Ný stjórn Samfylkingarfélagsins í Reykjavík

Kjörin til embætta fyrir starfsárið 2020-21 hjá Samfylkingarfélaginu í Reykjavík á aðalfundi félagsins í kvöld miðvikudaginn 5. febrúar 2020 eru:

Formaður: Ellen Calmon
Gjaldkeri: Herbert Baldursson
Meðstjórn:
Sigfús Ómar Höskuldsson
Sonja Björg Írisar Jóhannsdóttir
Ólafur Kjaran Árnason
Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir
Ragna Sigurðardóttir.

Varastjórn (í þessari röð):
Sabine Leskopf
Þorkell Heiðarsson
Mörður Árnason
Teitur Atlason
Barbara Kristvinsson

Kjör þriggja manna skoðunarnefndar
Sigríður Arndís Jóhannsdóttir , Sara Björg Sigurðardóttir og Kristinn Karlsson

Kjör í uppstillingarnefnd
Sigríður Arndís Jóhannsdóttir, Gunnar Alexander Ólafsson og Dóra Magnúsdóttir.

Nánari upplýsingar veitir Ellen Calmon forman Samfylkingar félagsins í Reykjavík í síma 6947864 eða í netfanginu calmonellen@gmail.com
Aðalfundur Samfylkingafélagsins í Reykjavík var haldinn í kvöld miðvikudaginn 5. febrúar 2020 og var góður hugur í fólki á aðalfundi afmælisársins.

Fráfarandi stjórn var þakkað fyrir ríkulegt starf á árinu og sérstakar þakkir voru færðar Söru Björg Sigurðardóttur fráfarandi formans fyrir gott skipulag og fasta viðburði.

Samfylkingin, jafnaðarmannaflokkur Íslands fagnar 20 ára afmæli í ár og er því margt framundan í starfinu. Jafnaðarmenn munu nota árið til að fagna því sem hefur áunnist síðustu og til að skerpa á og miðla þeirri framtíðarsýn sem Samfylkingarfólk leggur áherslu á í íslensku samfélagi. Lagðar verða fram raunverulegar tillögur að lausnum um þær ólíku áskoranir sem við okkur blasa þannig að allir hér á landi megi búa við sannkallaðan jöfnuð.

Ellen Calmon var kjörin formaður en hún starfar sem verkefnisstýra hjá Reykjavíkurborg og hefur umsjón með innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Ellen gegnir einnig formennsku stjórnar Mannréttindaskrifstofu Íslands, ritari stjórnar Kvenréttindafélags Íslands og á sæti í Evrópusamtökum kvenna European Womens Lobby. Ellen gegndi áður formennsku hjá Öryrkjabandalagi Íslands um fjögurra ára skeið.
Ellen hlaut kjör sem borgarfulltrúi en er í leyfi frá borgarfulltrúastörfum um sinn.

Ellen segist vera spennt fyrir þeim brýnu verkefnum sem framundan eru á afmælisárinu en ekki síst fyrir því að virkja grasrót Samfylkingarfólks í Reykjavík og þétta raðirnar.

Þrír næstu fundir málefnanefnda Samfylkingarinnar um landið

Alþjóðanefnd 

Miðvikudagurinn 5. febrúar kl. 20 í Edinborgarhúsinu, Ísafirði.
Magnús Árni Skjöld, formaður alþjóðanefndar Samfylkingarinnar og forseti Félagsvísindasviðs Háskólans á Bifröst, ræðir alþjóðlegar áskoranir og hreyfingu jafnaðarmanna. Þá ræðir Eva Bjarnadóttir, sérfræðingur hjá Unicef, um stöðu flóttafólks og Dagbjört Jóhannsdóttir feministi og aðgerðarsinni, um ungt fólk og loftslagsmálin. Láttu þig ekki vanta ef þú ert fyrir vestan!
Sjá Facebook-viðburð
Sjá frétt

