Áhugaverðir fundir hjá Samfylkingunni

Samfylkingarfélögin hafa verið öflug undanfarnar vikur og haldið áhugaverða fundi.

Sævar Helgi Bragason stjörnufræðingur og umsjónarmaður þáttarins „Hvað höfum við gert“ á RÚV mætti á sameiginlegan fund Kópavogs og Hafnarfjarðarfélaganna um loftslagsvandann og fór yfir leiðir  sem samfélagið, ekki síst sveitarfélögin, geta horft til í baráttunni gegn þessari miklu vá. Fundurinn var einkar vel sóttur og er hægt að horfa á upptöku af honum hér

Íslenskt efnahagslíf stendur frammi fyrir margvíslegum áskorunum um þessar mundir, meðal annars vegna styrkingar krónunnar síðustu ár, samdráttar í ferðaþjónustu, aflabresti og gjaldþrotum. Samfylkingarfélagið í Reykjavík boðaði til fundar á Bryggjunni Brugghús þar sem farið var yfir þessar áskoarnir.

– Katrín Ólafsdóttir vinnumarkaðshagfræðingur og nefndarkona í peningamálastefnunefnd Seðlabanka Íslands var með erindið: „Krónan: Lítil og fljótandi“.
– Bolli Héðinsson,hagfræðingur og stundakennari við HR var með erindið „Það er svo gott að hafa krónuna“
– Vilhjálmur Þorsteinsson frumkvöðull og fjárfestir var með erindið „#blessuðkrónan: Meintir kostir og raunverulegir gallar.“

Má draga saman þá niðurstöðu að íslenska krónan eigi stóran þátt í stöðu dagsins í dag og aðstæður í hagkerfinu væru aðrar nyti krónunnar ekki við. Það var greinilegur vilji fundargesta og frummælenda að stefna að upptöku Evru.  „Eitt stærsta hagsmunamál heimilanna er að taka upp evru og þar með ganga í ESB“ (Vilhjálmur Þorsteinsson.)