Almennar fréttir

Kosningakaffi og kosningavökur

Í kosningunum á laugardaginn mun hvert einasta atkvæði skipta máli. Hér fyrir neðan má sjá hvar og hvenær kosningakaffi og kosningavökur framboða Samfylkingarinnar eru.

 

Reykjavík

Á kjördag verður kosningakaffi Samfylkingarinnar í Víkingsheimilinu í Traðarlandi frá kl. 13.30-17.30.Kosningavaka XS Reykjavík verður í Austurbæ á Snorrabraut 37 (áður Austurbæjarbíó).Við ætlum að hittast og fagna saman góðri og öflugri kosningabaráttu og fylgjast með úrslitum á stórum skjá. Boðið er upp á akstur á kjörstað í síma 6240031.

Húsið opnar kl. 21:00.

Mosfellsbær

Kosningakaffi á kosningaskrifstofunni  í Þverholti 3 frá kl 9-18 á laugardaginn en  einnig verður opið fram að kosningavökunni sem verður haldin á sama stað kl.22.

Ef þig vantar akstur á kjörstað hringdu í síma 8694116.  

 

Akureyri

Kosningakaffi í Brekkuskóla

Hið margrómaða kosningakaffi Samfylkingarinnar fer fram í Brekkuskóla á kosningadag, laugardaginn 26. maí kl. 14-17. viljum við minna á akstursþjónustu okkar á kjördag fyrir þá sem þurfa. Símanúmerið er 660-7981.Komdu í hressilegt kosningapartí á kosningaskrifstofu okkar á annarri hæð í verslunarsmiðstöðinni Sunnuhlíð laugardagskvöldið 26. maí. Úrslit kvöldsins á stóru tjaldi. Fjörið hefst kl. 21. Öll velkomin.

 

Kópavogur

Kosningakaffið okkar er í Hamraborg 11, austursal Kaffi Catalínu, milli 14-17, og kosningavaka á sama stað frá kl. 9.

Fyrir akstur á kjörstað, hafið samband í síma 611-2393.

 

Akranes

Kosningakaffið á laugardag verður í Tónbergi kl. 14-18 og svo verður kosningavaka á Stillholtinu frá kl. 22.00.

Ef þig vantar akstur á kjördag, hringdu þá í Valgarð í síma 8970547.

 

Árborg

Á kjördag verður kosningarskrifstofan okkar Eyravegi 15 Selfssi opin frá kl 09:00 um morguninn. Kosningarvakan hefst kl 21:00 og verður fram eftir kvöldi. Léttar veitingar og skjávarpi.Kjördagsþjónusta og akstur í síma 623 5732.

Allir velkomnir og hvattir til að mæta.

 

Húsavík

Kosningakaffi milli 14:00 og 18:00 á Garðarsbraut 39 og kosningavaka um kvöldið klukkan 22:00 á sama stað.

 

Hafnarfjörður

Kosningakaffi 10 til 18 á Strandgötu 43.Kosningavaka hefst  20:00.

Samfylkingin í Hafnarfirði býður kjósendum upp á akstur á kjörstað á kjördag.

Sími: 7669458.Við bjóðum einnig uppá akstur fyrir utankjörfundaratkvæðagreiðslu.

 

Vopnafjörður

Kosningakaffi á Hótel Tanga frá klukkan 14 til 17 og kosningavaka í fiskmarkaðinum klukkan 20:00.

 

Grindavík

Kosningakaffi í kosningamiðstöðinni Víkurbraut 27 frá klukkan 11:00 og kosningavaka í Kvikunni menningarhúsi frá klukkan 17:00

 

Seltjarnarnes

Kosningavakan er á Rauða Ljóninu frá klukkan 21:00.Kosningakaffið á eftir að ákveða en verður í hjólhýsinu.

 

Reykjanesbær

Kosningakaffi á kosningamiðstöðinni á Hafnargötu 12 frá klukkan 11:00 og kosningavaka á sama stað. Boðið er upp á akstur á kjörstað í síma: 6981404.