Velferðarnefnd

Mánudaginn 10. febrúar kl. 17 í Strandgötu 43, Hafnarfirði 
verður fundur málefnanefndar Samfylkingarinnar um velferð
Vilborg Oddssdóttir, félagsráðgjafi og umsjónarmaður innanlandsstarfs Hjálparstarfs kirkjunnar, er formaður nefndarinna. Vilborg ætlar stilla upp starfi nefndarinnar á árinu ásamt fundarmönnum og fara yfir verkefnin framundan.  Á fundinn mætir einnig Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður Velferðarnefndar Alþingis, og er ætlunin að fræðast um verkefni hennar og hvernig málefnanefndin um velferð getur orðið að liði.
Vinsamlega skráið ykkur hér ef þið ætlið að mæta eða fá senda slóð á fjarfundvelferðarnefndar Samfylkingarinnar. 
Sjá einnig Facebook-viðburð

Efnahagsnefnd

Mánudaginn 10. febrúar kl. 17 á Café Orange í Ármúla 4-6, Reykjavík
Bolli Héðinsson, hagfræðingur og formaður nefndarinnar, boðar til opins fundar með nefndinni ásamt Kristínu Ernu Arnardóttir, formanns Verkalýðsmálaráðs Samfylkingarinnar. Fundurinn verður haldinn á kaffihúsinu Orange í Ármúla 4-6 en skrifstofur Samfylkingarinnar voru nýlega fluttar þangað. Boðið verður uppá súpu á fundinum. 

Vinsamlegast skráið mætingu hér á fund efnahagsnefndarinnar.
Fyrir fundinn er gott að kynna sér eftirfarandi skjal frá síðasta landsfundi með því að smella hér.

Fjöldi umræðufunda á vegum málefnanefnda er opinn öllum þeim sem áhuga hafa á að kynna sér stefnu jafnaðarmanna.
Hægt er að skrá sig í nefndir hér og fá allan póst um starf nefndanna.

Nánar um starf nefndanna má lesa hér.

Verið hjartanlega velkomin.

Samfylkingin

 

Vestfirðingar, ræðum alþjóðlegar áskoranir jafnaðarmanna

Samfylkingin á N Vestfjörðum boðar til opins fundar um loftslagsmál í Rögnvaldarsal Edinborgarhússins á Ísafirði kl 20.00 miðvikudaginn 5. febrúar

Frummælendur á fundinum verða:

Magnús Árni Skjöld, formaður alþjóðanefndar Samfylkingarinnar og forseti Félagsvísindasviðs Háskólans á Bifröst
– Alþjóðlegar áskoranir og hreyfingu jafnaðarmanna

Eva Bjarnadóttir sérfræðingur hjá Unicef
– Staða flóttafólks

Dagbjört Jóhannsdóttir feministi og aðgerðarsinni:
– Ungt fólk og loftslagsmálin

Allir velkomnir !

Fyrir hönd stjórnar Samfylkingarinnar á N Vestfjörðum, Bryndís Friðgeirsdóttir formaður

Starf og skráning í málefnanefndir – Gaman gaman, saman

Í málefnanefndum Samfylkingarinnar er stefna flokksins mótuð milli landsfunda. Næsti landsfundur Samfylkingarinnar er áætlaður 6.-7. nóvember. Tillögur málefnanefnda skulu berast framkvæmdastjórn minnst 10 vikum fyrir upphaf landsfundar. Niðurstöðum málefnanefnda er dreift til aðildarfélaga 8 vikum fyrir landsfund og því þurfa málefnanefndir að skila drögum að stefnu fyrir 1.september 2020. Það er því mikilvægt að hver málefnanefnd geri sér verkáætlun og miðað er við að formenn kynni hana á flokksstjórnarfundi 7. mars. 

Málefnanefndirnar og formenn þeirra hafa mikið frelsi í störfum sínum og er öllu frumkvæði og frumleika fagnandi tekið. Við hvetjum við nefndarformenn til að nýta sér það og vera í sambandi við skrifstofu flokksins varðandi skipulag. Netfangið er samfylking@samfylking.is og sími 414 2200. 

