Entries by Freyja

Sveitarstjórnarkosningar 2018 – yfirlýsing

Stjórn Samfylkingarinnar lýsir yfir ánægju með niðurstöður sveitarstjórnarkosninganna sem fram fóru 26. maí síðast liðinn og vill koma þakklæti á framfæri. Ljóst er að Samfylkingin hefur mikil áhrif í íslenskum stjórnmálum. Flokkurinn hlaut samanlagt um fimmtung allra atkvæða þar sem hann bauð fram. Samstarfssamningar hafa nú verið undirritaðir víða. Samfylkingin leiðir áfram í Reykjavík með […]

Gleðilegan baráttudag!

Samfylkingin óskar íslensku verkafólki til hamingju með daginn.✊🏼🌹Hér er smá hugvekja í tilefni hans eftir rithöfundinn og þingmanninn okkar hann Guðmund Andra Thorsson: ___________________ BYRÐAR OG GÆÐI Um það snýst þetta allt. Við skiptumst í flokka og fylkingar eftir afstöðu okkar til þess hvernig við skiptum sameiginlegum gæðum og deilum sameiginlegum byrðum. Við skiptumst í […]

Fjármálaáætlun veldur vonbrigðum

„Þótt ég hafi kannski vitað í grófum dráttum hvað var í vændum eftir að hafa lesið fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar, verð ég að viðurkenna að ég leyfði mér að vona að áhrif Vinstri-grænna yrðu til þess að framlög myndu nægja betur til að takast á við bráðavanda ýmissa innviða, grípa til varna fyrir lág- og millitekjufólks og […]

Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar: Millitekju- og láglaunafólk ber byrðarnar

Fimm ára fjármálaáætlun ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur ber þess ekki mikil merki að Vinstri-grænir hafi komið að gerð hennar. Í áætluninni birtist hægri stefna þar sem tekjuháum og fjármagnseigendum er hyglt á kostnað á lág- og millitekjuhópa. Boðuð skattabreyting á neðra skattþrepi skilar tekjulágum þrefalt minna en þeim tekjuhæstu. Þá eru hugmyndir um að verja fjármagnseigendur, […]

Spilum saman – stefnuræða formanns

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar sem var kjörinn með öllum greiddum atkvæðum á landsfundi flokksins í gær lokaði rétt í þessu fundi með stefnuræðu sem var jafn beitt og hún var ljóðræn. Mikil samstaða og ánægja einkenndi fundinn, öflugt málefnastarf átti sér stað sem skilaði sér í heildstæðum málefnapakka undir yfirskriftinni „Eitt samfélag fyrir alla.” Logi […]

#MeToo – Nýtt verklag Samfylkingarinnar

Sérstakur umræðufundur um#Metoo var haldinn í hádeginu á landsfundi Samfylkingarinnar. Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar tók fyrst til máls og fór yfir upphaf og farveg #metoo byltingarinnar. Í pallborðsumræðum sem Þórarinn Snorri, nýkjörinn ritari Samfylkingarinnar, stýrði bað Rósanna Andrésdóttir, verkefnastjóri Ungra jafnaðarmanna, allar konur í salnum sem höfðu lent í kynferðislegri áreitni eða ofbeldi að […]

Nýjir fulltrúar framkvæmdarstjórnar

Atkvæðagreiðslu um fulltrúa nýrrar framkvæmdarstjórnar Samfylkingarinnar er lokið og eru niðurstöður eftirfarandi: Framkvæmdastjórn 1. Henný Hinz 2. Vilhjálmur Þorsteinsson 3. Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir 4. Auður Alfa Ólafsdóttir 5. Ellen J. Calmon 6. Hörður J. Oddfríðarson Varafulltrúar 1. Árni Rúnar Þorvaldsson 2. Guðrún Arna Kristjánsdóttir 3. Sigrún Rikharðsdóttir 4. Helena Mjöll Jóhannsdóttir 5. Einar Þór Jónsson […]

Ungir jafnaðarmenn áberandi í forystu Samfylkingarinnar

Í morgun var tilkynnt um kjör í ýmis embætti innan Samfylkingarinnar. Ungir jafnaðarmenn voru áberandi en formaður UJ, Þórarinn Snorri Sigurgeirsson, var kjörinn ritari Samfylkingarinnar og Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir nýr formaður Framkvæmdarstjóranar. Einnig var kjörinn formaður laganefndar, Silja Jóhannesdóttir fer með það embætti og í Verkalýðsmálaráð. Verkalýðsmálaráð Auður Alfa Ólafsdóttir Hrólfur Þórhallsson Krisín Erna […]

Heiða Björg endurkjörin varaformaður Samfylkingarinnar

Heiða björg Hilmisdóttir var rétt í þessu endurkjörin varaformaður Samfylkingarinnar en hún var ein í framboði. Hún var fyrst kjörin varaformaður Samfylkingarinnar í febrúar 2017, og er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík. Hún tók sæti í borgarstjórn haustið 2015. Heiða Björg var formaður Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar 2013 – 2015.  

Fullkomin samstaða um Loga

Landsfundur Samfylkingarinnar var settur á Hotel Reykjavík Natura kl 15:00 í dag. Logi Már Einarsson var einn í framboði til formanns og hlaut hann hvorki meira né minna en öll greidd atkvæði í kjörinu. Kjörið endurspeglar ánægju og traust flokksfélaga til hans og hans starfa í þágu flokksins. Logi setti tóninn með hárbeittri opnunarræðu; „Vopnaflutningur […]