 

Borgarbyggð

Kosningakaffi verður í Englendingavík frá klukkan 13:00 til 19:00 og kosningavaka á sama stað klukkan 20:00.

 

Yfirlýsing frá Samfylkingunni

Að gefnu tilefni sendir Samfylkingin, jafnaðarmannaflokkur Íslands frá sér yfirlýsingu vegna þeirra ásakana sem birst hafa í fjölmiðlum í garð varaformanns flokksins, Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, borgarfulltrúa.

Heiðu Björgu barst bréf frá RG lögmönnum fyrir helgi er innihélt ásakanir í garð hennar um hegningarlagabrot, nánar tiltekið að hún hefði með orðum sínum í útvarpsþættinum Harmageddon, þann 23. mars sl., meitt æru fjögurra nafngreindra manna er komið hafa fram fyrir hönd hóps er kallar sig daddytoo. Í bréfinu eru meint ummæli Heiðu Bjargar ekki tilgreind með nákvæmum hætti og því óljóst hvað hún á að hafa gerst sek um. Hins vegar hafa einstaklingar er segjast koma fram fyrir hönd daddytoo hópsins ítrekað á undanförnum tveimur mánuðum sakað Heiðu Björgu opinberlega um að hafa sagt nafngreinda einstaklinga innan hópsins hafa beitt barnsmæður sínar ofbeldi. Allar þær ásakanir eru úr lausu lofti gripnar.

Það er hins vegar lykilatriði þessa máls að Heiða Björg hefur staðið í fararbroddi sístækkandi hóps fólks sem berst gegn hvers kyns ofbeldi. Hún hefur sett ofbeldismál í Reykjavík í öndvegi, hvoru tveggja með því að hafa tekið virkan þátt í stofnun ofbeldisvarnarráðs og Bjarkarhlíðar, miðstöðvar þolenda ofbeldis í samstarfi við ríkið, lögregluna á höfuðborgarsvæðinu og grasrótarsamtök er barist hafa gegn ofbeldi. Heiða Björg er ein öflugasta talskona kvenfrelsis á vettvangi stjórnmálanna og ötul baráttukona fyrir jafnrétti, jöfnuði og samfélagi án ofbeldis. Þá var Heiða Björg ein af upphafskonum metoo byltingarinnar hér á landi, er hópur stjórnmálakvenna steig fram og lýsti kerfisbundnu ofbeldi og mismunun gegn konum í stjórnmálum.

Samfylkingin er flokkur kvenfrelsis og jafnréttis sem tekur afstöðu með þolendum ofbeldis, gegn hvers kyns ofbeldi. Samfylkingin berst fyrir því að réttindi barna séu ávallt í fyrirrúmi. Hagsmunir barnsins skulu ávallt vera leiðarljós stjórnvalda þegar málefni barna eru til umfjöllunar og þar telur Samfylkingin að verk sé að vinna.

Reykjavík, 22. maí 2018

Stjórn Samfylkingarinnar,

Logi Einarsson, formaður
Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, formaður framkvæmdastjórnar
Þórarinn Snorri Sigurgeirsson, ritari
Hákon Óli Guðmundsson, gjaldkeri
Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður

Kosningar í útlöndum og utan kjörfundar

Sveitarstjórnarkosningar fara fram laugardaginn 26. maí næstkomandi. Kosning utan kjörfundar er hafin hjá öllum sýslumannsembættum og sendiskrifstofum Íslands um allan heim.

Mikilvægt er að allir jafnaðarmenn leggist á eitt og hjálpi til við að tryggja öll atkvæðin skili sér.

Vitið þið um fólk sem hyggur á ferðalag, dvelur á sjúkrastofnun, búsett er erlendis, stundar vinnu á sjó eða í útlöndum eða er námsmaður á Norðurlöndunum? Þá skaltu lesa þetta vel!

Innanlands

Hægt er að greiða atkvæði hjá öllum embættum sýslumanna:sjá hér.