SKRÁNING Í NEFNDIR

Hér fyrir neðan eru tilmæli um tilhögun á starfi nefndanna að landsfundi:

  • 1-2 opnir fundir – Flokkurinn veitir fjármagn og aðstoð við auglýsingu á tveimur opnum fundum á tímabilinu. Um að gera er að fá gestafyrirlesara, auglýsa, brydda upp á nýjum og spennandi málefnum. Nokkrar hugmyndir að umfjöllunarefnum eru neðar í skjalinu. Spennandi gæti verið að stefna að því að annar af tveimur fundum hverrar nefndar væri haldinn einhversstaðar utan höfuðborgarsvæðisins. 
  • Vinnufundir – Virkir meðlimir nefndarinnar hittist og móti stefnu. Úrvinnslu getur kallað á miklar umræður og fróðleg erindi á opnum fundum, rýna þarf eldri stefnu og rita texta. Ágætt að miða að a.m.k. 4 vinnufundum á tímabilinu, en auðvitað fyrst og fremst eftir þörfum.
  • Texti – Málefnanefndirnar hafa það lögbundna hlutverk að skila af sér rituðum tillögum fyrir landsfund. Til að stuðla að samræmi leggjum við til eftirfarandi form á niðurstöðum málefnanefnda:
    • Inngangur – Hugmyndafræði flokksins í málaflokkinum lýst í formi framtíðarsýnar: Hvernig myndi Samfylkingin vilja sjá samfélagið líta út eftir 20 ár. 
    • Hnitmiðaðar aðgerðir (bæði á vegum ríkisins og á sveitarstjórnarstigi) sem flokkurinn myndi vilja sjá á næstu örfáu árum sem myndu færa samfélagið nær framtíðarsýninni.

Fjöldi umræðufunda á vegum málefnanefnda er opinn öllum þeim sem áhuga hafa á að kynna sér stefnu jafnaðarmanna. Hins vegar eru vinnufundir fyrst og fremst hugsaðir fyrir þá sem eru formlega skráðir á póstlista nefndanna. Hægt er að skrá sig í nefndir hér.

SKRÁNING Í NEFNDIR

 

Frá opnum fundi Menntanefndar í 16. janúar 2020 á Orange Café.

Vorfundur flokksstjórnar – Leiðbeiningar um tillögur og ályktanir

Vorfundur flokksstjórnar verður haldinn laugardaginn 7. mars í Hljómahöllinni, Hjallavegi 2, 260 Reykjanesbæ.

Á fundinum verður áhersla lögð á stefnumótun og samtal innan flokksins.
Nánari dagskrá auglýst þegar nær dregur.

Við hlökkum til að sjá þig!

Hér getur þú sett daginn í rafrænt dagatal

Flokksstjórnarfundir eru opnir öllum flokksfélögum og stuðningsmönnum, við hvetjum alla áhugasama til að mæta og taka virkan þátt í flokksstarfinu. Einungis kjörnir fulltrúar í flokksstjórn hafa þó atkvæðisrétt á fundinum.

Hér fyrir neðan má finna leiðbeiningar um hvernig bera á upp tillögur  og ályktanir á fundinum.

Leiðbeiningar um tillögur

Leiðbeiningar um tillögur sem bera á upp á flokksstjórnarfundi 7. mars.

Tillögur og ályktanir þurfa að berast undirritaðar, tveimur vikum fyrir flokksstjórnarfundinn, það er að segja fyrir lok dags,  laugardaginn 22. febrúar. Þær skulu vera skriflegar, undirritaðar og studdar af ekki færri en 5 fundarmönnum að tillöguflytjendum meðtöldum.

Undirskriftunum þurfa tillöguflytjendur að safna sjálfir og koma á skrifstofuna, í Ármúla 6, 108 Reykjavík, fyrir klukkan 16 föstudaginn 21. febrúar eða senda afrit af gögnunum rafrænt ásamfylking@samfylking.is fyrir lok dags, laugardaginn 22. febrúar.

Hægt er að undirrita tillögur rafrænt ef undirritunin er á viðkomandi tillögu, skönnuð inn og send úr netfangi viðkomandi flokksfélaga á samfylking@samfylking.is
Hér fyrir neðan eru úrdrættir úr lögum Samfylkingarinnar og fundarsköpum flokksstjórnar.

Lög Samfylkingarinnar: 

7.08 Ályktunartillögur fyrir reglulega flokkstjórnarfundi skv. grein 7.06, sem aðrir flytja en stjórn eða framkvæmdastjórn, skulu hafa borist a.m.k. tveimur vikum fyrir boðaðan fund og skulu kynntar á heimasíðu flokksins og eftir föngum í viðeigandi málefnanefndum hans. (Eigi síðar en laugardaginn 22. febrúar).

