Entries by Karen Kjartansdóttir

Óskar Steinn ræðir málin í útvarpsþætti Jafnaðarmanna Íslands

Við kynnum með stolti Stjórnmálaspjallið, nýja hlaðvarpsþáttaröð í umsjón Óskars Steins Jónínusonar Ómarssonar, varaforseta Ungra jafnaðarmanna. Ef þér þykir vanta umræðu um það sem skiptir máli þá ættu þessir þættir að vera eitthvað fyrir þig! Athugaðu að þáttunum er bætt jafnharðan inn þannig enn á eftir að bætast í safnið.   Ójöfnuður á Íslandi Hversu mikill er […]

Kjarabarátta blaðamanna til umræðu á fundi Verkalýðsmálaráðs

Sunna Kristín Hilmarsdóttir, blaðamaður á Vísi og fulltrúi í samninganefnd blaðamanna mætir á fund Verkalýðsmálaráðs Samfylkingar á sunnudaginn 1. desember í húsnæði Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, Strandgötu 43 í Hafnarfirði á milli kl. 14 og 16. Fundarefnið er að þessu sinni kjör blaðamanna og kjarabarátta þeirra. Blaðamenn eru í einkennilegri stöðu því þeim er ætlað að […]

Mætum og ræðum framtíðarsamfélagið á miðvikudaginn!

Hjartanlega velkomin á súpufund í Sunnusal, Iðnó, miðvikudaginn 27.11.2019 kl. 17:00.   Hvert er samspil menntunar og nýsköpunar? Hvaða grunn þarf að leggja áherslu á til að geta byggt upp hugvitsdrifið atvinnulíf og samfélag á Íslandi? Dagskrá fundar: Menntun: Grunnur velferðarsamfélags  Logi Einarsson, alþingismaður og formaður Samfylkingarinnar Uppbygging hugvitsdrifings samfélags: Samspil menntunar og nýsköpunar Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Almannaróms […]

Gegn kvótabraski, skattaskjólum og spillingu

Ræðum leiðir gegn óábyrgum viðskiptaháttum, skattaskjólum og ægivaldi einstakra manna yfir sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar. Á morgun á milli klukkan 17 til 19 á Kaffi-Læk. Sjá einnig viðburð á Facebook.  Hvað á að gerast þegar fyrirtæki sem hafa aðgang að sameigilegri auðlind þjóðarinnar standa ekki undir trausti? Hvernig aukum við gegnsæi í viðskiptaháttum? Er hægt að […]

Hlustaðu á upplýsandi nýja hlaðvarðsþætti um mál í brennidepli

Við kynnum með stolti Stjórnmálaspjallið, nýja hlaðvarpsþáttaröð í umsjón Óskars Steins Jónínusonar Ómarssonar, varaforseta Ungra jafnaðarmanna. Í fyrsta þætti Stjórnmálaspjallsins ræðir Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson við Helgu Völu Helgadóttur, þingkonu Samfylkingarinnar, um málefni hælisleitenda og útlendinga. Helga Vala hefur sterkar skoðanir og víðtæka þekkingu á málefninu, en hún starfaði m.a. sem lögmaður fyrir hælisleitendur áður en hún tók […]

Samfylkingin tekur forystu í loftslagsmálum

Gert er ráð fyrir að dregið sé úr losun gróðurhúslofttegunda um 55% árið 2030, notkun jarðefnaeldsneytis verði hætt árið 2030, sérstakt embætti loftslagsráðherra verði sett og 2,5% af vergri landsframleiðsu til loftslagsaðgerða. Þetta er meðal sem fram kemur í ályktun um aðgerðir við loftslagsvá, sem samþykkt var á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar, 19. október í Austurbæ í […]

Sjálfbært Ísland – Ályktun og aðgerðalisti Samfylkingarinnar um aðgerðir við loftslagsvá

Ályktun flokksstjórnarfundar Samfylkingarinnar í Austurbæ, Reykjavík, 19. október 2019 um aðgerðir við loftslagsvá Flokksstjórnarfundurinn tekur undir kröfur skipuleggjenda loftslagsverkfallanna og skorar á ríkisstjórn Íslands að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Í því felst að ráðast í aðgerðir af þeim þrótti að dregið verði úr losun gróðurhúslofttegunda um a.m.k. 55% árið 2030.[1] Ísland setji stefnuna til […]

Dagskrá flokksstjórnarfundar Samfylkingarinnar!

Flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar í Austurbæ, laugardaginn 19. október  10:00 Innskráning hefst með setningu og morgunkaffi. 10:30 Nýjar hugmyndir í loftslagsmálum í hnattrænu samhengi Annette L. Bickford, sérfræðingur í loftslagsréttlæti ræðir nýjar hugmyndir í hnattrænu samhengi 11:00 Ræða formanns Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar 11:45 – 12:30 Hlé og hádegisverður með léttu ívafi 12:30 – 13:30 Tækifæri og áskoranir jafnaðarmanna í umhverfismálum á Íslandi Sævar […]

Taktu daginn frá! Flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar verður 19. október í Austurbæ

Flokksstjórnarfundur verður haldinn laugardaginn 19. október í Austurbæ, Snorrabraut 37. Félagar í Samfylkingunni eru hvattir til að mæta til að þétta raðirnar, huga að framtíðinni og því hvernig félagshyggjufólk nýtir Samfylkinguna sem farveg til að bæta samfélagið. Lausnir við aðsteðjandi verkefnum framtíðarinnar þurfa að koma frá almenningi og viðfangsefnin eru stór en meðal spurninga sem við […]