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á höfuðborgarsvæðinu vegna kosninga til sveitarstjórna fer eingöngu fram í Smáralind á 2. hæð, vesturenda (við H&M). Opnunartími: 10:00 og 22:00.

Kjósendur utan höfuðborgarsvæðsins geta einnig kosið í Smáralind, munið að gera það sem fyrst svo atkvæðið skili sér örugglega í tæka tíð.

Erlendis

Hægt er að kjósa á sendiskrifstofum Íslands eða hjá ræðismanni. Opið er fyrir kjósendur á venjulegum opnunartíma eða eftir samkomulagi við ræðismann. 

Kosningarrétt eiga allir íslenskir ríkisborgarar sem náð hafa 18 ára aldri á kjördag og sem skráðir eru með lögheimili í viðkomandi sveitarfélagi þremur vikum fyrir kjördag.

Danskir, finnskir, norskir og sænskir ríkisborgarar sem hafa átt lögheimili á Íslandi samfellt lengur en 3 ár fyrir kjördag eiga kosningarétt í sveitarstjórnarkosningum.

Aðrir erlendir ríkisborgarar sem hafa átt lögheimili á Íslandi samfellt lengur en 5 ár fyrir kjördag eiga einnig kosningarétt í sveitarstjórnarkosningum.

Kjósendur koma sjálfir atkvæðum heim

Kjósendur bera sjálfir ábyrgð á því að koma atkvæðum sínum til skila til sýslumanns eða kjörstjórnar í sveitarfélagi kjósenda á Íslandi.Sendu póst á samfylking@samfylking.is og við aðstoðum þig!

 

Allar nánari upplýsingar:sjá hér.

Skráning námsmanna á Norðurlöndum á kjörskrá má:sjá hér

Íslendingar sem búið hafa erlendis lengur en frá 1. desember 2008 og ekki eru á kjörskrá þurfa að sækja sérstaklega um að þeir verði teknir á kjörskrá. Eyðublað má:sjá hér.

Allar upplýsingar um kosningu utan kjörfundar eru veittar í síma 4142200 og netfangið samfylking@samfylking.is.

Opnun kosningamiðstöðvar í Reykjavík

Formleg opnun kosningamiðstöðvar Samfylkingarinnar í Reykjavík verður laugardaginn 5. maí næstkomandi. Kosningamiðstöðin er staðsett við Hverfisgötu 32 og hægt er að ganga þar inn en einnig af Hjartartorgi.

Vöfflur og bakkelsi verða á boðstólunum frá kl. 15. Blöðrudýr verða einnig á staðnum fyrir börnin og fleira skemmtilegt!

Partí hefst síðan kl. 21 og verða léttar veitingar í boði.

Opnunin á Facebook

Gleðilegan baráttudag!

Samfylkingin óskar íslensku verkafólki til hamingju með daginn.✊🏼🌹Hér er smá hugvekja í tilefni hans eftir rithöfundinn og þingmanninn okkar hann Guðmund Andra Thorsson:

___________________

BYRÐAR OG GÆÐI

Um það snýst þetta allt. Við skiptumst í flokka og fylkingar eftir afstöðu okkar til þess hvernig við skiptum sameiginlegum gæðum og deilum sameiginlegum byrðum. Við skiptumst í jafnaðarmenn og ójafnaðarmenn. Um þetta snúast stjórnmál – og um það hvort við aðhyllumst almenn réttindi eða forréttindi fárra, raunverulegt frelsi til athafna og tjáningar eða rétt hins freka til að sitja yfir hlut annarra eða ausa hatri yfir saklaust fólk.

Ójafnaðarmenn vilja að „markaðurinn“ ráði; þeim finnst að markaðurinn sé eins og alvitur og óskeikull guð úr gamla testamentinu sem er heldur í nöp við fólk, dyntóttur og sífellt að leggja óþarfar prófraunir á saklaust fólk sem ekki hefur annað til saka unnið en að vilja vera til. En rétt eins og við trúum lengur fæst á slíkt ranglátt afl sem stýri veröldinni utan við okkar vilja þá föllumst við ekki á óskeikulleika markaðarins, sem er bara manngerður vettvangur og lýtur þeim reglum sem við setjum honum.

