Alexandra Ýr van Erven

Ég er 26 ára gamall háskólanemi í stjórnmálafræði og ensku. Ég hef verið virk í flokknum um nokkurt skeið auk þess að hafa gegnt forystuhlutverki innan Stúdentaráðs og Röskvu. 

Það er mikilvægt að stjórn flokksins endurspegli bæði kynja-og aldursdreifingu flokksmanna og það er mikilvægt að ungu fólki sé veitt brautargengi í lykilstöður innan flokksins. Við erum drifkraftur sem ég tel nauðsynlegt að virkja fyrir þau krefjandi ár sem framundan eru.

Við í UJ tölum stundum um að við séum einskonar samviska flokksins. Samviska, sem er fyrirmynd flokksins hvað varðar heiðarleg og gegnsæ stjórnmál og það er mikilvægt að þessar samviskusömu raddir ungs fólks heyrist innan stjórnar flokksins. 

Þá skiptir samstaða og bjartsýni sköpum fyrir komandi tíma en jákvæðni ætti ekki að vera vanmetin í stjórnmálum.  Við megum ekki missa sjónar á meginmarkmiði okkar, við verðum að rækta grunngildi flokksins og  vera stolt af því að vera jafnaðarmenn. Enn fremur eigum við að vera stolt af sögulegri arfleifð flokksins. Þar þykir mér virkilega dýrmæt sú sögulega arfleifð sem flokkurinn fékk í vöggugjöf frá Kvennalistanum en ég tel að femínískur hugsunarháttur eigi að kjarna hugmyndafræði flokksins 

Ég er með ýmsar nýjar hugmyndir til þess að gera innra starfið skilvirkara og enn öflugra og hlakka til að láta til mín taka. Ég er góður liðsmaður og kraftmikil viðbót við stjórn flokksins. Ég er áhugamikil og samvinnufús og tel það ekki síður mikilvægt að mæta til móts við mikinn metnað með einlægni og góðri nærveru.

 

Bestu kveðjur,

Alexandra Ýr

S: 694-6764