Entries by Karen Kjartansdóttir

Kveðja frá formanni og varaformanni Samfylkingarinnar

Kæru vinir, Um þessar mundir líður mörgum eins og þau séu föst í hliðarveruleika eða skrýtnum draumi. Þótt allt virðist eins og það var á yfirborðinu er tilveran gjörbreytt og erfitt að sjá það sem framundan er. Við Íslendingar erum eins og aðrar þjóðir að fást við smitsjúkdóm sem kallar á viðbrögð sem við töldum […]

Opinn fundur í kvöld kl. 20 um stöðuna í efnahagsmálum

STAÐAN Í EFNAHAGSMÁLUM – Hvað er til ráða? Efnahagsnefnd Samfylkingarinnar efnir til opins fundar miðvikudaginn 4. mars kl. 20.00 á Hilton í sal H. Frummælendur verða: • Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri • Drífa Snædal, forseti ASÍ • Sigurður Hannesson, framkv.stj. Samtaka iðnaðarins Fundarstjóri verður Bolli Héðinsson hagfræðingur, formaður efnahagsnefndar Samfylkingarinnar. Fundurinn verður á Hótel Hilton í […]

Frestað! Vorfundur flokksstjórnar Samfylkingarinnar

Vorfundi flokksstjórnar Samfylkingarinnar frestað Stjórn Samfylkingarinnar hefur ákveðið að fresta Vorfundi flokksstjórnar sem halda átti í Hljómahöll Reykjanesbæjar laugardaginn 7. mars. Ný tímasetning verður auglýst síðar. Ákvörðunin var tekin að vandlega athuguðu máli með stjórn Samfylkingarinnar. Þau rök vógu þyngst að Samfylkingin vill ekki skapa lýðræðishalla á fundum sem þessum þar sem teknar eru stefnumótandi […]

Skráðu þig á Vorfund flokksstjórnar Samfylkingarinnar

Vorfundur flokksstjórnar verður haldinn laugardaginn 7. mars í Hljómahöllinni, menningarmiðstöð í Reykjanesbæ. Flokksstjórnarfundir eru opnir öllum flokksfélögum og stuðningsmönnum, við hvetjum alla áhugasama til að mæta og taka virkan þátt í flokksstarfinu. Á fundinum verður áhersla lögð á innra starf flokksins og málefnastarf. Grasrótin og stjórnmálastarfið fram undan verður í brennidepli svo þetta er fullkomið […]

Ný stjórn Samfylkingarfélagsins í Reykjavík

Kjörin til embætta fyrir starfsárið 2020-21 hjá Samfylkingarfélaginu í Reykjavík á aðalfundi félagsins í kvöld miðvikudaginn 5. febrúar 2020 eru: Formaður: Ellen Calmon Gjaldkeri: Herbert Baldursson Meðstjórn: Sigfús Ómar Höskuldsson Sonja Björg Írisar Jóhannsdóttir Ólafur Kjaran Árnason Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir Ragna Sigurðardóttir. Varastjórn (í þessari röð): Sabine Leskopf Þorkell Heiðarsson Mörður Árnason Teitur Atlason Barbara […]

Vestfirðingar, ræðum alþjóðlegar áskoranir jafnaðarmanna

Samfylkingin á N Vestfjörðum boðar til opins fundar um loftslagsmál í Rögnvaldarsal Edinborgarhússins á Ísafirði kl 20.00 miðvikudaginn 5. febrúar Frummælendur á fundinum verða: Magnús Árni Skjöld, formaður alþjóðanefndar Samfylkingarinnar og forseti Félagsvísindasviðs Háskólans á Bifröst – Alþjóðlegar áskoranir og hreyfingu jafnaðarmanna Eva Bjarnadóttir sérfræðingur hjá Unicef – Staða flóttafólks Dagbjört Jóhannsdóttir feministi og aðgerðarsinni: […]

Þrír næstu fundir málefnanefnda Samfylkingarinnar um landið

Alþjóðanefnd  Miðvikudagurinn 5. febrúar kl. 20 í Edinborgarhúsinu, Ísafirði. Magnús Árni Skjöld, formaður alþjóðanefndar Samfylkingarinnar og forseti Félagsvísindasviðs Háskólans á Bifröst, ræðir alþjóðlegar áskoranir og hreyfingu jafnaðarmanna. Þá ræðir Eva Bjarnadóttir, sérfræðingur hjá Unicef, um stöðu flóttafólks og Dagbjört Jóhannsdóttir feministi og aðgerðarsinni, um ungt fólk og loftslagsmálin. Láttu þig ekki vanta ef þú ert fyrir vestan! Sjá Facebook-viðburð […]

Starf og skráning í málefnanefndir – Gaman gaman, saman

Í málefnanefndum Samfylkingarinnar er stefna flokksins mótuð milli landsfunda. Næsti landsfundur Samfylkingarinnar er áætlaður 6.-7. nóvember. Tillögur málefnanefnda skulu berast framkvæmdastjórn minnst 10 vikum fyrir upphaf landsfundar. Niðurstöðum málefnanefnda er dreift til aðildarfélaga 8 vikum fyrir landsfund og því þurfa málefnanefndir að skila drögum að stefnu fyrir 1.september 2020. Það er því mikilvægt að hver […]

Vorfundur flokksstjórnar – Leiðbeiningar um tillögur og ályktanir

Vorfundur flokksstjórnar verður haldinn laugardaginn 7. mars í Hljómahöllinni, Hjallavegi 2, 260 Reykjanesbæ. Á fundinum verður áhersla lögð á stefnumótun og samtal innan flokksins. Nánari dagskrá auglýst þegar nær dregur. Við hlökkum til að sjá þig! Hér getur þú sett daginn í rafrænt dagatal Flokksstjórnarfundir eru opnir öllum flokksfélögum og stuðningsmönnum, við hvetjum alla áhugasama […]