Ályktanatillögur og Breytingartillögur fyrir flokksstjórnarfund

 

Ályktanatillögur

Ályktun um skipan rannsóknarnefndar

Ályktunartilllaga um veggjöld

Ályktun um loftslagsmál

Ályktun stjórnar um jöfnuð og kjaramál

Breytingartillögur

Breytingatillögur á Skuldbindandi reglum um aðferðir við val á framboðslista

 

 

 

Dagskrá flokksstjórnarfundar Samfylkingarinnar!

Flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar í Austurbæ, laugardaginn 19. október 

10:00 Innskráning hefst með setningu og morgunkaffi.

10:30 Nýjar hugmyndir í loftslagsmálum í hnattrænu samhengi
Annette L. Bickford
, sérfræðingur í loftslagsréttlæti ræðir nýjar hugmyndir í hnattrænu samhengi

11:00 Ræða formanns
Logi Einarsson
, formaður Samfylkingarinnar

11:45 – 12:30 Hlé og hádegisverður með léttu ívafi

12:30 – 13:30 Tækifæri og áskoranir jafnaðarmanna í umhverfismálum á Íslandi

Sævar Helgi Bragason vísindamiðlari stýrir umræðum og pallborði um aðgerðir í umhverfismálum.

 • Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri
 • Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri

Í pallborðsumræðum með þeim Degi og Hildu Jönu verða einnig:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur BSRB, í námi sínu við Goldman School of Public Policy við Kaliforníuháskóla í Berkley lagði hún áherslu á stefnumótun á sviði loftslagsmála og í lokaverkefni  sínu lagði hún mat á stefnu íslenskra stjórnvalda um rafbílavæðingu.
Brynhildur Pétursdóttir,  framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna. Sjálfbær og siðræn neysla er eitthvað sem Neytendasamtökin hafa alltaf láta sig varða og fjallað mikið um enda eitt af hlutverkum neytendasamtaka að fræða og upplýsa neytendur svo þeir geti tekið upplýsta ákvörðun.

Umræður og fyrirspurnir

13:30 – 15:00 Vinnustofa – Hvað getum við gert?

Áskoranir í loftslagsmálum eru margvíslegar og þvera allt svið samfélagsins. Ef við leggjum hugvit okkar saman fást bestu lausnirnar. Fundargestir munu vinna eftir þemu á borðunum og skila af sér afurð í formi tillagna til þingflokks og sveitarstjórnar Samfylkingarinnar– hagkerfið, samgöngur og skipulag, græn atvinnumál, einstaklingar/neytendur, nýsköpun og tæknilausnir – framtíðin.

Eva H. Baldursdóttir, lögfræðingur og sérfræðingur á sviði loftslagsmála, stýrir vinnustofu ásamt borðastjórum: Óskar Steinn Ómarsson, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Inger Erla Thomsen, Geir Guðjónsson og Eysteinn Eyjólfsson.

15:00 – 15:10 Jóna Þórey Pétursdóttir, forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands og einn skipuleggjanda Loftslagsverkfallsins, fer yfir kröfur ungs fólks til stjórnmálamanna

15:10 – 16:40 Almennar umræður og afgreiðsla tillagna

16:40 – 17:00 Skilaboð frá Ungum jafnarðarmönnum

Stefnumót og happy hour með þingmönnum og sveitarstjórnarfólki á barnum. DJ og skemmtiatriði.

 

Fundarstjóri Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar

 

Ályktanatillögur

Ályktun um skipan rannsóknarnefndar

Ályktunartilllaga um veggjöld

Ályktun um loftslagsmál

Ályktun stjórnar um jöfnuð og kjaramál

Breytingartillögur

Breytingatillögur á Skuldbindandi reglum um aðferðir við val á framboðslista

 

 

 

 

 

Taktu daginn frá! Flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar verður 19. október í Austurbæ

Flokksstjórnarfundur verður haldinn laugardaginn 19. október í Austurbæ, Snorrabraut 37.

Félagar í Samfylkingunni eru hvattir til að mæta til að þétta raðirnar, huga að framtíðinni og því hvernig félagshyggjufólk nýtir Samfylkinguna sem farveg til að bæta samfélagið. Lausnir við aðsteðjandi verkefnum framtíðarinnar þurfa að koma frá almenningi og viðfangsefnin eru stór en meðal spurninga sem við þurfum að ræða er hvernig við getum tekist á við loftslagsvánna í sameiningu og hvaða aðgerða er hægt að grípa til.