Fundarsköp flokksstjórnar: 

1.5 Fundir flokksstjórnar eru opnir öllu félagsfólki Samfylkingarinnar sem njóta skal málfrelsis, tillöguréttar og kjörgengis en ekki atkvæðisréttar sbr. þó grein 1.6.Framkvæmdastjórn getur kallað til flokksstjórnarfundar, ef hún telur ástæðu til, þar sem einungis til þess bærir fulltrúar hafa seturétt. Skrá um atkvæðisbæra flokksstjórnarfulltrúa skal liggja frammi hjá fundarstjóra.

5.0 Tillögur og atkvæðagreiðsla 5.1 Engar tillögur sem aðrir en stjórn og/eða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar flytja um mál á reglulegum flokksstjórnarfundi, skv. grein 7.09 í lögum flokksins, skv. boðaðri dagskrá er hægt að bera upp til atkvæða sem ályktun fundarins nema þær hafi borist framkvæmdastjórn a.m.k. tveimur vikum fyrir boðaðan fund og að þeim hafi verið dreift skriflega til fundarmanna.

5.4 Allar tillögur sem bornar eru fram af öðrum en stjórn eða framkvæmdastjórn skulu vera skriflegar, undirritaðar af tillöguflytjendum og skriflega studdar af ekki færri en 5 fundarmönnum að tillöguflytjendum meðtöldum. Ekki er heimilt að taka tillögu til umræðu fyrr en fundarstjóri hefur lýst henni.

Alþjóðasamvinna: Lykillinn að lausnum

Næsti fundur Alþjóðanefndar Samfylkingarinnar verður haldinn fimmtudaginn 30. janúar á Orange Café í Ármúla 4 á milli 17 til 18:30.

Fundurinn verður helgaður umræðum um alþjóðasamvinnu og máttinn sem henni fylgir. Allir velkomnir sem áhuga hafa á alþjóðlegum áskorunum.

Alþjóðlegar áskoranir eiga það sameiginlegt að hafa veruleg áhrif á allt eða stóran hluta mannkynsins.

Þær virða engin landamæri, eru viðvarandi og til langframa, eru oft á tíðum samtvinnaðar, erfiðar viðfangs og krefjast sameiginlegs átaks sem flestra, eða allra, stjórnvalda heims og einstaklinga.

Dagskrá:
Ný umhverfisstefna Evrópusambandsins, hvaða lausnir felast í alþjóðasamstarfi? – Michael Mann, sendiherra ESB á Íslandi

Samstaða Norðurlandana í loftslagsmálum og hlutverk sveitarfélaga Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar

Aðkoma Íslands að loftslagsmálum – Guðmundur Andri Thorsson, alþingismaður og rithöfundur

Baráttan við ójöfnuð – Henný Hinz, hagfræðingur Alþýðusambands Íslands (ASÍ)

Mikilvægi alþjóðasamstarfs – Magnús Árni Skjöld, formaður alþjóðanefndar og forseti Félagsvísindasviðs Háskólans á Bifröst

Fundarstjóri:
Sigrún Einarsdóttir, verkefnastjóri fyrir Samfylkinguna

Lykildagsetningar á 20 ára afmælisári Samfylkingarinnar

Framundan er spennandi starfsár í vændum hjá Samfylkingunni og koma hér lykildagsetningar sem gott er að hafa í huga og taka frá.

Fyrsti flokksstjórnarfundur ársins verður haldinn laugardaginn 7. mars.

Samfylkingin fagnar 20 ára afmæli á árinu og verður haldið upp á það þann 9. maí.

Landsfundur verður svo 6 og 7. nóvember.

Spennandi tímar framundan!

Nýr starfsmaður Samfylkingarinnar

Sigrún Einarsdóttir, hefur verið ráðin í stöðu verkefna- og viðburðarstjóra Samfylkingarinnar, hún hefur þegar hafið störf.
Sigrún var síðast verkefna- og þjónustustjóri hjá Norræna húsinu. Þá sá hún um stjórn verkefnisins Norðurlönd í fókus sem er hluti af samskiptasviði Norrænu ráðherranefndarinnar og sá um miðlun á starfi nefndarinnar á Íslandi.
Sigrún starfaði einnig í þrjú ár í sendiráði Íslands í Noregi og sinnti þar meðal annars borgaraþjónustu og öðrum verkefnum svo sem þýðingum og milligöngu forstöðumanna og ráðuneyta á Íslandi og í Noregi.

