12 frambjóðendur í Reykjavík

Tólf frambjóðendur gefa kost á sér í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir alþingiskosningarnar 29. október. Framboðsfrestur rann út kl. 19 í dag. Kosið verður í átta sæti og gildir flokksvalið fyrir bæði Reykjavíkurkjördæmin. Raðað verður á lista í báðum kjördæmum með aðferðum paralista. Þá verður tryggt að í einu af þremur efstu sætum í báðum kjördæmum verði einn einstaklingur 35 ára eða yngri.
Eftirtaldir gefa kost á sér:
Auður Alfa Ólafsdóttir í 3.-4. sæti
Eva Baldursdóttir í 2.-3. sæti
Gunnar Alexander Ólafsson í 3.-4. sæti
Helgi Hjörvar í 1. sæti
Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir í 3. sæti
Magnús Már Guðmundsson í 3.-4. sæti
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir í 1. sæti
Sigurður Hólm Gunnarsson í 2.-3. sæti
Steinunn Ýr Einarsdóttir í 3.-4. sæti
Valgerður Bjarnadóttir í 1.-2. sæti
Þórarinn Snorri Sigurgeirsson í 4.-6. sæti
Össur Skarphéðinsson í 1. sæti