Entries by Asgeir

Svör þingmanna Samfylkingarinnar um akstursgreiðslur

Vegna umfræðu um akstursgreiðslur til þingmanna sendi Vísir fyrirspurn á alla þingmenn. Fyrirspurnin var svohljóðandi: Færð þú greiðslur ofan á þingfararkaup þitt? Ef já, hvaða greiðslur eru það og hversu háar í hverju tilfelli fyrir sig? Ert þú einn af þeim þingmönnum sem á síðasta ári fékk sérstakar akstursgreiðslur frá þinginu? Ef já, hversu há […]

Úrslit í flokksvalinu í Reykjavík

Dagur B. Eggertsson, Heiða Björg Hilmisdóttir, Skúli Helgason, Kristín Soffía Jónsdóttir og Hjálmar Sveinsson hlutu bindandi kosningu í fimm efstu sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í komandi borgarstjórnarkosningum. Kosningu lauk kl. 19 á laugardaginn 10. febrúar og neyttu 1852 félagsmenn atkvæðisréttar síns í flokksvalinu. Kjörsókn var 33,55%. Auð og ógild atkvæði voru 7. Atkvæði í fimm […]

„Er forsvaranlegt að námsmenn lifi á 177 þúsund krónum?“

Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, vakti athygli á bágum kjörum námsmanna í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Beindi hann fyrirspurninni till Lilju Daggar Alferðsdóttur, menntamálaráðherra, og krafði hana svara um það hvort námsmenn megi vænta bættra kjara í væntanlegum úthlutunarreglum Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Lilja Dögg hefur enn ekki skipað nýja stjórn yfir Lánasjóðinn. Lánasjóðsfulltrúi […]

Logi í leiðtogaumræðum við upphaf vorþings

Ræða Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar í leiðtogaumræðum við upphaf vorþings, 22. janúar 2018 Mannkynið lifir á dramatískum tímum og Íslendingar bera sína ábyrgð á farsælli þróun jarðarinnar. Með nútíma tækni- og samskiptum hefur mannkynið aldrei verið nær því að vera eins og ein fjölskylda, þar sem öll bera ábyrgð hvert á öðru.  Pólitískur veruleiki hinu […]

Ríkisstjórn Katrínar sýnir sitt rétta andlit

Rétt fyrir jól hafnaði ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur öllum breytingartillögum Samfylkingarinnar við fjárlög 2018, þær voru: 5 milljarðar kr. í barna- og vaxtabótakerfið og 2 milljarðar verði settir í stofnframlög til almennrar íbúða Engar viðbótarfjárveitingar eru settar í barnabætur, vaxtabætur, húsnæðisstyrk, fæðingarorlof og húsnæðismál sé m.v. frumvarp síðusu ríkisstjórnar 3 milljarðar kr. renni til Landspítalans og […]

Svik við kjósendur og metnaðarleysi í velferðarmálum

Fréttatilkynning frá þingflokki Samfylkingarinnar Samfylkingin gagnrýnir harðlega fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Fjárlagafrumvarpið ber vott um svik við kjósendur og algjört metnaðarleysi í velferðarmálum. Langflestir hagsmunaaðilar sem komu á fund fjárlaganefndarinnar lýstu yfir miklum vonbrigðum með fjárlagafrumvarpið. Hvorki er ráðist í nauðsynlegar fjárfestingar í innviðum samfélagsins né ráðist í nauðsynlega tekjuöflun. Þegar þetta fjárlagafrumvarp er borið […]

Skjaldborg um sérhagsmuni

Ræða Guðmundar Andra Thorssonar í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra, 14.12.2017 Virðulegi forseti, góðir landsmenn, Við erum ofurseld dyntum og lögmálum náttúrunnar hér á landi og við höfum lært að laga okkur að þeim. En náttúrulögmálin ríkja ekki jafn víða í lífi okkar og stundum mætti ætla. Það er til dæmis ekki náttúrulögmál að hér séu […]

Afstöðuleysi – Ræða Helgu Völu

Ræða Helgu Völu Helgadóttur í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra, 14.12.2017 Virðulegur forseti, góðir landsmenn. Íslendingar hafa skapað sér nafn á alþjóðavísu fyrir afstöðu sína til jafnréttis kynjanna. Hér var fyrsta konan kosin þjóðarleiðtogi í lýðræðislegum kosningum og hefur skýr afstaða til jafnréttis kynjanna upp frá því skapað okkur ákveðna sérstöðu meðal þjóða heims. Íslendingar hafa […]

Vinstri græn halla sér þétt upp að Sjálfstæðisflokknum í skattamálum

Ræða Loga Einarssonar í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra 14.12.2017 Herra forseti, ágætu landsmenn. Ég óska nýrri ríkisstjórn velfarnaðar og fagna því að nú situr kona, í forsæti öðru sinni.  Vonandi telst það ekki til tíðinda í náinni framtíð. Það eru nokkur ágætis fyrirheit í nýjum sáttmála. Metnaðarfull markmið í loftslagsmálum, lenging fæðingarorlofs og átak í […]

Tillaga Oddnýjar lögð fram á þingi Norðurlandaráðs

Í dag var tillaga Oddnýjar G. Harðardóttur, um nýju tæknibyltinguna og áhrif hennar á Norðurlöndin, lögð fram á þingi Norðurlandaráðs. Tillagan gengur út á það að metin verði heildaráhrif á Norræna velferðarsamfélagið og Norræna módelið í ljósi væntanlegra breytinga á samfélaginu vegna tæknibyltingarinnar, sjálfvirknivæðingar og aukinnar gervigreindar. Gríðarlegar breytingar framundan Samfélag okkar stendur frammi fyrir gríðarlegri […]