Jafnaðarmenn vilja deila sameiginlegum gæðum sem jafnast en ekki sem ójafnast eins og ójafnaðarmenn.

Jafnaðarmenn vilja skipta byrðunum þannig að enginn þurfi að sligast undan tilveru sinni. Ójafnaðarmenn aðhyllast samfélag þar sem sumir missa krónu á móti krónu sem þeir fá en aðrir fá milljón fyrir hverja krónu sem þeir láta af hendi rakna.

Jafnaðarmenn vilja hjálpast að, eiga samfélag um hlutina, frekar en „hinn sterki“ ráði, auðvaldið neyti aflsmunar til að gera út um hlutina. Launafólk tekur höndum saman með því að bindast samtökum um mannsæmandi laun og boðleg lífskjör, í húsnæðismálum og verðlagsmálum. Innan raða verkalýðsfélaganna á fólk sem stendur höllum fæti að geta fundið skjól og afl til að bæta kjör sín, ekki síst nýir íbúar landsins.

Jafnaðamenn vilja sterkt sameiginlegt kerfi kringum heilbrigðismál og skólamál og önnur velferðarmál þar sem starfsfólk fær sanngjörn laun sem endurspegla ábyrgð þess. Jafnaðarmenn vilja öflugt atvinnulíf þar sem fyrirtæki geta blómstrað og skilað arði, bæði fyrir eigendur sína og samfélagið allt. Jafnaðarmenn telja að leita þurfi leiða til að lækka vaxtabyrði á heimilum og fyrirtækjum og við í Samfylkingunni teljum að það verði einungis gert með nýjum gjaldmiðli, evru, og fullri aðild að Evrópusambandinu.

Kannski er munurinn á vinstri og hægri hér á landi ekki síst fólginn í þessu: Jafnaðarmenn vilja að markaðsöflin njóti sín í framleiðslugreinum, sjávarútvegi, landbúnaði,ferðaþjónustu, nýtæknigreinum … þar sé fyrirgreiðsla ríkisins lítil og afskipti í lágmarki, enda séu greiddir sanngjarnir skattar af þeim mikla arði sem myndast af afnotum á sameiginlegum auðlindum okkar en hins vegar sé opinber rekstur reglan í umönnunarstörfum. Ójafnaðarmenn vilja hins vegar að ríkið styðji sem mest við þjónustugreinarnar, frumframleiðslugreinarnar og sé með puttana þar í útdeilingu gæða á borð við kvóta – en að markaðsöflin leiki lausum hala þegar kemur að umönnunarstörfunum.

Jafnaðarmenn sameinast um þessa hugsjón: jöfnuð, réttlæti, frelsi. Svo erum við ósammála um alls konar hluti og hnakkrífumst um hvaðeina. Þannig á það líka að vera, þó við höfum að vísu, íslenskir vinstri menn, nánast gert það að listgrein að vera ósammála og verið ótrúlega fundvís á blæbrigði í ágreiningi sem við þaulræktum og stofnum helst nýjan flokk um …

Við erum misjafnlega skilningsrík á þarfir fyrirtækjanna á markaði, athafnafrelsi einstaklinga, misjafnlega tortryggin á einkarekstur en það er líka stöðugt úrlausnarefni að finna út úr því hvernig við skiptum á milli okkar gæðunum sem landið okkar býður okkur takmarkalausar og deilum byrðunum sem lífið færir okkur. Því allt snýst þetta um það: Gæði og byrðar.

You have the right to vote!

 Can I vote?If one of the following applies to you, you can vote in the coming municipal elections on the 26th of May 2018:

 • Nordic nationals 18 and olderhave the right to vote after three consecutive years of legal residence. For the elections on May 26th, this means that you must have been a resident since before May 26th, 2015.
 • All other foreign nationals 18 and olderhave the right to vote after five consecutive years of legal residence. For the elections of May 26th, this means that you must have been a resident since before May 26th 2013.

