Entries by Freyja

1. maí á höfuðborgarsvæðinu

1. maí er alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins. Við hvetjum alla félagsmenn til að fylkja liði í kröfugöngur og kíkja síðan í hið árlega 1. maí kaffi, sætindi og góða skemmtun hjá Samfylkingarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Eftirfarandi viðburðir hafa verið auglýstir: Verkalýðskaffi Samfylkingarfélagsins í Reykjavík í Gamla bíó að lokinni kröfugöngu og útifundinum á Ingólfstorgi – 15:00 Dagskrá hefst […]

Formenn jafnaðarmanna á Norðurlöndum: ræða Loga

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sótti ársfund SAMAK 2019 í Helsinki á dögunum. SAMAK er samstarfsvettvangur norrænu jafnaðarmannaflokkanna og heildarsamtaka launafólks – á Íslandi eru Samfylkingin og ASÍ aðilar. Fulltrúar Samfylkingarinnar á ráðstefnu voru Logi Einarsson, formaður, og Karen Kjartansdóttir, framkvæmdarstjóri. Logi tók þátt í pallborði leiðtoga um framtíð jafnaðarstefnunnar í Evrópu. Auk leiðtoga jafnaðarmanna á […]

Verkefnin framundan í stjórnmálum: ræða Guðmundar Andra

Fyrsti þingfundur ársins var settur í dag kl 15:00 og byrjaði á dagskrárliðnum Staðan í stjórnmálunum í byrjun árs og verkefnin framundan. Munnleg skýrsla forsætisráðherra. Guðmundur Andri Thorsson flutti ræðu fyrir hönd Samfylkingarinnar í fjarveru formanns og sagði meðal annars; Fjölskyldufólk er svo sannarlega salt jarðar og undirstaðan í farsælu samfélagi en stundum er eins og […]

Karen Kjartansdóttir nýr framkvæmdarstjóri Samfylkingarinnar

Karen Kjartansdóttir hefur verið ráðin í stöðu framkvæmdarstjóra hjá Samfylkingunni – jafnaðarmannaflokki Íslands. Karen hefur mikla reynslu af störfum við verkefna- og viðburðastjórnun, fjölmiðlum og kynningarmál. Hún lætur af störfum hjá ráðgjafafyrirtækinu ATON þar sem hún hefur starfað við skipulagða upplýsingamiðlun og almannatengsl. Hún hefur áður starfað sem samskiptastjóri SFS, blaðamaður og pistlahöfundur á DV […]

Tómas ráðinn til þingflokks Samfylkingarinnar

Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur ráðið Tómas Guðjónsson sem upplýsingafulltrúa. Starfið felst í alhliða þjónustu og ráðgjöf við þingmenn ásamt samskiptum við fjölmiðla í tengslum við störf þingflokksins. Tómas hefur þegar hafið störf. Tómas hefur á starfað við stjórnun herferða, í markaðsmálum og viðburðarstjórnun á síðustu árum samhliða BA-námi í stjórnmálafræði. Hann hefur gengt lykilstörfum fyrir Samfylkinguna […]

Sveitarstjórnarkosningar 2018 – yfirlýsing

Stjórn Samfylkingarinnar lýsir yfir ánægju með niðurstöður sveitarstjórnarkosninganna sem fram fóru 26. maí síðast liðinn og vill koma þakklæti á framfæri. Ljóst er að Samfylkingin hefur mikil áhrif í íslenskum stjórnmálum. Flokkurinn hlaut samanlagt um fimmtung allra atkvæða þar sem hann bauð fram. Samstarfssamningar hafa nú verið undirritaðir víða. Samfylkingin leiðir áfram í Reykjavík með […]

Gleðilegan baráttudag!

Samfylkingin óskar íslensku verkafólki til hamingju með daginn.✊🏼🌹Hér er smá hugvekja í tilefni hans eftir rithöfundinn og þingmanninn okkar hann Guðmund Andra Thorsson: ___________________ BYRÐAR OG GÆÐI Um það snýst þetta allt. Við skiptumst í flokka og fylkingar eftir afstöðu okkar til þess hvernig við skiptum sameiginlegum gæðum og deilum sameiginlegum byrðum. Við skiptumst í […]

Fjármálaáætlun veldur vonbrigðum

„Þótt ég hafi kannski vitað í grófum dráttum hvað var í vændum eftir að hafa lesið fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar, verð ég að viðurkenna að ég leyfði mér að vona að áhrif Vinstri-grænna yrðu til þess að framlög myndu nægja betur til að takast á við bráðavanda ýmissa innviða, grípa til varna fyrir lág- og millitekjufólks og […]

Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar: Millitekju- og láglaunafólk ber byrðarnar

Fimm ára fjármálaáætlun ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur ber þess ekki mikil merki að Vinstri-grænir hafi komið að gerð hennar. Í áætluninni birtist hægri stefna þar sem tekjuháum og fjármagnseigendum er hyglt á kostnað á lág- og millitekjuhópa. Boðuð skattabreyting á neðra skattþrepi skilar tekjulágum þrefalt minna en þeim tekjuhæstu. Þá eru hugmyndir um að verja fjármagnseigendur, […]

Spilum saman – stefnuræða formanns

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar sem var kjörinn með öllum greiddum atkvæðum á landsfundi flokksins í gær lokaði rétt í þessu fundi með stefnuræðu sem var jafn beitt og hún var ljóðræn. Mikil samstaða og ánægja einkenndi fundinn, öflugt málefnastarf átti sér stað sem skilaði sér í heildstæðum málefnapakka undir yfirskriftinni „Eitt samfélag fyrir alla.” Logi […]