Entries by Solveig

Samfylkingin fordæmir aðskilnað barna og foreldra við landamæri Bandaríkjanna

Þingflokkur og framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar sendi frá sér eftirfarandi yfirlýsingu þann 20.06.2018. Samfylkingin fordæmir harðlega það framferði Bandaríkjastjórnar að aðskilja börn og foreldra við landamæri Bandaríkjanna til suðurs og krefst þess að íslensk stjórnvöld bregðist tafarlaust við þessum brotum á réttindum barna og flóttafólks. Það á ekki að líðast að börn séu notuð sem skiptimynt í […]

Fréttatilkynning: Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar óraunsæ og ósanngjörn

Þingflokkur Samfylkingarinnar boðaði til blaðamannafundar 7. júní kl. 10. Jafnframt sendi hann frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu:   Þingflokkur Samfylkingarinnar telur fjármálaáætlun meirihlutans byggja á óraunhæfum forsendum og muni ýta undir frekari ójöfnuð í samfélaginu og skammarleg kjör ákveðinna hópa samfélagsins. Þrátt fyrir fjölmargar og grafalvarlegar athugasemdir, frá mörgum umsagnaraðilum, við tæplega 5.000 milljarða króna fjármálaáætlun […]

Guðjón S. Brjánsson í eldhúsdagsumræðum Alþingis

Eldhúsdagsumræður Alþingis fóru fram 4. júní. Guðjón S. Brjánsson tók til máls í þriðju umferð. Virðulegur forseti, kæru landsmenn. Vorið er gengið í garð með fyrirheit um gróðurríkt sumar og yl í lofti. Ungt fólk fagnar um þessar mundir áföngum í framhalds- og háskólum, bændur yrkja jörðina, húseigendur stússa í görðum sínum,  börn fæðast í […]

Ágúst Ólafur í eldhúsdagsumræðum Alþingis

Eldhúsdagsumræður Alþingis fóru fram 4. júní. Ágúst Ólafur Ágústsson tók til máls í annari umferð.   Kæru landsmenn Það er nokkuð sérkennileg tilfinning að vera kjörinn aftur á Alþingi eftir 8 ára fjarveru. Ýmislegt hefur breyst en annað ekki. Eftir hrun var ákall um meiri samstöðu inni á þingi og eru mikil loforð í stjórnarsáttmálanum […]

Oddný í eldhúsdagsumræðum Alþingis

Eldhúsdagsumræður Alþingis fóru fram 4. júní en Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar tók fyrst til máls.   Herra forseti góðir landsmenn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur starfað í sex mánuði. Ríkisstjórnin fékk mikinn stuðning í fyrstu enda átti hún að hafa breiða skírskotun og sætta sjónarmið frá vinstri til hægri. Flokkarnir höfðu lofað miklu fyrir kosningar og […]

Yfirlýsing frá þingflokki Samfylkingarinnar

Alþingi hefur ríkt eftirlitshlutverk með störfum ráðherra. Komi það í ljós að félags- og jafnréttismálaráðherra eða ráðuneyti hans hafi leynt velferðarnefnd og Alþingi mikilvægum gögnum er varðar málefni Barnaverndarstofu og öryggi og velferð barna, hefur það ótvírætt áhrif á stöðu ráðherrans. Fulltrúar í velferðarnefnd munu um helgina fara ítarlega yfir trúnaðargögn um málið og stefnt […]

Raddir kvenna í sveitarstjórnarkosningum – húsfyllir

Kvennahreyfing Samfylkingar stóð fyrir stórkostlegum viðburði í kosningamiðstöð Samfylkingarinnar í Reykjavík við Hjartagarðinn í gær þann 26.04. 2018. Tilgangur viðburðarins var að stefna saman frambjóðendum til sveitastjórna víða af landinu og kraftmiklum konum til þess að spjalla saman um málefni komandi kosninga og blása hvorri annarri baráttuandann í brjóst. Sex konur í forystu á listum […]

Stöðvum ofbeldið í Sýrlandi

Samfylkingin fordæmir aðgerðir Tyrkja gegn kúrdískum borgurum í Afrín í Norður Sýrlandi. Í síðustu viku voru liðin sjö ár síðan stríðið í Sýrlandi hófst án þess að friður sé í augsýn, en um hálf milljón manns hafa látist í átökunum. Þann 20. janúar hófu tyrkneskar hersveitir árásir gegn Kúrdum og tóku nú í síðustu viku […]

Samfylkingin gegn ofbeldi, áreitni og einelti

Samfylkingin hefur það í stefnu sinni að beita sér gegn hvers kyns ofbeldi og áreitni. Á landsfundi Samfylkingarinnar sem fram fór á Reykjavík Natura 2. – 3. mars samþykkti flokkurinn nýja metnaðarfulla stefnu og viðbragðsáætlun gegn einelti og áreitni. Einnig voru samþykktar uppfærðar siðareglur og verklag um móttöku og meðferð umkvartana vegna eineltis og áreitni […]

Freyja ráðin aðstoðarmaður formanns Samfylkingarinnar

Freyja Steingrímsdóttir, stjórnmála- og upplýsingaráðgjafi, hefur verið ráðin pólitískur ráðgjafi Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar. Freyja hefur síðustu ár starfað við stjórnun herferða og almannatengsl, nú síðast fyrir Festu – miðstöð um samfélagsábyrgð fyrirtækja. Þá hefur hún meðal annars starfað sem verkefnastjóri fyrir Evrópuþingkosningar, unnið að upplýsingamálum fyrir Eftirlitsstofnun EFTA og sinnt stjórnmála- og upplýsingaráðgjöf víða […]