Why should I vote?

Maybe you are asking yourself, why bother voting? What does it really matter to me? Well, it matters a lot. In a small society like Iceland, every single vote counts, so much more than in other countries. Moreover, municipal elections are about what really matters to most of us. Your vote will have an impact on deciding who will be running the city and making the decisions that will affect the lives of all of us. Local elections are directly connected to the schools our children go to, housing for us and our families, public transport, social welfare and so on. These are the things we cast our vote for on May 26th!

Why should I vote for Samfylkingin?

Samfylkingin is what most of us know as Social Democrats. Immigrant issues are really what the core of Social Democracy is all about: equal opportunities for each and every one in our society. At Samfylkingin, we believe in social fairness: providing quality education not just for the rich, making sure housing is affordable for all, improving public transport, ensuring there is the same pay for the same job regardless of gender and nationality, and most importantly, building Reykjavík together. This is your home, too!

At Samfylkingin we embrace diversity, we believe that diversity make us stronger and better. But we also believe in what unites us, we care for our families and social justice. We will make sure all voices are heard in building a fair society through intercultural dialogue and understanding.

Jeśli dotyczy cię jednen z poniższych punktów to znaczy, że możesz głosować w wyborach samorządowych 26 maja 2018r. :

Obywatele krajów nordyckich, którzy ukończyli 18 lat: Po trzech latach nieprzerwanego pobytu na Islandii, na stałe mieszkający w kraju od 26 maja 2015 roku.

Obywatele pozostałych krajów, którzy ukończyli 18 la: Po pięciu latach nieprzerwanego pobytu na Islandii, posiadający stały meldunek w kraju od 26 maja 2013 roku.

¡Tienes derecho a votar! Si cumples alguno de los siguientes requisitos, tienes derecho a votar en las elecciones municipales el 26 de mayo de 2018:

 • Ciudadanos de los países nórdicos mayores de 18 años tienen derecho a votar después de tres años consecutivos de residencia legal. Para las elecciones del 26 de mayo, esto significa debes tener registrada residencia legal desde antes del 26 de mayo de 2015.
 • Ciudadanos de cualquier otro país mayores de 18 años tienen derecho a votar después de 5 años consecutivos de residencia legal. Para las elecciones del 26 de mayo, esto significa debes tener registrada residencia legal desde antes del 26 de mayo de 2013.

Yfirlýsing frá þingflokki Samfylkingarinnar

Alþingi hefur ríkt eftirlitshlutverk með störfum ráðherra.

Komi það í ljós að félags- og jafnréttismálaráðherra eða ráðuneyti hans hafi leynt velferðarnefnd og Alþingi mikilvægum gögnum er varðar málefni Barnaverndarstofu og öryggi og velferð barna, hefur það ótvírætt áhrif á stöðu ráðherrans.

Fulltrúar í velferðarnefnd munu um helgina fara ítarlega yfir trúnaðargögn um málið og stefnt er að því að nefndin fundi með ráðherra strax á mánudag. Að loknum þeim fundi verða vonandi öll kurl komin til grafar og staða ráðherra og aðkoma hans að málinu upplýst.

Þingflokkur Samfylkingarinnar krefst þess að ríkisstjórnin setji velferð barna í forgang

Páll Valur leiðir Samfylkinguna í Grindavík

Framboðslisti Samfylkingarinnar í Grindavík fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 26.maí var kynntur í dag. Listinn er fjölbreyttur en á honum má sjá ný andlit í bland við mikla reynslu. Páll Valur Björnsson kennari og varaþingmaður leiðir listann og í öðru sæti er Marta Sigurðardóttir bæjarfulltrúi og síðan í þriðja sæti kemur nýr inn Alexander Veigar Þórarinsson kennari og knattspyrnumaður. Hópurinn er spenntur fyrir baráttunni sem framundan er.

