Entries by tomas

Fjárfestum í framtíðinni og verjum velferðina

Samfylkingin kynnti á blaðamannafundi í morgun 13 breytingartillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2020 upp á 20 milljarða. Tillögur Samfylkingarinnar eru að öllu leyti fjármagnaðar. Fjárlagafrumvarpið opinberar vanmátt ríkisstjórnarinnar til að takast á við ójöfnuð annars vegar og framtíðina hins vegar. Félagslegir innviðir samfélagsins eru vanræktir, heilbrigðisstofnanir og framhaldsskólar fá raunlækkanir og barnafólk og örykjar […]

Hugsum smátt-fyrst

Smiðurinn – saumakonan – gistihúsaeigandinn – forritarinn – múrarinn og listamaðurinn. Kraftmikið og fjölbreytt atvinnulíf er grunnurinn að góðri og öflugri almannaþjónustu, sem við reiðum okkur á allt lífið. Það vill alltof oft gleymast að langflest þessara fyrirtækja eru agnarlítil og rekin af harðduglegu fólki sem rekst áfram af áhuga á starfinu, hugsar fyrst og […]

Loftslagsmál og kjaramál í forgrunni á flokksstjórnarfundi

Flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar fór fram í Austurbæ í dag. Hátt í 200 jafnaðarmenn af öllu landinu tóku þátt. Fjórar ályktanir voru lagðar fyrir fundinn. Þar af voru þrjár ályktanir samþykktar og einni vísað til málefnanefnda flokksins til frekari vinnslu. Þar má nefna metnaðarfulla ályktun um aðgerðir í loftslagsmálum og einnig lýsir flokksstjórn stuðningi við kjarabaráttu opinbera […]

Dagskrá flokksstjórnarfundar

Flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar í Austurbæ, laugardaginn 19. október  10:00 Innskráning hefst með setningu og morgunkaffi. 10:30 Nýjar hugmyndir í loftslagsmálum í hnattrænu samhengi Annette L. Bickford, sérfræðingur í loftslagsréttlæti ræðir nýjar hugmyndir í hnattrænu samhengi 11:00 Ræða formanns Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar 11:45 – 12:30 Hlé og hádegisverður með léttu ívafi 12:30 – 13:30 Tækifæri og áskoranir jafnaðarmanna í umhverfismálum á Íslandi Sævar […]

Ræða Loga á flokksstjórnarfundi

Hér má lesa ræðu Loga sem hann flutti á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar 19. okt: Ágæta flokksstjórn, góðir félagar. Pólitík er vissulega skrítin skepna og það getur verið snúið að umgangast hana. Flokkar falla oft í þá gryfju að eyða megnið af tímanum í að eltast við duttlunga hennar í stað þess að stjórna henni. Auðvitað þurfum […]

Samfylking og Píratar leggja til grænan samfélagssáttmála

Samfylkingin og Píratar hafa lagt fram þingsályktunartillögu um grænan samfélagssáttmála sem tekur til allra sviða þjóðlífs. Síðastliðið vor lögðu flokkarnir báðir fram svipaðar tillögur en með framlagningu þessa þingmáls eru tillögur flokkanna sameinaðar. Þótt aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum sé ágætt fyrsta skref gengur hún of skammt og er of litlu fjármagni varið í loftslagsaðgerðir. Ísland […]

Evrópusambandið er Imagine

Hérna má lesa einstaklega fallega ræðu Guðmundar Andra um Evrópusamstarfið sem hann flutti í dag í umræðum um EES skýrsluna.    Virðulegi forseti mig langar að hefja mál mitt hér á því að fara með nokkrar línur úr þekktum sálmi. Ímyndið ykkur ekkert himnaríki sem er auðvelt ef maður reynir ekkert helvíti undir okkur og […]

Frumvarp um að lífeyrir öryrkja og eldri borgara fylgi þróun lágmarkslauna í samræmi við kjarasamninga

Formaður Samfylkingarinnar Logi Einarsson, mælti í dag fyrir frumvarpi Samfylkingarinnar þess efnis að lífeyrir öryrkja og eldri borgara fylgi þróun lágmarkslauna í samræmi við kjarasamninga sem undirritaðir voru á síðasta misseri. Um stórt réttlætismál er að ræða og mun þingflokkur Samfylkingarinnar þrýsta á að frumvarpið verði samþykkt. Með frumvarpinu er lagt til að elli- og […]

Hvorki verið að verja velferðina né fjárfesta í framtíðinni

Helstu gagnrýnisatriði Samfylkingarinnar á fjárlög ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2020 : 1.000 milljarða kr. fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar nær ekki að mæta þeim loforðum sem gefin voru fjölskyldufólki, öryrkjum og námsmönnum. Fátt kem­u á óvart í frumvarpinu enda bygg­ist frum­varpið á fjár­mála­áætl­un­inni sem var samþykkt í vor. Við gagnrýndum áætlunina harðlega og sett­um fram breyt­ingar­til­lög­ur um að standa […]

Helga Vala nýr formaður velferðarnefndar Alþingis

Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar, er nýr formaður vel­ferðar­nefnd­ar Alþing­is. Samkvæmt samkomulagi Samfylkingarinnar og Pírata mun þingmaður Pírata taka við formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd af Helgu Völu. Hún var kjörin á Alþingi fyrir Samfylkinguna í Reykjavíkurkjördæmi norður í alþingiskosningunum árið 2017. Í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra 11. september talaði Helga um misnotkun á lyfseðilsskyldum […]