágóða af sameiginlegum auðlindum verður sífellt háværari. Samfylkingin hefur allt frá stofnun haft þá stefnu að að bjóða eigi út aflaheimildir og hefur fylgst grannt með kvótaútboði Færeyinga á síðustu mánuðum.

„Útboð á kvóta, reynsla Færeyinga, lærdómur Íslendinga“ var yfirskrift opins fundar sem Samfylkingin efndi í Sjóminjasafninu í dag. Á fundinum var rætt hvort Íslendingar ættu að feta í fótspor Færeyinga og bjóða út kvótann á opnum markaði.

Á fundinum lýsti Sjúrður Skaale, þingmaður Jafnaðarflokksins í Færeyjum, aðdraganda og aðferðum Færeyinga við útboð á kvóta. Hann sagði reynslu af útboðunum jákvæða – að dreifing aflaheimilda á skip hefði verið góð og arðurinn sem skilaði sér í ríkiskassan sömuleiðis.

Þorkell Helgason greindi á fundinum frá tillögum hans og Jóns Steinssonar hagfræðings um tilhögun kvótaútboða – en útfærsla Færeyinga rímar vel við þær tillögur. Heiðrún Lind Marteinsdóttir nýráðinn framkvæmdastýra SFJ og Valmundur Valmundarson formaður Sjómannasambandsins greindu einnig frá áliti samtaka sinna á markaðslausnum í sjávarútvegi.

Hér er hægt að nálgast bæði upptöku og glærur frá fundinum: glærur frá Sjúrði Skaale og glærur frá Þorkeli Helgasyni.