„Grindavík er öflugt samfélag sem stendur frammi fyrir miklum áskorunum og við viljum gera gott samfélag betra.“  Segir Páll Valur oddviti listans.

Listinn í heild sinni:

1. Páll Valur Björnsson, kennari og varaþingmaður

2. Marta Sigurðardóttir, viðskiptastjóri og bæjarfulltrúi

3. Alexander Veigar Þórarinsson, kennari og knattspyrnumaður

4. Erna Rún Magnúsdóttir, nuddari

5. Sigurður Enoksson, bakarameistari

6. Bergþóra Gísladóttir, framleiðslustjóri

7. Björn Olsen Daníelsson flugvirki

8. Ólöf Helga Pálsdóttir, þjálfari

9. Siggeir F. Ævarsson, upplýsinga- og skjalafulltrúi

10. Hrafnhildur Anna Kroknes Sigurðardóttir, bakari og konditor

11. Benedikt Páll Jónsson, stýrimaður

12. Ingigerður Gísladóttir, leikskólakennari

13. Hildur Sigurðardóttir, eldri borgari

14. Sigurður Gunnarsson, vélstjóri

Fullt hús í Gamla bíó er Samfylkingin í Reykjavík kynnti stefnuna

Fullt var út úr húsi í Gamla bíó dag þegar Dagur B. Eggertsson borgartjóri kynnti helstu áherslumál flokksins og  Heiða Björg Hilmisdóttir borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar sem fór yfir farin veg og árangur meirihlutans. Jón Gnarr fyrrverandi borgarstjóri fór með gamanmál, KK spilaði nokkur lög og hljómsveitin Sykur lauk fundinum með laginu Reykjavík. Saga Garðarsdóttir leikkona var fundarstjóri. Fundurinn markaði upphafið af  kraftmikilli og jákvæðri kosningabaráttu flokksins.

Borgarlína, Miklabraut í stokk, leikskóli fyrir 12-18 mánaða og húsnæði fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur eru meðal kosningamála Samfylkingarinnar í vor.

 

Í máli borgarstjóra kom  fram að á kjörtímabilinu hafi tíðni á helstu leiðum strætó verið aukin, næturstrætó farið að ganga og forgangur strætó í akstri hafi aukist til muna auk þess sem farþegum fjölgar hröðum skrefum. Næsta verkefni í almenningssamgöngum sé að klára samninga við ríkið og hefja framkvæmdir við borgarlínu á næsta ári. Borgin geti þá nýtt fjárhagslegan styrk sinn til að koma henni enn hraðar af stað.

Þá kom fram mikilvægi þess að leggja Miklubraut í stokk þar sem Reykjavíkurborg gæti tryggt fjármagn til stokksins þótt framlög ríkisins komi inn á lengri tíma. Stokkurinn væri mikilvægur til að auka öryggi, tengja hlíðarnar sitthvorumegin götunnar og hefja uppbyggingu ofan á stokknum. Samfylkingin vill að Reykjavíkurborg bjóðist til að fjármagna sérstakt félag rikis, borgar og annarra sveitarfélaga sem myndi ráðast í þessi verkefni strax, þótt greiðslur ríkis og annarra kæmu til á lengri tíma. Þannig myndu jákvæð áhrif umferð, umhverfi og uppbyggingu koma fram strax á næstu árum.

Borgarstjóri sagði að borgin hafi aldrei verið eins fjölbreytt, skemmtileg og spennandi. Mesta íbúafjölgun í 30 ár eigi sér nú stað í Reykjavík og aldrei hafi fleiri íbúðir farið í uppbyggingu á nokkru öðru kjörtímabili í sögu borgarinnar. Samfylkingin vill halda áfram að tryggja húsnæði fyrir alla þjóðfélagshópa, fjölga félagslegum íbúðum og halda áfram að bjóða fjölbreytta valkosti á húsnæðismarkaði en um leið hvatti borgarstjóri sveitarfélög í kraganum til að taka þátt í uppbyggingu húsnæðis fyrir þá allra verst settu – skattgreiðendur í Reykjavík geti ekki einir og sér borið ábyrgð á þeim hópi sem íbúar á höfuðborgarsvæðinu og landsins alls eiga að bera sameiginlega.