Flokksstjórnarfundir eru opnir öllum flokksfélögum og stuðningsmönnum, við hvetjum alla áhugasama til að mæta og taka virkan þátt í flokksstarfinu.

Nánari dagskrá auglýst þegar nær dregur.

Við hlökkum til að sjá þig!

Verkefnastjóri í miðlun og viðburðahald

Samfylking óskar eftir starfmanni í verkefnastjórn, miðlun og skipulagningu viðburða á vegum flokksins.

Viðkomandi mun vinna náið með framkvæmdastjóra og skrifstofustjóra við að kynna málefni flokksins, skipuleggja og halda utan um viðburði, samfélagsmiðla, gæta að skyldum gagnvart Persónuvernd og miðla upplýsingum um störf Samfylkingarinnar.

Helstu verkefni og ábyrgð:
• Halda utan um áætlun vegna viðburða á vegum Samfylkingarinnar
• Styðja við kjörna fulltrúa og miðla upplýsingum um störf þeirra
• Gæta að því að skyldum gagnvart Persónuvernd sér fylgt eftir
• Veita sjálfboðaliðum Samfylkingarinnar ráðgjöf og stuðning

Hæfniskröfur:
• Reynsla og áhugi á viðburðastjórnun og markaðssetningu
• Færni til að búa til og miðla efni á samfélagsmiðlum
• Þekkingu á tækni- og myndbúnaði
• Jákvætt hugarfar og starfsgleði
• Frumkvæði, metnaður til að ná árangri, sjálfstæð og öguð vinnubrög
• Reynsla af að starfa með sjálfboðaliðum æskileg
• Þekking og áhugi á pólitísku starfi
• Undirstöðuþekking á GDPR, það er að segja nýjum Persónuverndarlögum

Umsóknarfrestur er til og með 23. sept 2019

Framlengdur umsóknarfrestur er til og með 28. september 2019.

Umsóknum skal skilað rafrænt á netfangið karen@samfylking.is

Opinn fundur með formanni Bændasamtakanna hjá efnahagsnefnd Samfylkingarinnar 

Formaður Bændasamtakanna Guðrún Sigríður Tryggvadóttir kemur til opins fundar efnahagsnefndar Samfylkingarinnar í hádeginu þriðjudaginn kemur 24. sept. í fundarsalnum á Hallveigarstíg 1.

Málefni landbúnaðarins hafa verið í brennidepli eins og svo oft áður og nægir að nefna lausagöngu búfjár eða innflutningur lambahryggja svo aðeins fáeitt sé nefnt. Fundurinn gefur tækifæri til upplýstrar samræðu um málefni sem snerta okkur öll.

Bolli Héðinsson, formaður málefnahóps Samfylkingarinnar um efnahagsmál, bendir á að þeir sem vilja búa sig undir fundinn geta lesið skýrslu samráðshópur um endurskoðun búvörusamninga í tengslum við garðyrkju á Íslandi. Sjá skýrslu samráðshópsins hér.  Auk þess sem hann bendir á rit Ólafs Arnalds prófessors en hann hefur verið gagnrýnin á ýmsa þætti sauðfjárræktarinnar út frá umhverfissjónarmiðum. Sjá rit Ólafs Arnalds hér. 

Við hlökkum til að sjá ykkur og vonumst að vanda eftir uppbyggilegum og gagnrýnum umræðum.

LÍN í SÍN: Óljóst hvort um er að ræða lán eða ólán

Til að komast að því hvort SÍN verði betra en LÍN er best að spyrja stúdenta. Á þessum orðum hóf Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar og formaður málefnanefndar flokksins um menntamál, opinn fund um hlutverk Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN) og fyrirhugaðar breytingar sem nýtt frumvarp um lánasjóðinn felur í sér en meðal annars er stefnt að því að sjóðurinn verði kallaður Stuðningssjóður íslenskra námsmanna (SÍN). Fundurinn var haldinn  í hádeginu á Iðnó 16. september og sköpuðust góðar, gagnrýnar og um leið uppbyggilegar umræður á fundinum. Meðal þeirra sem tóku til máls voru þau: Sigrún Jónsdóttir varaforseti Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS), Þórunn Sveinbjarnadóttir, framkvæmdastjóri Bandalags háskólamanna (BHM), Marínó Örn Ólafsson, lánasjóðsfulltrúi hjá Stúdentaráði Háskóla Íslands (SHÍ) og Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar og varaformaður allsherjar og menntamálanefndar.

