Óskar Steinn ræðir málin í útvarpsþætti Jafnaðarmanna Íslands

Við kynnum með stolti Stjórnmálaspjallið, nýja hlaðvarpsþáttaröð í umsjón Óskars Steins Jónínusonar Ómarssonar, varaforseta Ungra jafnaðarmanna. Ef þér þykir vanta umræðu um það sem skiptir máli þá ættu þessir þættir að vera eitthvað fyrir þig! Athugaðu að þáttunum er bætt jafnharðan inn þannig enn á eftir að bætast í safnið.

 

Ójöfnuður á Íslandi

Hversu mikill er ójöfnuður á Íslandi og hvernig getum við minnkað hann? Óskar Steinn ræðir við Ágúst Ólaf Ágústsson, þingmann Samfylkingarinnar, um þetta og fleira. Hér má hlusta á þáttinn og einnig á Spotify

Samherji, spilling og sjávarútvegur

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, spjallar við Óskar Stein um spillingarmál Samherja og hvaða þýðingu það hefur fyrir íslensk stjórnmál og sjávarútveg.  Hér má hlusta á þáttinn og einnig á Spotify

Hælisleitendur og útlendingar

Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson ræðir við Helgu Völu Helgadóttur, þingkonu Samfylkingarinnar, um málefni hælisleitenda og útlendinga. Helga Vala hefur sterkar skoðanir og víðtæka þekkingu á málefninu, en hún starfaði m.a. sem lögmaður fyrir hælisleitendur áður en hún tók sæti á Alþingi. Hér má hlusta á þáttinn og einnig á Spotify.

 

Kjarabarátta blaðamanna til umræðu á fundi Verkalýðsmálaráðs

Sunna Kristín Hilmarsdóttir, blaðamaður á Vísi og fulltrúi í samninganefnd blaðamanna mætir á fund Verkalýðsmálaráðs Samfylkingar á sunnudaginn 1. desember í húsnæði Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, Strandgötu 43 í Hafnarfirði á milli kl. 14 og 16.

Fundarefnið er að þessu sinni kjör blaðamanna og kjarabarátta þeirra. Blaðamenn eru í einkennilegri stöðu því þeim er ætlað að fjalla um kjör annarra stétta en þeim reynist erfitt að fjalla um sína eigin stöðu. Verkalýðsmálaráð Samfylkingarinnar vill hlusta.

Að vanda verður boðið upp á vöfflur, rjúkandi kakó og samræður um verkalýðsmál og allt hitt sem við teljum að muni gera samfélag okkar fallegt og réttlátt með jöfn tækifæri fyrir alla.

Leikföng og föndurdót fyrir börnin.

Um helgina opnar fyrirmyndar jólaþorp Hafnfirðinga beint á móti fundarsal Samfó.
Tilvalið að skreppa í jólaþorpið fyrir eða eftir vöfflur og kakó.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Mætum og ræðum framtíðarsamfélagið á miðvikudaginn!

Hjartanlega velkomin á súpufund í Sunnusal, Iðnó, miðvikudaginn 27.11.2019 kl. 17:00.  

Hvert er samspil menntunar og nýsköpunar?

Hvaða grunn þarf að leggja áherslu á til að geta byggt upp hugvitsdrifið atvinnulíf og samfélag á Íslandi?
Dagskrá fundar:

Menntun: Grunnur velferðarsamfélags  Logi Einarsson, alþingismaður og formaður Samfylkingarinnar
Uppbygging hugvitsdrifings samfélags: Samspil menntunar og nýsköpunar Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Almannaróms – Miðstöðvar um máltækni
Í hvernig samfélagi vill ungt fólk búa?  Ingibjörg Ruth Gulin, forseti Hallveigar – Félags ungra jafnaðarmanna í Reykjavík

Fjárfesting á rannsóknum – hagur samfélagsins  Vilhjálmur Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Miðeindar
FundarstjóriÓskar Steinn Jónínu Ómarsson

Í lok fundar verða pallborðsumræður.
Súpa verður í boði menntamálanefndar Samfylkingarinnar.

Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, formaður menntamálanefndar Samfylkingarinnar

Gegn kvótabraski, skattaskjólum og spillingu

Ræðum leiðir gegn óábyrgum viðskiptaháttum, skattaskjólum og ægivaldi einstakra manna yfir sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar. Á morgun á milli klukkan 17 til 19 á Kaffi-Læk. Sjá einnig viðburð á Facebook. 

Hvað á að gerast þegar fyrirtæki sem hafa aðgang að sameigilegri auðlind þjóðarinnar standa ekki undir trausti?

Hvernig aukum við gegnsæi í viðskiptaháttum?

Er hægt að uppræta skattaskjól?

Á fundinum verða meðal annars Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, Helga Vala Helgadóttir og Magnús Árni Skjöld, deildarforseti félagsvísinda- og lagadeildar Háskólans á Bifröst og formaður alþjóðanefndar Samfylkingarinnar.

Fundarstjóri verður Eva H. Baldursdóttir, lögfræðingur og formaður umhverfisnefndar Samfylkingarinnar.

Fundurinn verður haldinn í hliðarsal í Kaffi Læk.

Fundurinn er öllum opinn. Við hlökkum til að sjá ykkur!

Fjárfestum í framtíðinni og verjum velferðina

Samfylkingin kynnti á blaðamannafundi í morgun 13 breytingartillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2020 upp á 20 milljarða. Tillögur Samfylkingarinnar eru að öllu leyti fjármagnaðar.

Fjárlagafrumvarpið opinberar vanmátt ríkisstjórnarinnar til að takast á við ójöfnuð annars vegar og framtíðina hins vegar. Félagslegir innviðir samfélagsins eru vanræktir, heilbrigðisstofnanir og framhaldsskólar fá raunlækkanir og barnafólk og örykjar skildir eftir. Í stað þess að styrkja tekjustofna í efnahagsuppgangi og búa í haginn er nú gerð aðhaldskrafa á opinbera grunnþjónustu. Samfylkingin lýsir þar að auki yfir vonbrigðum með metnaðarleysi ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum en einungis 2% af fjárlögum er ráðstafað í umhverfismál.

„Við leggjum til breytingar til að gera fjárlögin framsæknari. Tillögurnar snúa annars vegar að því að sækja fram; á sviði menntunar, nýsköpunar og í loftslagsmálum. Hins vegar snúa þær að því að verja velferð almennings; barnafjölskyldur, heilbrigðisþjónustu og þau sem standa höllum fæti“ – Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.

 

Framtíðarsamfélag: Breytingartillögur upp á 10 milljarða til að sækja fram á sviði menntunar, nýsköpunar og loftslagsbreytinga.

 1.     Aðgerðir gegn loftslagsbreytingum: 4 milljarðar
 2.     Menntun: 3 milljarðar
 3. Háskólar (m.a. HÍ, LHÍ, HR, Bifröst og HA) 2 milljarðar.
 4. Framhaldsskólar 1 milljarður.
 5.     Rannsóknir og þróun: 1 milljarður
  1. Áhersla á Tækniþróunarsjóð, Rannsóknarsjóð og Innviðasjóð.
 1.     Nýsköpun og skapandi greinar: 1 milljarður
  1. Endurgreiðsla rannsóknar og þróunarkostnaðar fyrirtækja um 700 milljónir.
 2. Endurgreiðsla vegna kvikmyndagerðar um 300 milljónir.
 3.     Almenningssamgöngur: 1 milljarður

Velferðarsamfélag: Breytingartillögur upp á 10 milljarða til að verja velferðina.