Sigrún er fjölmiðlafræðingur og hefur auk þess numið menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst.

Staðan var auglýst fyrir áramót og voru umsækjendur 35 talsins. Valnefnd sá um vinnslu á umsóknum og var ráðningin svo staðfest af framkvæmdastjórn flokksins.

„Ef allir væru jafn góðir og skemmtilegir og þessi yndislega kona var, væri heimurinn sannarlega betri.“

Guð­rún Ögmunds­dótt­ir, fyrr­ver­andi þing­maður og borg­ar­full­trúi, er lát­in. Hún lést á gaml­árs­dag og var bana­mein hennar krabba­mein. Guðrún var einstök kona og í miklum metum höfð meðal samferðarmanna sinna. Eiginmaður hennar, Gísli Víkingsson sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun, greindi frá andláti hennar í gær og hafa síðan fjölmargir minnst hennar á samfélagsmiðlum og víðar á netinu.

Guðrún var fyrst kjör­in til setu í borg­ar­stjórn fyr­ir Kvenna­list­ann árið 1992 og fyr­ir Reykja­vík­urlist­ann 1994-1998. Hún var kjör­in í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur fyr­ir Sam­fylk­ing­una árið 2018. Guðrún var kjör­in á þing fyr­ir Sam­fylk­ing­una í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi árið 1999 og sat á þingi til árs­ins 2007. Hún gegndi auk þess fjölda trúnaðarstarfa fyrir fyrir stjórnvöld og félagasamtök.

Fjölmargir landsmenn hafa minnst Guðrúnar og sagði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, á síðu sinni.

„Ef allir væru jafn góðir og skemmtilegir og þessi yndislega kona var, væri heimurinn sannarlega betri.“

Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar segir Guðrúnu hafa verið ljósbera.

„Allsstaðar þar sem hún kom birti til og hún færði fólki ljóstýru með baráttu sinni. Minnist hennar með hlýju og þakka fyrir vináttuna á meðan ég held baráttunni fyrir bættum heimi áfram með manngæsku hennar að leiðarljósi.“

Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, segist enn ekki hafa fundið nægilega stór orð til að lýsa því hve mikill missir sé af Guðrúnu.

„Ráðagóð og risastór hjartahlý og hreinskilin. Ég samhryggist fjölskyldu hennar svo því það tómarúm sem skapast er einhvernvegin svo risastórt fyrir okkur öll sem samfélag en þeirra missir er mestur. Gunna elskaði sitt fólk mest um leið og hún elskaði alla og sýndi öllum virðingu og kærleika. Betri samstarfskonu og fyrirmynd er erfitt að finna.“

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri  segir Guðrúnu hafa tekist á við veikindin eins og aðra baráttu, það er að segja með lífsgleði, sjarma, jákvæðni og smitandi bjartsýni auk þess sem húmorinn hafi aldrei verið langt undan.

„Og baráttukona var Gunna alltaf. Hún ruddi brautina á ótalmörgum sviðum og skildi eftir sig djúp spor í samfélaginu og hjörtum fjölmargra. Hvar sem einstaklingar eða hópar sem áttu undir högg að sækja þurftu stuðning eða rödd var Gunna mætt með eldmóð og óbilandi baráttuhug í bland við klókindi og málafylgju. Eftir allan sinn magnaða feril var gríðarlegur fengur að fá hana aftur inn í borgarstjórnarflokk Samfylkingarinnar vorið 2018 og að sama skapi er það mikill missir að sjá á eftir henni, ekki aðeins sem stjórnmálakonu heldur ekki síður þeirri mögnuðu og sönnu manneskju sem hún var. Það urðu allir ríkari af því að kynnast Gunnu Ö. Engum hef ég kynnst sem hafði jafn mikið og djúpt innsæi í samskipti fólks og hópa. Gunna var örlát á ráð og reynslu og varð hvarvetna „límið“ í þeim félagsskap sem hún gekk til liðs við – og oftar en ekki sjálfskipaður veislustjóri – því enginn var meiri stemmningsmanneskja eða skemmtilegri á góðri stund. Mér þykir ótrúlega vænt um myndina sem ég læt fygja frá síðustu gleðigöngu en hún var jafnframt síðasta opinbera þátttaka Gunnu sem borgarfulltrúi áður en hún fór í veikindaleyfi. Ég votta Gísla og öllum aðstandendum mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning Guðrúnar Ögmundsdóttur.“

Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins, segist hreinlega aldrei hafa kynnst skemmtilegri konu en Guðrúnu.