Jóhanna fór yfir nokkrar staðreyndir um íslenska háskólanema:

 • Meðalaldur íslenskra háskólanema er rétt tæplega 30 ár – en meðalaldur þátttökulanda Eurostudent eru 25 ár. Ekkert annað Evrópuland er með jafnhátt hlutfall háskólanema yfir þrítugt.
 • Um þriðjungur íslenskra háskólanema á eitt eða fleiri börn. Það er tvöfalt hærra hlutfall en á Norðulöndunum og það hæsta í Evrópu.
 • Rúm 30% íslenskra háskólanema hafa gert hlé á námi vegna fjárhagserfiðleika, samanborið við rúm 15% á Norðurlöndunum.
 • Töluvert fleiri íslenskir háskólanemar búa hjá foreldrum eða ættingjum, eða um 28% á meðan hlutfallið er 8% á Norðurlöndum.
 • 34% íslenskra háskólanema glíma við mikla fjárhagserfiðleika, þótt það sé algengara að nemar vinni með námi hér en annars staðar í Evrópu.
 • Tæp 90% háskólanema eru í vinnu til að eiga fyrir reglulegum útgjöldum og rúm 70% segjast vinna til að hafa efni á háskólanáminu (sem er næsthæst hlutfallið í könnuninni).
 • Hin löndin fimm þar sem meira en þriðjungur háskólanema glímir við mikla fjárhagsörðugleika eru Georgía, Albanía, Slóvenía, Pólland og Írland.
 • 16% íslenskra háskólanema treysta lítið á tekjur frá námslánum eða styrkjum, á meðan tæp 40% gera það á Norðurlöndum.

Hvað segja þessar tölur okkur?

„Í fyrsta lagi að íslenskir háskólanemar eru eldri háskólanemar annars staðar í Evrópu, töluvert margir þeirra eiga börn, alltof stór hluti þeirra glímir við mikla fjárhagserfiðleika – sem koma niður á námsframvindu þeirra – nær allir sem eru í vinnu gera það til að eiga fyrir reglulegum útgjöldum og mjög stór hluti til að hafa efni á háskólanáminu – enda geta þeir ekki treyst á að geta lifað af námslánunum einum,“ sagði Jóhanna og spurði hversu líklegt væri að háskólanemar – sem búa við þessar aðstæður – nái að ljúka grunnnámi á 3 árum?

Könnun sem gerð hafi verið meðal nemenda í einum af stærstu háskólum landsins sýni að tæp 70 prósent háskólanema á Íslandi vinna með námi. Kennarar í þessum sama háskóla haldi því jafnframt fram að of mikil vinna hafi neikvæð áhrif á frammistöðu nemenda og þar af leiðandi námsframvindu þeirra.

Löngu ljóst sé að breyta þurfi umgjörðinni á LÍN en við þær breytingar verði að gæta mjög að félagslegu hlutverki lánasjóðsins og minnir á að í upphafsgrein núverandi laga um LÍN er því slegið föstu að hlutverk sjóðsins sé að tryggja þeim sem falla undir lögin tækifæri til að stunda nám án tillits til efnahags.

„Þetta markmið hefur verið tilgangur sjóðsins frá stofnun hans, enda stofnaður af verkalýðshreyfingunni og öðrum erindrekum jafnaðarstefnunnar til að tryggja börnum verkafólks og efnalítilla fjölskyldna rétt til að afla sér háskólamenntunar og auka þannig möguleika sína til að bæta kjör sín.“

Undanfarin ár hafi þetta meginhlutverk og tilgangur sjóðsins átt undir högg að sækja og háskólanemar gagnrýnt framfærsluviðmið sjóðsins harðlega, frítekjumark og fyrirkomulag á útborgun lána, svo eitthvað sé nefnt. Jafnframt sé sívaxandi krafa stúdenta um að sjóðurinn taki breytingum í átt að norrænu styrkjakerfi – þar sem hluti láns fellur niður við námslok.

Ekki má skapa falskt öryggi

Á fundinum tóku einnig til máls Sigrún Jónsdóttir, varaforseti LÍS, hún sagði margar fyrirhugaðar breytingar, svo sem innleiðing styrkjakerfis, breytt vaxtakjör og framfærsla stúdenta erlendis verði almennt sú sama og stúdenta á Íslandi. Fulltrúar LÍS, í starfshópi um endurskoðun á lögum, hafi haldið því á lofti að leiðarljósið með vinnunni sé að sjóðurinn sé félagslegur jöfnunarsjóður og margt þurfi að hafa í huga til að hann gagnist sem slíkur og viss atriði í frumvarpinu séu varhugaverð og þarfnist frekari skoðunar.

