Entries by Solveig

Logi: „Ósamstíga og hugmyndasnauð ríkisstjórn“

Ræða Loga Einarssonar formanns Samfylkingarinnar í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi þann 11. september 2019.   Herra forseti. Hæstvirtur forsætisráðherra vék örfáum orðum að aðgerðum ríkisstjórnarinnar í þágu jöfnuðar en óþarflega fáum í hitt: Hversu eitrandi áhrif vaxandi eignaójöfnuður hefur á samfélög. Líka íslenskt. Einhverjir freistast kannski til að segja að hér sé allt í […]

Fjárfestum í framtíðinni og verjum velferðina

Samfylkingin lagði í dag fram 10 breytingatillögur við fjármálaáætlun sem taka til sérhvers árs í áætluninni. Samfylkingin telur að ríkisstjórnin taki skref aftur á bak með breytingartillögum við eigin fjármálaáætlun. Ríkisstjórnin ætlar að láta þá hópa sem sátu eftir í uppsveiflunni taka höggið af niðursveiflunni; öryrkja, námsmenn, aldraða og fjölskyldur með lágar- eða meðaltekjur. Breytingar […]

Þingslályktunartillaga um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks samþykkt á Alþingi

Alþingi tók nú í dag risastórt sögulegt skref og samþykkti þingsályktunartillögu um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Með þessu verður Ísland eitt fyrsta landið í heimi til að lögfesta samninginn og mun það stórbæta réttindi fatlaðs fólks og öryrkja á Íslandi. Málið er lagt fram að frumkvæði Samfylkingarinnar en Ágúst Ólafur Ágústsson […]

Áhugaverðir fundir hjá Samfylkingunni

Samfylkingarfélögin hafa verið öflug undanfarnar vikur og haldið áhugaverða fundi. Sævar Helgi Bragason stjörnufræðingur og umsjónarmaður þáttarins „Hvað höfum við gert“ á RÚV mætti á sameiginlegan fund Kópavogs og Hafnarfjarðarfélaganna um loftslagsvandann og fór yfir leiðir  sem samfélagið, ekki síst sveitarfélögin, geta horft til í baráttunni gegn þessari miklu vá. Fundurinn var einkar vel sóttur […]

Ályktanir á flokksstjórnarfundi

Flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar fór fram á laugardaginn á Bifröst, um 150 jafnaðarmenn af öllu landinu tóku þátt í fundinum. Flokksfélagar voru  virkir í undirbúningi flokksstjórnarfundar og fyrir fundinn lágu 11 ályktanir. Fjórar ályktanir voru samþykktar og sjö vísað til málefnanefndar eða stjórnar flokksins. Tillögur sem hlutu samþykki: Ályktun 9.1. Loftslagsmál  „Nýjustu rannsóknir í loftslagsmálum sýna að næstu […]

Þingflokkur Samfylkingarinnar styður framkomnar skattahugmyndir ASÍ

Þriðjudaginn 19. febrúar 2019 sendi þingflokkur Samfylkingarinnar frá sér yfirlýsingu um stuðning við skattahugmyndir ASÍ. Þingflokkur Samfylkingarinnar styður framkomnar skattahugmyndir Alþýðusambands Íslands, enda eru þær í takti við stefnu flokksins. Þingflokkurinn hvetur til þess að unnið verði eftir þessum hugmyndum við útfærslu breytinga á skattkerfinu. Með því mun draga úr ójöfnuði á Íslandi og allt […]

Flokkahópur jafnaðarmanna í Norðurlandaráði leitar að framkvæmdastjóra

Flokkahópur jafnaðarmanna í Norðurlandaráði leitar af jafnaðarmanni með góða þekkingu á Norðurlöndum og norrænum stjórnmálum. Viðkomandi þarf að vera með mikla skipulagshæfileika, reynslu af stjórnmálastarfi og fjármálastjórnun ásamt því að vera með viðeigandi menntun. Mikilvægt er að hafa mikla þekkingu á verkalýðshreyfingum á Norðurlöndum og forsenda ráðningar er að vera skráður í jafnaðarmannaflokk á Norðurlöndum. […]

Forgangsröðum til framtíðar

Ríkisstjórnin tekur skref aftur á bak með breytingartillögum við eigið fjárlagafrumvarp. Það tryggir hvorki félagslegan né efnahagslegan stöðugleika og vanrækir félagslega innviði. Ekki er heldur ráðist í nauðsynlega tekjuöflun til að tryggja grunnþætti velferðarkerfisins. Nú sjáum við fram á niðursveiflu og þeir fyrstu sem fá að finna fyrir henni eru þeir sömu og sátu eftir […]

Pétur Hrafn nýr formaður Sveitarstjórnaráðs Samfylkingarinnar

Pétur Hrafn Sigurðsson bæjarfulltrúi úr Kópavogi var kjörinn formaður stjórnar Sveitarstjórnarráðs Samfylkingarinnar á aðalfundi þess sem fór fram í Reykjavík föstudaginn 12. október s.l. Hann tekur við formennsku af Ólafi Þór Ólafssyni sem hefur verið formaður frá árinu 2014. Í stjórn með Pétri voru kjörin Guðrún Ögmundsdóttir frá Reykjavík, Magni Þór Harðarson frá Fjarðabyggð, Ólafur […]

Flokksstjórnarfundur 13. október

Flokksstjórnarfundur verður haldinn laugardaginn 13. október  á Hótel Reykjavík Natura. Flokksstjórnarfundir eru opnir öllum flokksfélögum og stuðningsmönnum, við hvetjum áhugasama til að mæta og taka virkan þátt í flokksstarfinu. Einungis kjörnir fulltrúar í flokksstjórn hafa þó atkvæðisrétt á fundinum. Við upphaf fundar er innheimt kaffigjald.  Við hlökkum til að sjá þig! Tökumst á við framtíðina – […]