„Fólk varð held ég bara almennt betra með því að umgangast hana – alla vega náði hún alltaf að koma auga á það góða í fólki og leggja rækt við það. Og það ætla ég að reyna að hafa í huga hér eftir þegar við kveðjum þessa stórbrotnu konu.“

Pawel Bartoszek, forseti borgarstjórnar, segir að Guðrún hafi kunnað að tala við fólk af virðingu og um fólk af fólk af virðingu.

„Það mættu sem flestir taka hana sér til fyrirmyndar í þeim efnum. Þín verður sárt saknað, kæra samstarfskona og granni.“

Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður samtakanna ’78, segir að það séu margir sem eigi Guðrúnu svo margt að þakka.

„Stórkostleg kona, fyrirmynd og einn alöflugasti bandamaður hinsegin fólks á Íslandi.“

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar,  þakkar Guðrúnu fyrir sterka vináttu og stuðning í meira í en 40 ár.

„Takk fyrir allan hláturinn, dansinn, fjörið, matinn, heilræðin, ullarsokkana, skammirnar, örlætið, grátinn, trúnaðarsamtölin, yndisstundirnar og erfiðu stundirnar líka. Góða ferð í sumarlandið elsku vinkona.“

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segist minnast Guðrúnar fyrir einstaka nærveru, réttsýni, húmor og næmi.

„Örlát á stuðning og hvatningu, faðmlög og skilaboð löng og stutt. Svo ótrúlega dýrmæt manneskja.“

Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata, segir að Guðrún hafi verið ein af þessum einstöku mannverum, mannvinum

„sem lét manni alltaf verða hlýtt í hjartanu þegar maður hitti hana og á sama tíma fyllast baráttumóð til handa öðrum. Blessuð sé minning hennar um alla tíð. Votta aðstandendum hennar djúpstæða samúð við fráfall hennar.“

Frekari minningarorð um Guðrúnu má meðal annars lesa hér:

Vísir – Með gleðina í lífinu sem ferðafélaga

RÚV – Manneskja með stórt hjarta sem gerði heiminn betri 

Árið 2010 kom út saga Guðrún­ar Ögmunds­dótt­ur, Hjartað ræður för, skráð af Höllu Gunn­ars­dótt­ur.

Óskar Steinn ræðir málin í útvarpsþætti Jafnaðarmanna Íslands

Við kynnum með stolti Stjórnmálaspjallið, nýja hlaðvarpsþáttaröð í umsjón Óskars Steins Jónínusonar Ómarssonar, varaforseta Ungra jafnaðarmanna. Ef þér þykir vanta umræðu um það sem skiptir máli þá ættu þessir þættir að vera eitthvað fyrir þig! Athugaðu að þáttunum er bætt jafnharðan inn þannig enn á eftir að bætast í safnið.

 

Ójöfnuður á Íslandi

Hversu mikill er ójöfnuður á Íslandi og hvernig getum við minnkað hann? Óskar Steinn ræðir við Ágúst Ólaf Ágústsson, þingmann Samfylkingarinnar, um þetta og fleira. Hér má hlusta á þáttinn og einnig á Spotify

Samherji, spilling og sjávarútvegur

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, spjallar við Óskar Stein um spillingarmál Samherja og hvaða þýðingu það hefur fyrir íslensk stjórnmál og sjávarútveg.  Hér má hlusta á þáttinn og einnig á Spotify

Hælisleitendur og útlendingar

Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson ræðir við Helgu Völu Helgadóttur, þingkonu Samfylkingarinnar, um málefni hælisleitenda og útlendinga. Helga Vala hefur sterkar skoðanir og víðtæka þekkingu á málefninu, en hún starfaði m.a. sem lögmaður fyrir hælisleitendur áður en hún tók sæti á Alþingi. Hér má hlusta á þáttinn og einnig á Spotify.