Sæki viðburð

« All Events

  • This viðburð has passed.

Tæknibyltingin

9. september, 2017 @ 11:00 - 12:00

Opinn málfundur á Fundi Fólksins í menningarhúsinu Hofi á Akureyri 9. september kl. 11:00 – 11:40.
Fundurinn fer fram í Hömrum.

Á fundinum mun formaður Samfylkingarinnar Logi Einarsson ræða um hverng við getum undirbúið okkur fyrir nýju tæknibyltinguna og séð til þess að með henni fylgi samfélagslegur ávinningur. Ef við gerum ekkert þá er allt eins líklegt að ójöfnuður aukist til muna og almenn velferð minnki.

Samfélag okkar stendur frammi fyrir gríðarlegri tæknibyltingu sem mun gjörbreyta þjóðfélaginu. Nýja tæknibyltingin mun leiða til aukinnar sjálfvirkni og færri vinnandi hendur verða nauðsynlegar til að vinna verkin. Þessi nýi veruleiki getur bætt lífsgæði okkar með því að færa okkur auknar frístundir og tækifæri til fleiri samverustunda með fjölskyldu og vinum. Hins vegar, sjáum við líka fram á að færri störf og færri skattgreiðendur geti leitt til þess að velferðarkerfið skreppi saman og geti ekki veitt þeim þjónustu, sem þurfa á henni að halda á meðan hagnaður endar allur hjá þeim sem eiga fyrirtækin.

Helstu upplýsingar

Dagsetning:
9. september, 2017
Klukkan:
11:00 - 12:00

Staður

Hofið Akureyri

Helstu upplýsingar

Dagsetning:
9. september, 2017
Klukkan:
11:00 - 12:00

Staður

Hofið Akureyri