 1.     Barnafjölskyldur: 2 milljarðar kr.
  1. Helmingi meiri aukning í barnabætur.
  2. Lengingu fæðingarorlofs flýtt.
 2.     Landspítalinn og Sjúkrahúsið á Akureyri: 2 milljarðar kr.
 3.     Heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni: 600 milljónir
 4.     Hjúkrunarheimili: 800 milljónir kr.
 5.   Málefni aldraðra: 2 milljarðar
 6.   Málefni öryrkja: 2 milljarðar
  1. Þessi upphæð er tvöfalt hærri en sú viðbót sem ríkisstjórnin ver til öryrkja.
 7.   Löggæsla: 400 milljónir
  1. Þessi upphæð er sama upphæð og fyrirhugaður niðurskurður ríkisstjórnarinnar til almennrar löggæslu.
 8.   Framlög til SÁÁ: 200 milljónir
  1.      Til að eyða biðlistum sem hafa aldrei verið lengri.

Tillögurnar, sem telja 20 milljarða kr. breytingu, yrðu fjármagnaðar m.a. með auknum tekjum af fiskveiðiauðlindinni (4ma), tekjutengdum auðlegðarskatti (6ma), kolefnisgjaldi (1ma), hækkun fjármagnstekjuskatts (4ma) og skattaeftirliti (5ma).

 

 

 

Hlustaðu á upplýsandi nýja hlaðvarðsþætti um mál í brennidepli

Við kynnum með stolti Stjórnmálaspjallið, nýja hlaðvarpsþáttaröð í umsjón Óskars Steins Jónínusonar Ómarssonar, varaforseta Ungra jafnaðarmanna.

Í fyrsta þætti Stjórnmálaspjallsins ræðir Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson við Helgu Völu Helgadóttur, þingkonu Samfylkingarinnar, um málefni hælisleitenda og útlendinga. Helga Vala hefur sterkar skoðanir og víðtæka þekkingu á málefninu, en hún starfaði m.a. sem lögmaður fyrir hælisleitendur áður en hún tók sæti á Alþingi.

Hér má hlusta á þáttinn, en hann er einnig kominn á Spotify.

 

Stjórnmálaspjallið:
hælisleitendur og útlendingar

Meðferð stjórnvalda á albanskri konu sem vísað var úr landi í síðustu viku stangast á við fjölda laga og alþjóðlegra samninga sem Ísland á aðild að. Þetta segir Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, í fyrsta þætti Stjórnmálaspjallsins.

 

Ályktanatillögur og Breytingartillögur fyrir flokksstjórnarfund

 

Ályktanatillögur

Ályktun um skipan rannsóknarnefndar

Ályktunartilllaga um veggjöld

Ályktun um loftslagsmál

Ályktun stjórnar um jöfnuð og kjaramál

Breytingartillögur

Breytingatillögur á Skuldbindandi reglum um aðferðir við val á framboðslista

 

 

 

Dagskrá flokksstjórnarfundar Samfylkingarinnar!

Flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar í Austurbæ, laugardaginn 19. október 

10:00 Innskráning hefst með setningu og morgunkaffi.

10:30 Nýjar hugmyndir í loftslagsmálum í hnattrænu samhengi
Annette L. Bickford
, sérfræðingur í loftslagsréttlæti ræðir nýjar hugmyndir í hnattrænu samhengi

11:00 Ræða formanns
Logi Einarsson
, formaður Samfylkingarinnar

11:45 – 12:30 Hlé og hádegisverður með léttu ívafi

12:30 – 13:30 Tækifæri og áskoranir jafnaðarmanna í umhverfismálum á Íslandi

Sævar Helgi Bragason vísindamiðlari stýrir umræðum og pallborði um aðgerðir í umhverfismálum.

 • Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri
 • Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri

Í pallborðsumræðum með þeim Degi og Hildu Jönu verða einnig:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur BSRB, í námi sínu við Goldman School of Public Policy við Kaliforníuháskóla í Berkley lagði hún áherslu á stefnumótun á sviði loftslagsmála og í lokaverkefni  sínu lagði hún mat á stefnu íslenskra stjórnvalda um rafbílavæðingu.
Brynhildur Pétursdóttir,  framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna. Sjálfbær og siðræn neysla er eitthvað sem Neytendasamtökin hafa alltaf láta sig varða og fjallað mikið um enda eitt af hlutverkum neytendasamtaka að fræða og upplýsa neytendur svo þeir geti tekið upplýsta ákvörðun.

