Entries by tomas

Ályktun framkvæmdarstjórnar um upptökurnar af Klaustri

Framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar fordæmir ummæli þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins sem féllu á veitingastaðnum Klaustri þriðjudagskvöldið 20. nóvember. Hegðun af því tagi er engum sæmandi og allra síst kjörnum fulltrúum á Alþingi Íslendinga. Sárt er að verða vitni að samtali sem opinberar slíka mannfyrirlitningu. Vandséð er hvernig hægt sé að ætlast til þess að samstarfsfólk þingmannanna […]

Ræða Loga á flokkstjórnarfundi

Kæru félagar. Við höfum öll mismunandi sýn á lífið og það gerir tilveruna margslungna, fjölbreytta og dásamlega. Hins vegar lita aðstæður, hvers og eins, frásögnina og það finnst því miður allt of margt fólk sem býr við svo slæmar aðstæður að myndin sem það dregur upp verður óhjákvæmlega dökk, og því finnst ekkert benda til […]

Átta lausnir Samfylkingarinnar til að leysa húsnæðisvandann

Samfylkingin hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar um aðgerðir í húsnæðismálum þar sem Alþingi er falið að gera skýra og fjármagnaða aðgerðaáætlun til að bregðast við því alvarlega ástandi sem komið er upp á húsnæðismarkaði – að miklu leyti vegna vöntunar á heildstæðri stefnumótun og framtíðarsýn síðustu ríkisstjórna. Átta aðgerðir eru lagðar fram í tillögunni […]

Samfylkingin leggur fram umbyltingu í þágu barna

Samfylkingin hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar um að fela ríkisstjórninni að gera tímasetta og fjármagnaða aðgerðaáætlun fyrir árin 2019– 2022, til að styrkja stöðu barna, ungmenna og fjölskyldna þeirra hér á landi. Málið er ein umfangsmesta tilaga í málefnum barna á Ísland og hljóti hún samþykki verður það umbylting í málaflokknum. 49 aðgerðir eru […]

Njörður Sigurðsson-Jómfrúarræða

Njörður kemur inn á Alþingi í fjarveru Oddnýjar Harðardóttur sem sinnir hlutverki sínu í Norðurlandaráði í Nuuk þessa dagana. Við bjóðum Njörð hjartanlega velkominn og óskum honum góðs gengis. Í dag flutti hann Jómfrúarræðu og spurði í henni Mennta- og menningarmálaráðherra um RÚV. Herra forseti Síðastliðinn miðvikudag kynnti hæstvirtur mennta- og menningarmálaráðherra á blaðamannafundi hugmyndir […]

Gerum líf fólks auðveldara og ódýrara-ræða Ágústs

Ræða Ágústs Ólafs Ágústssonar í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi þann 12. september 2018.     Kæru Íslendingar Í þessari viku mun einn Íslendingur deyja vegna ofneyslu lyfja. Í þessari viku mun einn Íslendingur fremja sjálfsvíg. Í þessari viku búa 6000 íslensk börn við fátækt og í þessari viku búa um hundrað eldri borgarar á […]

Besta mögulega Ísland fyrir alla, ekki bara suma – ræða Albertínu

Ræða Albertínu Friðbjargar Elíasdóttur í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi þann 12. september 2018.   Herra forseti – kæru áheyrendur, Við Íslendingar eigum margt sameiginlegt. Á sama tíma erum við á margan hátt þjóð andstæðna; ríkir – fátækir, gamlir – ungir, landsbyggð – höfuðborg, stangveiði – fiskeldi, ríki – sveitarfélög – og þrátt fyrir að […]

Veljum framsækni fram yfir íhald- ræða Loga

Ræða Loga Einarssonar formanns Samfylkingarinnar í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi þann 12. september 2018.   Herra forseti, það eru blikur á lofti. Ýmislegt bendir til að við séum á leið aftur niður í dal eftir að hafa verið á tindi hagsveiflu í langan tíma. Komandi mánuðir eru afgerandi. Stjórnvöld undanfarinna ára hafa ekki nýtt […]

Kosningakaffi og kosningavökur

Í kosningunum á laugardaginn mun hvert einasta atkvæði skipta máli. Hér fyrir neðan má sjá hvar og hvenær kosningakaffi og kosningavökur framboða Samfylkingarinnar eru.   Reykjavík Á kjördag verður kosningakaffi Samfylkingarinnar í Víkingsheimilinu í Traðarlandi frá kl. 13.30-17.30.Kosningavaka XS Reykjavík verður í Austurbæ á Snorrabraut 37 (áður Austurbæjarbíó).Við ætlum að hittast og fagna saman góðri […]

Yfirlýsing frá Samfylkingunni

Að gefnu tilefni sendir Samfylkingin, jafnaðarmannaflokkur Íslands frá sér yfirlýsingu vegna þeirra ásakana sem birst hafa í fjölmiðlum í garð varaformanns flokksins, Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, borgarfulltrúa. Heiðu Björgu barst bréf frá RG lögmönnum fyrir helgi er innihélt ásakanir í garð hennar um hegningarlagabrot, nánar tiltekið að hún hefði með orðum sínum í útvarpsþættinum Harmageddon, þann […]