Þannig leiki vafi á orðalagi í 6. málsgrein frumvarpsins sem þurfi að eyða en í henni stendur að heimilt sé að greiða út námslán mánaðarlega. Sagði Sigrún að ólíðandi væri að stúdentar þyrftu að hafa viðskipti við banka til þess að brúa bil fram að afgreiðslu námslána eins og í núverandi kerfi. Þá guldu hún sem og aðrir sem tóku til máls því varhug að nýtt kerfi gerði ráð fyrir því að velja á milli verðtryggðs og óverðtryggðs láns og að vextir skyldu verða breytilegir og byggja á vaxtarkjörum sem ríkisstjóði byðist á markaði að viðbættu föstu verðlagi. Þótt lánakjör hefðu sjaldan verið jafn hagsæð og nú væri fastlega hægt að gera ráð fyrir sveiflum þar á og hætta væri á að tekjulægri stúdentar hefðu ekki tækifæri á að greiða námslánin niður með tekjutengdri afborgun þyrftu að taka á sig þyngri greiðslubyrðar en aðrir. Þá væri aðeins settur varnagli á að ef vaxtarkjör á verðtryggðu láni færi yfir 4% með föstu vaxtaálagi, yrði skipuð þriggja manna nefnd sem færi yfir ástæður þess og myndi leggja til við ráðherra mögulegar útfærslur á breytingum. Sama myndi gilda um óverðtryggða vexti nema hvað viðmiðið væri þá 9%. Sagði hún að LÍS teldi æskilegra að setja þak á vexti. Í núverandi kerfi væru vextir breytilegir en þó aldrei hærri en 3% ársvextir af höfuðstóli skuldarinnar. Sagði hún LÍS leggja til að það ákvæði haldist inni fyrir verðtryggð lán og svipað hámark verði sett fyrir óverðtryggð lán. Einnig væri óljóst til hvað aðgerða fyrirhuguð nefnd gæti gripið til og því gæti ákvæðið skapað falskt öryggi.

Lán eða ólán

Svipuð gagnrýni kom úr ranni BHM. Þórunn Sveinbjarnardóttir, framkvæmdastjóri bandalagsins, taldi vaxtakjör sjóðsins áhyggjuefni. Breytilegir vextir kynnu að hafa veruleg áhrif á greiðslubyrði lána við erfiðari efnahagslegar aðstæður en nú ríkja og nauðsynlegt væri að hafa þak á vexti bréfanna. BHM hefði lagt til að fyrirfram yrði skilgreint hvernig námsmönnum verði ráðlagt að velja á milli óverðtryggðra og verðtryggðra skuldabréfa, auk vals um tekjutengingu eins og einnig sé gert ráð fyrir og kallaði eftir svörum um í hvaða höndum sú ráðgjöf yrði.

Afdrifarík verkleg kennsla í fjármálalæsi

Í spurningum úr sal á eftir var einnig ljóst að fleiri höfðu áhyggjur af vali stúdenta á milli mismunandi vaxta og hvaða ráðstafanna væri hægt að grípa til vegna óhagstæðra vaxtarskilyrða. Ekki væri hægt að setja stúdenta, sem hefðu mismunandi forsendur til að meta aðstæður við lántöku og aðgang að misgóðri fjármálaráðgjöf í verklega kennslu í fjármálalæsi við upphafi náms eins og nú virtist gert ráð fyrir.

 

Hvatning eða helsi

Marínó Örn Ólafsson, lánasjóðsfulltrúi hjá Stúdentaráði Háskóla Íslands – SHÍ, sagði að nýtt vaxtakerfi hefði í för með sér mikla óvissu fyrir greiðendur. Hann tók fram að ljóst væri að ýmsar breytingar gætu verið námsmönnum í vil og mestu munaði um að 30% láns falli niður ef námi lýkur á tilteknum tíma og skapi þar með mikla hvatningu fyrir nemendur að ljúka námi á tilsettum tíma.

Þar sem mat á kostnaði við ný lög liggi ekki fyrir sé þó ekki ljóst hvort það vegi þyngra en breytingar til hins verra fyrir námsmenn, það er að segja að ekkert fast hámark sé á vöxtum, endurgreiðslur byrji fyrr og séu hærri en áður. Þá gagnrýndi hann að lán fólks sem lýkur námi eftir 35 ára aldur verði alltaf jafngreiðslulán, óháð tekjum. Takmarkanir á tekjutengingu endurgreiðslna gæti þýtt að greiðslubyrði gæti tvöfaldast eða jafnvel þrefaldast fyrir tekjulægstu hópana.

