Entries by Solveig

Hvernig læknum við heilbrigðiskerfið – opinn fundur í Iðnó

Samfylkingin bauð til fundar um heilbrigðismál í IÐNÓ á miðvikudagskvöldið 29. febrúar. Fundurinn var vel sóttur enda liggur mikið við þar sem við stöndum frammi fyrir hættuástandi á bráðamóttöku Landspítala og heilbrigðisstofnanir eru vanfjármagnaðar um land allt. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður velferðarnefndar Alþingis stýrði fundinum og opnaði hann með því að segja […]

Fjársvelti og undirmönnun í heilbrigðiskerfinu óboðleg

Mánudaginn 13. janúar 2020 sendi þingflokkur Samfylkingarinnar frá sér eftirfarandi ályktun:   Ályktun frá þingflokki Samfylkingarinnar Lýsingar á aðstæðum sjúkra og vinnuumhverfi starfsfólks á bráðamóttöku og öðrum deildum Landspítalans sýna að ástandið þar er ekki sæmandi velferðarsamfélagi eða okkur sem þjóð. Staðan á Landspítalanum er með öllu ólíðandi fyrir sjúklinga, aðstandendur og starfsfólk. Landspítalinn og […]

Guðjón skorar á Heilbrigðisráðherra að nýta Sjúkrahúsið á Akranesi í meira mæli til framkvæmda biðlistaaðgerða og stytta þar með biðlista

Guðjón S. Brjánsson skorar á Heilbrigðisráðherra að nýta sér þá kostnaðargreiningu sem þegar hefur farið fram varðandi liðskiptaaðgerðir og hafa leitt í ljós að hægt er að framkvæma slíkar aðgerðir á hagstæðari hátt á Sjúkrahúsinu á Akranesi heldur en annars staðar. Hér er ræðan í fullri lengd. Virðulegur forseti. Um helgina var greint frá því […]

Aðalfundur Fulltrúaráðs Samfylkingarinnar í Reykjavík 

Framkvæmdastjórn Fulltrúaráðs Samfylkingarfélaganna í Reykjavík boðar til aðalfundar Fulltrúaráðsins mánudaginn 28.október 2019 kl. 19:30 að Hallveigarstíg 1. Dagskrá fundarins er eftirfarandi í samræmi við lög Fulltrúaráðsins: Skýrslu framkvæmdastjórnar Ársreikninga og árshlutareikning þess árs sem aðalfundur er haldinn Skýrslur aðildarfélaga Skýrslur þingsveitar og borgarstjórnarflokks Lagabreytingar Ákvörðun um árgjöld til Fulltrúaráðs Samfylkingarinnar í Reykjavík Kjör framkvæmdastjórnar Kjör […]

Logi: „Ósamstíga og hugmyndasnauð ríkisstjórn“

Ræða Loga Einarssonar formanns Samfylkingarinnar í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi þann 11. september 2019.   Herra forseti. Hæstvirtur forsætisráðherra vék örfáum orðum að aðgerðum ríkisstjórnarinnar í þágu jöfnuðar en óþarflega fáum í hitt: Hversu eitrandi áhrif vaxandi eignaójöfnuður hefur á samfélög. Líka íslenskt. Einhverjir freistast kannski til að segja að hér sé allt í […]

Fjárfestum í framtíðinni og verjum velferðina

Samfylkingin lagði í dag fram 10 breytingatillögur við fjármálaáætlun sem taka til sérhvers árs í áætluninni. Samfylkingin telur að ríkisstjórnin taki skref aftur á bak með breytingartillögum við eigin fjármálaáætlun. Ríkisstjórnin ætlar að láta þá hópa sem sátu eftir í uppsveiflunni taka höggið af niðursveiflunni; öryrkja, námsmenn, aldraða og fjölskyldur með lágar- eða meðaltekjur. Breytingar […]

Þingslályktunartillaga um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks samþykkt á Alþingi

Alþingi tók nú í dag risastórt sögulegt skref og samþykkti þingsályktunartillögu um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Með þessu verður Ísland eitt fyrsta landið í heimi til að lögfesta samninginn og mun það stórbæta réttindi fatlaðs fólks og öryrkja á Íslandi. Málið er lagt fram að frumkvæði Samfylkingarinnar en Ágúst Ólafur Ágústsson […]

Áhugaverðir fundir hjá Samfylkingunni

Samfylkingarfélögin hafa verið öflug undanfarnar vikur og haldið áhugaverða fundi. Sævar Helgi Bragason stjörnufræðingur og umsjónarmaður þáttarins „Hvað höfum við gert“ á RÚV mætti á sameiginlegan fund Kópavogs og Hafnarfjarðarfélaganna um loftslagsvandann og fór yfir leiðir  sem samfélagið, ekki síst sveitarfélögin, geta horft til í baráttunni gegn þessari miklu vá. Fundurinn var einkar vel sóttur […]

Ályktanir á flokksstjórnarfundi

Flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar fór fram á laugardaginn á Bifröst, um 150 jafnaðarmenn af öllu landinu tóku þátt í fundinum. Flokksfélagar voru  virkir í undirbúningi flokksstjórnarfundar og fyrir fundinn lágu 11 ályktanir. Fjórar ályktanir voru samþykktar og sjö vísað til málefnanefndar eða stjórnar flokksins. Tillögur sem hlutu samþykki: Ályktun 9.1. Loftslagsmál  „Nýjustu rannsóknir í loftslagsmálum sýna að næstu […]

Þingflokkur Samfylkingarinnar styður framkomnar skattahugmyndir ASÍ

Þriðjudaginn 19. febrúar 2019 sendi þingflokkur Samfylkingarinnar frá sér yfirlýsingu um stuðning við skattahugmyndir ASÍ. Þingflokkur Samfylkingarinnar styður framkomnar skattahugmyndir Alþýðusambands Íslands, enda eru þær í takti við stefnu flokksins. Þingflokkurinn hvetur til þess að unnið verði eftir þessum hugmyndum við útfærslu breytinga á skattkerfinu. Með því mun draga úr ójöfnuði á Íslandi og allt […]