Entries by Karen Kjartansdóttir

Jóhanna Vigdís verður starfandi formaður framkvæmdastjórnar fram í ágúst

Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir verður áfram starfandi formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar í fjarveru Ingu Bjarkar Bjarnadóttur, sem verður í leyfi fram yfir fyrstu helgina í ágúst. Jóhanna Vigdís, hefur verið starfandi formaður framkvæmdastjórnar frá því 8. apríl síðstaliðinn. Jóhanna er varaþingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður og framkvæmdastjóri Almannaróms, miðstöðvar um máltækni, sem hefur það meginhlutverk að tryggja að íslenskan […]

Sæmd fálkaorðu fyrir framlag í þágu mannréttinda og mannúðar

Guðrún Ögmundsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og fyrrverandi þingmaður, var í gær sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag í þágu mannúðar og jafnréttisbaráttu hinsegin fólks. Við hjá Samfylkingunni óskum Guðrúnu innilega til hamingju og sendum henni innilegt þakklæti fyrir það góða starf sem hún hefur unnið fyrir samfélagið og flokkinn í gegnum tíðina.  Guðrún hefur komið víða […]

Ný stefna borgarinnar í málefnum heimilislausra kynnt

Við minnum á fund Samfylkingarfélagsins í Reykjavík um batamiðaða skaðaminnkun og heimilislaust fólk. Fundurinn verður haldinn á Hallveigarstíg 1, miðvikudaginn 22. maí og hefst kl. 20. Á undanförnum misserum hefur Reykjavík verið að innleiða fjölda nýrra úrræða í málefnum heimilislausra og nýverið voru kynnt drög að nýrri stefnu í málefnum heimilislausra með miklar og flóknar […]

Aðalfundur Samfylkingarinnar í Hveragerði 28. apríl

Aðalfundur Samfylkingarinnar í Hveragerði verður haldinn 28. apríl nk. kl. 11 í Reykjamörk 1 í Hveragerði. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Reikningar félagsins lagðir fram. 3. Skýrslur nefnda sem starfa á vegum félagsins. 4. Breytingar á samþykktum. 5. Kosning stjórnar, fimm aðalmanna og tveggja til vara. 6. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga. 7. Önnur mál.

Bein útsending frá #metoo fundi stjórnmálaflokkanna

Í kjölfar #metoo byltingarinnar hafa stjórnmálaflokkar á Alþingi tekið höndum saman í annað sinn og efna til morgunverðarfundar á Grand Hótel Reykjavík mánudaginn 18. mars. Hægt er að horfa á fundinn í beinni hér. Fundurinn hefst klukkan 8:30 og stendur til 10:00. Þátttaka á fundinum er öllum opin og án endurgjalds, boðið verður upp á léttan […]

UPPFÆRÐ DAGSKRÁ Förum á flug! Flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar á Bifröst 16. mars

Opnað hefur verið fyrir skráningu á flokkstjórnarfund Samfylkingarinnar 2019! Yfirskrift viðburðarins er „Förum á flug“ og dagskráin gerir ráð fyrir spennandi stjórnmálaumræðu, t.d. um alþjóðamál, kjarabaráttuna og hlýnun jarðar. Skráðu þig hér: Grasrótin og stjórnmálastarfið framundan verður í brennidepli svo þetta er fullkomið tækifæri til að taka virkan þátt í umræðum og málefnahópum. Anna Steinsen, […]

Verkalýðsmálaráð Samfylkingarinnar býður í vöfflur á sunnudag

Vöfflukaffi sunnudaginn 3. mars á Hallveigarstíg 1, kl. 14 – 16.  Gestur fundarins er að þessu sinni Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM og fyrrverandi ráðherra Samfylkingarinnar. Verkalýðsmálaráð Samfylkingarinnar býður í vöfflukaffi á sunnudaginn kemur á skrifstofu flokksins Hallveigarstíg 1 ogmun fá til sín fólk úr verkalýðshreyfingunni til skrafs við okkur um stöðu mála auk þess sem […]

Góð hvatning og fróðlegur fyrirlestur frá Loga um þróunarstarf í Malaví

Samfylkingin vill að framlög landsins til þróunarsamvinnu nái að minnsta kosti viðmiðum Sameinuðu þjóðanna eða um 0,7% af þjóðartekjum. Framlögin eru nú 0,28% og stefna ríkisstjórnarinnar um að hækka framlögin upp í 0,35 lýsir í raun metnaðarleysi. Þetta er meðal þess sem Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, ræddi á fyrirlestri sem hann flutti í hádeginu á […]

Sanngjörn dreifing skattbyrðar – glærur frá fundi málefnanefndar um efnahagsmál

Efnahagsnefnd Samfylkingarinnar var að vanda með fróðlegan fund á Hallveigarstíg þriðjudaginn 19. febrúar í hádeginu. Á fundinum var farið yfir skattatillögur Eflingar og mætti Indriði H. Þorláksson, annar höfunda tillagnanna, á fundinn. Að lokinni kynningu var oprið fyrirfyrirspurnir og umræður en Bolli Héðinsson, formaður hópsins stýrði þeim. Glærur Indriða má finna á slóðinni hér: Sanngjörn dreifing […]

Yfirlit yfir fundi málefnanefnda á árinu og upplýsingar fyrir þá sem vilja slást í hópinn

Heil og sæl, Hér fyrir neðan gefur á að líta þá fundi sem hafa verið boðaðir á árinu á vegum málefnanefnda Samfylkingarinnar. Búið er að setja upp forláta fjarfundarbúnað í fundarherberginu á Hallveigarstíg en þeir sem eru skráðir í málefnastarfið fá slóð senda fyrir fundi þeirrar nefndar sem þeir eru skráðir í. Í sumum tilfellum […]