Fjárfestingabanki hugvitsins

Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, var síðasti ræðumaðurinn. Hann minnti á mikilvægi þess að sjóðurinn væri fyrst og fremst hugsaður sem félagslegt jöfnunartæki og ekki væri hægt að ætla öllum skuldunautum hans að hafa þekkingu á vaxtakjörum auk þess sem aðgangur þeirra að fjárhagslegri ráðgjöf væri mismikil. Minnti hann auk þess á að sjóðurinn væri ekki venjulegt lánafyrirtæki á samkeppnismarkaði heldur mikilvæg eining í samfélaginu — Fjárfestingabanki hugvitsins.

 

 

Frumvarp um að lífeyrir öryrkja og eldri borgara fylgi þróun lágmarkslauna í samræmi við kjarasamninga

Formaður Samfylkingarinnar Logi Einarsson, mælti í dag fyrir frumvarpi Samfylkingarinnar þess efnis að lífeyrir öryrkja og eldri borgara fylgi þróun lágmarkslauna í samræmi við kjarasamninga sem undirritaðir voru á síðasta misseri. Um stórt réttlætismál er að ræða og mun þingflokkur Samfylkingarinnar þrýsta á að frumvarpið verði samþykkt.

Með frumvarpinu er lagt til að elli- og örorkulífeyrir almannatrygginga hækki í skrefum og nái 390 þúsund kr. árið 2022 líkt og lágmarkslaun. 

„Þegar stór orð á við Lífskjarasamningur eru notuð, þarf að tryggja að hann þýði sómasamleg lífskjör fyrir alla þá hópa sem setið hafa eftir. Hækkun lífeyris almannatrygginga í samræmi við hækkun lægstu launa er sjálfsagt réttlætismál” (Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar). 

Í frumvarpi Samfylkingarinnar er lagt til að lægstu laun hækki samkvæmt kjarasamningum upp í 317.000 kr á mánuði frá 1. apríl 2019 afturvirkt og hækki um 24.000 kr. til viðbótar 1. apríl árið 2020. Einnig er áréttað að dregið verði úr ósanngjörnum tekjuskerðingum.

Ljóst er að stór hópur aldraðra og öryrkja býr við fátækt. Tæplega fjórðungur öryrkja býr við skort á efnislegum gæðum samkvæmt nýjustu rannsóknum Hagstofu Íslands. Með aðgerðum ríkisstjórnarinnar mun bilið á milli þeirra verst settu og hinna, stækka til muna.

Frumvarpið má lesa í heild sinni hér: https://www.althingi.is/altext/150/s/0006.html

Hvernig viljum við hafa LÍN? Opinn fundur í Iðnó

Nýtt lánasjóðsfrumvarp verður kynnt á næstunni. Við viljum fá að ræða kosti þess og galla með stúdentum og fara yfir stefnu Samylkingarinnar í þessum málum.  Menntamálanefnd Samfylkingarinnar boðar því til opins fundar í hádeginu á Iðnó, mánudaginn 16. september og kallar eftir skoðunum stúdenta.

Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, varaþingmaður og formaður málefnanefndar Samfylkingarinnar um menntamál, stýrir fundi en auk þess mæta:

 • Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar og varaformaður allsherjar og menntamálanefndar
 • Þórunn Sveinbjarnadóttir, framkvæmdastjóri Bandalags háskólamanna – BHM
 • Sigrún Jónsdóttir varaforseti Landssamtaka íslenskra stúdenta – LÍS
 • Marínó Örn Ólafsson, lánasjóðsfulltrúi hjá Stúdentaráði Háskóla Íslands – SHÍ

Jafnrétti til náms er grunnurinn að því stéttlausa samfélagi sem við þykjumst stundum búa í, en það er alveg örugglega grunnurinn að því stéttlausa samfélagi sem við viljum búa í.

Þetta segir Jóhanna Vigdís og minnir á mikilvægi þess að stúdentar fari láti sig málið varða.