Næsta verkefni á sviði húsnæðismála væri að tryggja ungu fólki og fyrstu kaupendum 500 íbúðir í Gufunesi, Úlfarsárdal, B ryggjuhverfi, Skerjafirði, á Veðurstofuhæð og á lóð Stýrimannaskólans.

Borgarstjóri sagði í ræðu sinni að manneklan á leikskólum borgarinnar væri á góðri leið en áfram verði viðvarandi verkefni að fjölga starfsfólki. Næsta verkefni sem hægt væri að ráðast í á næsta kjörtímabili væri að klára uppbyggingu leikskólana og brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Byggja þurfi 6 nýja leikskóla og fjölga leikskólaplássum um 800 á kjörtímabilinu, opna sjö nýjar ungbarnadeildir og sex nýjar leikskóladeildir þar sem eftirspurnin er mest strax í haust. Á kjörtímabilinu verði hægt að bjóða 12-18 mánaða börnum pláss á leikskólum borgarinnar.

 

Samfylkingin í Reykjavík hefur komið í lofti heimasíðu þar sem nálgast má stefnuna í heild sinni: https://xsreykjavik.is/ 

Framboðslisti Samfylkingarinnar og annars félagshyggjufólks í Norðurþingi kynntur

Framboðslisti Samfylkingarinnar og annnars félagshyggjufólks í Norðurþingi fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 26.maí var samþykktur í kvöld á fjölmennum og líflegum fundi. Listinn er fjölbreyttur en á honum má sjá ný andlit í bland við mikla reynslu. Silja Jóhannesdóttir kemur ný inn og leiðir listann og í öðru sæti kemur Benóný Valur Jakobsson inn. Kjartan Páll og Jónas Hreiðar, sem voru í efstu sætum árið 2014 og eru bæjarfulltrúar, taka sjötta og áttunda sæti á listanum.

Listinn er þannig skipaður:

 1. Silja Jóhannesdóttir,                    verkefnastjóri í atvinnuþróun    Húsavík
 2. Benóný Valur Jakobsson            verslunarmaður                            Húsavík
 3. Bjarni Páll Vilhjálmsson             ferðaþjónustubóndi                     Reykjahverfi
 4. Ágústa Tryggvadóttir                  hjúkrunarfræðingur                     Húsavík
 5. Jóna Björk Gunnarsdóttir         BA í mannfræði                              Húsavík
 6. Jónas Hreiðar Einarsson            rafmagnsiðnfræðingur                Húsavík
 7. Rebekka Ásgeirsdóttir                hjúkrunarfræðingur                     Húsavík
 8. Kjartan Páll Þórarinsson             íþrótta- og tómstundafulltrúi   Húsavík
 9. Berglind Pétursdóttir                   viðskiptafræðingur                      Húsavík
 10. Gunnar Illugi Sigurðsson            hljómlistarmaður                         Húsavík
 11. Bryndís Sigurðardóttir                verkefnastjóri/Öxarfjörður í sókn  Kópaskeri
 12. Guðmundur Árni Stefánsson      nemi                                               Húsavík
 13. Ruth Ragnarsdóttir                     aðstoðarleikskólakennari            Húsavík
 14. Jónas Friðrik Guðnason             bókavörður og textahöfundur    Raufarhöfn
 15. Jóna Björg Arnarsdóttir              förðunarfræðingur                       Húsavík
 16. Þorgrímur Sigurjónsson             verkamaður                                   Húsavík
 17. Guðrún Kristinsdóttir                  grunnskólakennari                      Húsavík
 18.   Hrólfur Þórhallsson                   skipstjóri                                       Húsavík.