Entries by Solveig

Þingflokkur Samfylkingarinnar styður framkomnar skattahugmyndir ASÍ

Þriðjudaginn 19. febrúar 2019 sendi þingflokkur Samfylkingarinnar frá sér yfirlýsingu um stuðning við skattahugmyndir ASÍ. Þingflokkur Samfylkingarinnar styður framkomnar skattahugmyndir Alþýðusambands Íslands, enda eru þær í takti við stefnu flokksins. Þingflokkurinn hvetur til þess að unnið verði eftir þessum hugmyndum við útfærslu breytinga á skattkerfinu. Með því mun draga úr ójöfnuði á Íslandi og allt […]

Flokkahópur jafnaðarmanna í Norðurlandaráði leitar að framkvæmdastjóra

Flokkahópur jafnaðarmanna í Norðurlandaráði leitar af jafnaðarmanni með góða þekkingu á Norðurlöndum og norrænum stjórnmálum. Viðkomandi þarf að vera með mikla skipulagshæfileika, reynslu af stjórnmálastarfi og fjármálastjórnun ásamt því að vera með viðeigandi menntun. Mikilvægt er að hafa mikla þekkingu á verkalýðshreyfingum á Norðurlöndum og forsenda ráðningar er að vera skráður í jafnaðarmannaflokk á Norðurlöndum. […]

Forgangsröðum til framtíðar

Ríkisstjórnin tekur skref aftur á bak með breytingartillögum við eigið fjárlagafrumvarp. Það tryggir hvorki félagslegan né efnahagslegan stöðugleika og vanrækir félagslega innviði. Ekki er heldur ráðist í nauðsynlega tekjuöflun til að tryggja grunnþætti velferðarkerfisins. Nú sjáum við fram á niðursveiflu og þeir fyrstu sem fá að finna fyrir henni eru þeir sömu og sátu eftir […]

Pétur Hrafn nýr formaður Sveitarstjórnaráðs Samfylkingarinnar

Pétur Hrafn Sigurðsson bæjarfulltrúi úr Kópavogi var kjörinn formaður stjórnar Sveitarstjórnarráðs Samfylkingarinnar á aðalfundi þess sem fór fram í Reykjavík föstudaginn 12. október s.l. Hann tekur við formennsku af Ólafi Þór Ólafssyni sem hefur verið formaður frá árinu 2014. Í stjórn með Pétri voru kjörin Guðrún Ögmundsdóttir frá Reykjavík, Magni Þór Harðarson frá Fjarðabyggð, Ólafur […]

Flokksstjórnarfundur 13. október

Flokksstjórnarfundur verður haldinn laugardaginn 13. október  á Hótel Reykjavík Natura. Flokksstjórnarfundir eru opnir öllum flokksfélögum og stuðningsmönnum, við hvetjum áhugasama til að mæta og taka virkan þátt í flokksstarfinu. Einungis kjörnir fulltrúar í flokksstjórn hafa þó atkvæðisrétt á fundinum. Við upphaf fundar er innheimt kaffigjald.  Við hlökkum til að sjá þig! Tökumst á við framtíðina – […]

Flokksstjórnarfundur

Boðað hefur verið til flokksstjórnarfundar 13. október 2018. Fundurinn verður haldinn á Reykjavík Natura. Formannafundur verður haldinn í tensglum við fundinn. Nánari dagskrá verður auglýst síðar.        

Ræða Loga Einarssonar á hátíðarfundi Alþingis á Þingvöllum

Formaður Samfylkingarinnar, Logi Einarsson, flutti eftirfarandi ræðu á hátíðarfundi Alþingis sem haldinn var fimmtudaginn 18. júlí 2018 kl. 14 að Lögbergi á Þingvöllum til að minnast 100 ára afmælis fullveldisins.   Herra forseti, forseti Íslands, kæra þjóð. Skáldið Einar Bragi orti í Báruljóði:   Lítill kútur – lék í fjöru – og hló, báran hvíta […]

Staða framkvæmdastjóra

Samfylkingin – jafnaðarmannaflokkur Íslands auglýsir eftir umsóknum um starf framkvæmdastjóra. Samfylkingin er fjöldahreyfing og telur félaga og aðildarfélög um allt land. Við leitum að manneskju til að hjálpa okkur að halda áfram að vaxa og dafna. Starfið er skemmtilegt, krefjandi og oft á tíðum óútreiknanlegt, því leitum við að lausnarmiðuðum og sveigjanlegum einstaklingi sem er […]

Kjaradeila ljósmæðra – bókun Samfylkingarinnar á fundi velferðarnefndar Alþingis

Á fundi velferðarnefndar 3. júlí 2018, lagði þingmaður Samfylkingarinnar, Guðjón S. Brjánsson, fram eftirfarandi bókun: Síðastliðna 10 mánuði hafa ljósmæður barist fyrir því að fá laun sín leiðrétt en samningaviðræður Ljósmæðrafélags Íslands og íslenska ríkisins engu skilað. Með hverjum mánuðinum sem líður horfum við fram á fleiri uppsagnir og nú er að skapast það hættuástand […]

Samfylkingin fordæmir aðskilnað barna og foreldra við landamæri Bandaríkjanna

Þingflokkur og framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar sendi frá sér eftirfarandi yfirlýsingu þann 20.06.2018. Samfylkingin fordæmir harðlega það framferði Bandaríkjastjórnar að aðskilja börn og foreldra við landamæri Bandaríkjanna til suðurs og krefst þess að íslensk stjórnvöld bregðist tafarlaust við þessum brotum á réttindum barna og flóttafólks. Það á ekki að líðast að börn séu notuð sem skiptimynt í […]