Entries by Karen Kjartansdóttir

Ellert B. Schram aftur á Alþingi

Þingmaðurinn spræki og markakóngurinn Ellert B. Schram tók sæti á Alþingi í dag. Eftir því sem við komumst næst er Ellert elsti maður sem hefur tekið sæti á Alþingi og slær þar með met frá 1902, þegar Sighvatur Árnason lauk þingsetu, þá 78 ára og 269 daga gamall. Ellert kom fyrst á þing fyrir 47 […]

Hvernig bætum við kjörin? ― lífskjörin

Verkalýðsmálaráð Samfylkingarinnar boðar til opins fundar í Iðnó með fulltrúum verkalýðshreyfingarinnar. Á fundinum verður leitað leiða til að svara því hvernig við bætum kjör almennings í landinu. Fundurinn hefst kl. 20 mánudaginn 26. nóvember. Frummælendur á fundinum verða:  Drífa Snædal, forseti ASÍ Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM og fyrrverandi ráðherra Samfylkingarinnar Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB […]

Taktu þátt í málefnastarfi Samfylkingarinnar

Við þurfum fólk með þekkingu og skoðanir, fólk af öllum gerðum, fólk sem brennur fyrir því að skapa gott samfélag.  Málefnastarf Samfylkingarinnar miðar að því að leggja flokknum til dýrmæta þekkingu og efnivið að stefnumörkun flokksins. Málefnanefndir Samfylkingarinnar, þurfa því að vera skipaðar jafnaðarmönnum úr öllum áttum, hvort sem þeir skilgreina sig helst sem venjuleg, […]

Heiða hlaut félagshyggjuverðlaun Ungra jafnaðarmanna

Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar, tók við félagshyggjuverðlaunum Ungra jafnaðarmanna á landsþingi hreyfingarinnar nú um helgina. Hlaut Heiða Björg verðlaunin vegna óþreytandi baráttu hennar gegn kynbundnu ofbeldi og frumkvæði í tengslum við #MeToo-byltinguna. Í tilkynningu frá Ungum jafnaðarmönnum segir meðal annars. „Heiða Björg hefur staðið í forsvari fyrir #MeToo-byltinguna hér á landi, en hún […]

Nýr formaður félags Ungra jafnaðarmanna

Nikólína Hildur Sveinsdóttir tók við embætti formanns Ungra jafnaðarmanna á landsþingi hreyfingarinnar í Hafnarfirði um helgina. Hún tekur við embættinu af Þórarni Snorra Sigurgeirssyni. Yfirskrift þingsins var „Herör gegn fátækt og ójöfnuði“ Í framkvæmdastjórn voru kjörin: Óskar Steinn Ómarsson Jónínuson varaformaður og viðburðastjóri, Marinó Örn Ólafsson gjaldkeri, Sonja Björg Jóhannsdóttir ritari, Margrét Steinunn Benediktsdóttir alþjóðaritari, […]

Móttaka og meðferð kvartana vegna eineltis og áreitni

Við minnum á að Samfylkingin hefur mótað stefnu og verklag til að takast á við tilkynningar um einelti og hvers kyns áreitni eða ofbeldi. Auk þess hafa siðareglur flokksins verið uppfærðar. Ráðist var í þessa vinnu til að geta komið til móts við ákall samfélagsins um breytingar í kjölfar #metoo-byltingarinnar. Á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar kynnti varaformaður okkar, […]

Algjör viðsnúningur á rekstri Samfylkingarinnar

Samfylkingin hefur skilað samstæðueikningi fyrir árið 2017 til Ríkisendurskoðunar. Hagnaður af rekstri flokksins nam 26,7 milljónum króna í árslok 2017 og var eigið fé jákvætt um 76,6 milljónir króna. Þetta er algjör viðsnúningur á stöðu flokksins frá árinu 2016 en þá nam tap af rekstri flokksins rúmlega 33,9 milljónir króna. Sveiflan á stöðu flokksins milli […]