Entries by tomas

Íhaldssöm fjármálastefna ógnar stöðugleika

Efnahagslegar forsendur fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar eru brostnar áður en hún kemur til umræðu á Alþingi. Ríkisstjórnin hefur komið þjóðarbúinu í spennitreyju sem mun bitna á ungu fólki, fólki með lágar- og millitekjur, öryrkjum, eldri borgurum og á þeim sem þurfa helst á þjónustu ríkisins að halda. Forsendur áætlunarinnar eru óraunsæjar og augljóst er að bregðast verður við […]

Stjórnmálaályktun Samfylkingarinnar – samþykkt á flokksstjórnarfundi

Eftirfarandi stjórnmálaályktun var samþykkt á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar sem haldinn var í Háskólanum á Bifröst 16. mars 2019. Stjórnmálaályktun Flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar – 16. mars 2019 Samfylkingin telur nauðsynlegt að leysa íslenskt samfélag úr greipum stöðnunar og íhalds sem allra fyrst. Hér þarf að byggja upp samkeppnishæft velferðarþjóðfélag að norrænni fyrirmynd þar sem ungir og aldnir geta […]

Ræða Loga á Flokksstjórnarfundi

Flokkstjórnarfundur Samfylkingarinnar á Bifröst Ræða formanns   Lífið er dásamlega flókið og samfélag mannanna hefur þróast út frá staðháttum og gjöfum jarðar. Með mögnuðu hugviti höfum við snúið mörgu af því sem áður voru ógnir í tækifæri – en þessi ofurfærni hefur þó leitt til  þess að við ofbeitum jörðina. Örlög lífs á jörðinni mun […]

Jöfn tækifæri fyrir fólk af erlendum uppruna

Í vikunni talaði Guðjón S. Brjánsson fyrir þingsályktunartillögu um mótun stefnu sem eflir fólk af erlendum uppruna til þátttöku í íslensku samfélagi. Hann vakti líka athygli á tillögunni undir liðnum störfum þingsins þar sem hann einnig greindi frá þeirri stöðu sem er uppi í málefnum innflytjenda. Tillagan felur í sér að Alþingi álykti að fela […]

Samfylkingin styður Öryrkjabandalag Íslands

Þingflokkur Samfylkingarinnar krefst þess að ríkisstjórnin gefi þegar í stað út yfirlýsingu um til hvaða ráðstafana verði gripið til að leiðrétta þær búsetuskerðingar sem öryrkjar hafa ranglega orðið fyrir um margra ára skeið. Óljós og misvísandi skilaboð Tryggingastofnunar annars vegar og ráðherra hins vegar eru með öllu óboðleg. Skerðingarnar hafa bitnað harkalega á yfir 1000 […]

Jómfrúarrræða Bjarts Aðalbjörnssonar

Bjartur Aðalbjörnsson settist á þing í fyrsta skipti í vikunni í stað Loga Einarssonar og hélt jómfrúarræðu sína í dag. Ræðan hans fjallaði um skattkerfið og hvernig hægt er að nýta það til að gefa öllum jöfn tækifæri.  Bjartur ætlar að láta til sín taka inn á þingi og ætlar að beita sér fyrir raforkuöryggi […]

Ályktun framkvæmdarstjórnar um upptökurnar af Klaustri

Framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar fordæmir ummæli þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins sem féllu á veitingastaðnum Klaustri þriðjudagskvöldið 20. nóvember. Hegðun af því tagi er engum sæmandi og allra síst kjörnum fulltrúum á Alþingi Íslendinga. Sárt er að verða vitni að samtali sem opinberar slíka mannfyrirlitningu. Vandséð er hvernig hægt sé að ætlast til þess að samstarfsfólk þingmannanna […]

Ræða Loga á flokkstjórnarfundi

Kæru félagar. Við höfum öll mismunandi sýn á lífið og það gerir tilveruna margslungna, fjölbreytta og dásamlega. Hins vegar lita aðstæður, hvers og eins, frásögnina og það finnst því miður allt of margt fólk sem býr við svo slæmar aðstæður að myndin sem það dregur upp verður óhjákvæmlega dökk, og því finnst ekkert benda til […]

Átta lausnir Samfylkingarinnar til að leysa húsnæðisvandann

Samfylkingin hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar um aðgerðir í húsnæðismálum þar sem Alþingi er falið að gera skýra og fjármagnaða aðgerðaáætlun til að bregðast við því alvarlega ástandi sem komið er upp á húsnæðismarkaði – að miklu leyti vegna vöntunar á heildstæðri stefnumótun og framtíðarsýn síðustu ríkisstjórna. Átta aðgerðir eru lagðar fram í tillögunni […]

Samfylkingin leggur fram umbyltingu í þágu barna

Samfylkingin hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar um að fela ríkisstjórninni að gera tímasetta og fjármagnaða aðgerðaáætlun fyrir árin 2019– 2022, til að styrkja stöðu barna, ungmenna og fjölskyldna þeirra hér á landi. Málið er ein umfangsmesta tilaga í málefnum barna á Ísland og hljóti hún samþykki verður það umbylting í málaflokknum. 49 aðgerðir eru […]