Aðalfundur á Akranesi

Stjórn Samfylkingarfélagsins á Akranesi og nágrenni boðar hér með til aðalfundar félagsins mánudaginn 31. mars kl. 20:00. Fundurinn fer fram í húsnæði Samfylkingarinnar Stillholti 16-18 á Akranesi.
Dagskrá aðalfundar (samkvæmt 6. gr. gildandi laga félagsins):
1. Skýrsla stjórnar
2. Reikningar félagsins fyrir síðasta starfsár
3. Lagabreytingar:
Tillaga 1
6. gr. a: „Tillögum til lagabreytinga og yfirlýsingu um framboð til embættis innan stjórnar eða nefnda skal beint til stjórnar félagsins eigi síðar en tveimur vikum fyrir boðaðan aðalfund.“
Tillaga 2
11. gr. a: „Kjörnir sveitarstjórnarfulltrúar Samfylkingarinnar á Akranesi, sem og allir aðrir skipaðir fulltrúar í nefndum, ráðum eða stjórnum á vegum félagsins og þiggja laun fyrir störf sín, skulu greiða tíund (10%) af launum sínum til Samfylkingarfélagsins á Akranesi og nágrenni. Stjórn félagsins skal setja nánari reglur um fyrirkomulag innheimtu og greiðslna.
4. Kosning formanns stjórnar og 4 aðalmanna í stjórn
5. Kosning skoðunarmanns reikninga
6. Önnur mál
Við hvetjum alla félaga til að mæta og taka virkan þátt í fundinum. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar og fyrirliggjandi lagabreytingatillögur HÉR.
Ef spurningar vakna, hafið samband við stjórn félagsins [email protected]
Með bestu kveðju,
Stjórn Samfylkingarfélagsins á Akranesi og nágrenni