 

Posted by Samfylkingin on Þriðjudagur, 10. september 2019

Söguganga jafnaðarmanna á laugardaginn

Við vekjum athygli á Sögugöngu með Guðjóni Friðrikssyni sagnfræðingi um söguslóðir jafnaðarmanna sem Samfylkingarfélagið í Reykjavík stendur fyrir laugardaginn 31. ágúst kl. 14.
Safnast saman við styttu Ingólfs Arnarsonar á Arnarhóli þar sem sagt verður frá Alþýðuhúsinu.
Gengið síðan yfir í Þingholtin á söguslóðir þekktra forystumanna jafnaðarmanna. Haldið síðan niður að Iðnó og endað á fæðingarslóðum Alþýðuflokksins og Alþýðusambandsins við Kirkjutorg og Tjörnina.
Gangan tekur einn og hálfan til tvo tíma.

Spennandi og skýr sýn á framtíðina

„Matarmenning okkar er að breytast,“ segir Heiða Björk Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar og varaformaður Samfylkingarinnar í Kastljósi í gærkvöldi. Heiða Björg stýrði hópi um matarstefnu borgarinnar sem samþykkt var í fyrra og segir að með stefnunni hafi verið miðað að því að auka val grunnskólabarna og annarra sem fá mat frá borginni og bjóða upp á grænmetisfæði ásamt kjöt- og fiskréttum. Ekki standi til að taka kjöt út en að sjálfsögðu minnki hlutfall kjötneyslunnar eftir því sem fleiri velji grænmetisfæði.

Heiða segir mikilvægt að maturinn sé hollur, fjölbreyttur og matreiddur nálægt þeim sem neytir matarins. Þá er aukin áhersla á grænmetisfæði og unnið markvisst gegn matarsóun í borginni allri.

Spennndi og nálæg

Heiða segir að matarmenning eigi að vera spennandi og nálæg fólki í daglegu lífi þess. Matur sé stórmál og gæði við framleiðslu hans snerti fólk á margvíslegan hátt. Á vegum borgarinnar séu framleiddar 7,7 milljónir máltíða á ári og bornar fram fyrir leik- og grunnskólabörn, starfsfólk borgarinnar, aldraðra svo einhverjir séu nefndir. Matur sé því sannarlega mikilvægur þáttur í starfsemi borgarinnar og nauðsynlegt sé hafa skýra framtíðarsýn í jafn mikilvægu máli sem tekur til hollustu, gæða, sjálfbærni og rekstarlegra þátta. Framboð eigi að vera á matvælum sem er framleiddar eru af virðingu við bæði landið, fólkið sem kemur að framleiðslunni og svo fólkið sem neytir.

 

Auðveldara með nálgast hollan mat

,,Undanfarin ár hafa áhrif matar á lýðheilsu, sjálfbærni og loftslagsmál orðið flestum ljós og ljóst er að við verðum að endurskoða hvernig við framleiðum, borðum og nýtum mat. Reykjavíkurborg getur gert margt til að stuðla að því að íbúar eigi auðveldara með að nálgast hollan mat og tileinki sér sjálfbæran lífsstíl og það viljum við gera,” segir Heiða Björg.

Óhætt er að fullyrða að fáir hafa jafn yfirgripsmikla þekkingu á málefninu en Heiða og til gamans má nefna að hún er næringarráðgjafi og næringarrekstarfræðingur að mennt, er í fulltrúaráði evrópsku næringarráðgjafasamtakanna og fyrrverandi formaður Matvæla- og næringarfræðafélags Íslands auk þess sem hún starfaði sem deildarstjóri eldhúss og matsala á Landspítala áður en hún tók sæti í borgarstjórn.

 

Framtíðarsýn í stórpólitísku máli

Við gerð matarstefnunnar var stuðst við „Food Smart Cities for Development Recommendations and Good Practices“ sem byggir á „Milan Urban Food Policy Pact“ sem yfir 130 borgir í Evrópu hafa skrifað undir.

Stefnuna má skoða í heild hér og í henni segir meðal annars:

„Borgin getur haft áhrif á mat og neysluvenjur með ýmsum hætti; með þeim máltíðum sem framleiddar eru á vegum borgarinnar og bornar fram fyrir þjónustuþega og starfsfólk, hvernig landbúnaður, veitingastaðir og matvörubúðir er hugsuð í skipulagi og hvernig borgin getur almennt orðið hvati og hreyfiafl til betri og sjálfbærari meðhöndlunar á mat.“

Sem sagt matur er stórpólitískt mál og við í Samfylkingunni erum sannarlega heppin að eiga kjörna fulltrúa með þekkingu og skýra framtíðarsýn í jafn mikilvægu máli.