Entries by Freyja

Yfirlýsing vegna brottvísana barna á flótta

Yfirlýsing frá Samfylkingunni: Samfylkingin fordæmir ómannúðleg vinnubrögð í útlendingamálum á Íslandi og krefst þess að stöðvuð verði brottvísun þeirra barna sem sótt hafa um alþjóðlega vernd og nú stendur til að senda úr landi. Þá gagnrýnir Samfylkingin harðlega þær breytingar sem ríkisstjórnin hefur kynnt á útlendingalögum og þrengja að réttindum fólks sem sækir hér um […]

1. maí á höfuðborgarsvæðinu

1. maí er alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins. Við hvetjum alla félagsmenn til að fylkja liði í kröfugöngur og kíkja síðan í hið árlega 1. maí kaffi, sætindi og góða skemmtun hjá Samfylkingarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Eftirfarandi viðburðir hafa verið auglýstir: Verkalýðskaffi Samfylkingarfélagsins í Reykjavík í Gamla bíó að lokinni kröfugöngu og útifundinum á Ingólfstorgi – 15:00 Dagskrá hefst […]

Formenn jafnaðarmanna á Norðurlöndum: ræða Loga

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sótti ársfund SAMAK 2019 í Helsinki á dögunum. SAMAK er samstarfsvettvangur norrænu jafnaðarmannaflokkanna og heildarsamtaka launafólks – á Íslandi eru Samfylkingin og ASÍ aðilar. Fulltrúar Samfylkingarinnar á ráðstefnu voru Logi Einarsson, formaður, og Karen Kjartansdóttir, framkvæmdarstjóri. Logi tók þátt í pallborði leiðtoga um framtíð jafnaðarstefnunnar í Evrópu. Auk leiðtoga jafnaðarmanna á […]

Verkefnin framundan í stjórnmálum: ræða Guðmundar Andra

Fyrsti þingfundur ársins var settur í dag kl 15:00 og byrjaði á dagskrárliðnum Staðan í stjórnmálunum í byrjun árs og verkefnin framundan. Munnleg skýrsla forsætisráðherra. Guðmundur Andri Thorsson flutti ræðu fyrir hönd Samfylkingarinnar í fjarveru formanns og sagði meðal annars; Fjölskyldufólk er svo sannarlega salt jarðar og undirstaðan í farsælu samfélagi en stundum er eins og […]

Karen Kjartansdóttir nýr framkvæmdarstjóri Samfylkingarinnar

Karen Kjartansdóttir hefur verið ráðin í stöðu framkvæmdarstjóra hjá Samfylkingunni – jafnaðarmannaflokki Íslands. Karen hefur mikla reynslu af störfum við verkefna- og viðburðastjórnun, fjölmiðlum og kynningarmál. Hún lætur af störfum hjá ráðgjafafyrirtækinu ATON þar sem hún hefur starfað við skipulagða upplýsingamiðlun og almannatengsl. Hún hefur áður starfað sem samskiptastjóri SFS, blaðamaður og pistlahöfundur á DV […]

Tómas ráðinn til þingflokks Samfylkingarinnar

Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur ráðið Tómas Guðjónsson sem upplýsingafulltrúa. Starfið felst í alhliða þjónustu og ráðgjöf við þingmenn ásamt samskiptum við fjölmiðla í tengslum við störf þingflokksins. Tómas hefur þegar hafið störf. Tómas hefur á starfað við stjórnun herferða, í markaðsmálum og viðburðarstjórnun á síðustu árum samhliða BA-námi í stjórnmálafræði. Hann hefur gengt lykilstörfum fyrir Samfylkinguna […]

Sveitarstjórnarkosningar 2018 – yfirlýsing

Stjórn Samfylkingarinnar lýsir yfir ánægju með niðurstöður sveitarstjórnarkosninganna sem fram fóru 26. maí síðast liðinn og vill koma þakklæti á framfæri. Ljóst er að Samfylkingin hefur mikil áhrif í íslenskum stjórnmálum. Flokkurinn hlaut samanlagt um fimmtung allra atkvæða þar sem hann bauð fram. Samstarfssamningar hafa nú verið undirritaðir víða. Samfylkingin leiðir áfram í Reykjavík með […]

Gleðilegan baráttudag!

Samfylkingin óskar íslensku verkafólki til hamingju með daginn.✊🏼🌹Hér er smá hugvekja í tilefni hans eftir rithöfundinn og þingmanninn okkar hann Guðmund Andra Thorsson: ___________________ BYRÐAR OG GÆÐI Um það snýst þetta allt. Við skiptumst í flokka og fylkingar eftir afstöðu okkar til þess hvernig við skiptum sameiginlegum gæðum og deilum sameiginlegum byrðum. Við skiptumst í […]

Fjármálaáætlun veldur vonbrigðum

„Þótt ég hafi kannski vitað í grófum dráttum hvað var í vændum eftir að hafa lesið fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar, verð ég að viðurkenna að ég leyfði mér að vona að áhrif Vinstri-grænna yrðu til þess að framlög myndu nægja betur til að takast á við bráðavanda ýmissa innviða, grípa til varna fyrir lág- og millitekjufólks og […]

Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar: Millitekju- og láglaunafólk ber byrðarnar

Fimm ára fjármálaáætlun ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur ber þess ekki mikil merki að Vinstri-grænir hafi komið að gerð hennar. Í áætluninni birtist hægri stefna þar sem tekjuháum og fjármagnseigendum er hyglt á kostnað á lág- og millitekjuhópa. Boðuð skattabreyting á neðra skattþrepi skilar tekjulágum þrefalt minna en þeim tekjuhæstu. Þá eru hugmyndir um að verja fjármagnseigendur, […]