Umræður og fyrirspurnir

13:30 – 15:00 Vinnustofa – Hvað getum við gert?

Áskoranir í loftslagsmálum eru margvíslegar og þvera allt svið samfélagsins. Ef við leggjum hugvit okkar saman fást bestu lausnirnar. Fundargestir munu vinna eftir þemu á borðunum og skila af sér afurð í formi tillagna til þingflokks og sveitarstjórnar Samfylkingarinnar– hagkerfið, samgöngur og skipulag, græn atvinnumál, einstaklingar/neytendur, nýsköpun og tæknilausnir – framtíðin.

Eva H. Baldursdóttir, lögfræðingur og sérfræðingur á sviði loftslagsmála, stýrir vinnustofu ásamt borðastjórum: Óskar Steinn Ómarsson, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Inger Erla Thomsen, Geir Guðjónsson og Eysteinn Eyjólfsson.

15:00 – 15:10 Jóna Þórey Pétursdóttir, forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands og einn skipuleggjanda Loftslagsverkfallsins, fer yfir kröfur ungs fólks til stjórnmálamanna

15:10 – 16:40 Almennar umræður og afgreiðsla tillagna

16:40 – 17:00 Skilaboð frá Ungum jafnarðarmönnum

Stefnumót og happy hour með þingmönnum og sveitarstjórnarfólki á barnum. DJ og skemmtiatriði.

 

Fundarstjóri Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar

 

Ályktanatillögur

Ályktun um skipan rannsóknarnefndar

Ályktunartilllaga um veggjöld

Ályktun um loftslagsmál

Ályktun stjórnar um jöfnuð og kjaramál

Breytingartillögur

Breytingatillögur á Skuldbindandi reglum um aðferðir við val á framboðslista

 

 

 

 

 

Taktu daginn frá! Flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar verður 19. október í Austurbæ

Flokksstjórnarfundur verður haldinn laugardaginn 19. október í Austurbæ, Snorrabraut 37.

Félagar í Samfylkingunni eru hvattir til að mæta til að þétta raðirnar, huga að framtíðinni og því hvernig félagshyggjufólk nýtir Samfylkinguna sem farveg til að bæta samfélagið. Lausnir við aðsteðjandi verkefnum framtíðarinnar þurfa að koma frá almenningi og viðfangsefnin eru stór en meðal spurninga sem við þurfum að ræða er hvernig við getum tekist á við loftslagsvánna í sameiningu og hvaða aðgerða er hægt að grípa til.

Flokksstjórnarfundir eru opnir öllum flokksfélögum og stuðningsmönnum, við hvetjum alla áhugasama til að mæta og taka virkan þátt í flokksstarfinu.

Nánari dagskrá auglýst þegar nær dregur.

Við hlökkum til að sjá þig!

Verkefnastjóri í miðlun og viðburðahald

Samfylking óskar eftir starfmanni í verkefnastjórn, miðlun og skipulagningu viðburða á vegum flokksins.

Viðkomandi mun vinna náið með framkvæmdastjóra og skrifstofustjóra við að kynna málefni flokksins, skipuleggja og halda utan um viðburði, samfélagsmiðla, gæta að skyldum gagnvart Persónuvernd og miðla upplýsingum um störf Samfylkingarinnar.

Helstu verkefni og ábyrgð:
• Halda utan um áætlun vegna viðburða á vegum Samfylkingarinnar
• Styðja við kjörna fulltrúa og miðla upplýsingum um störf þeirra
• Gæta að því að skyldum gagnvart Persónuvernd sér fylgt eftir
• Veita sjálfboðaliðum Samfylkingarinnar ráðgjöf og stuðning

Hæfniskröfur:
• Reynsla og áhugi á viðburðastjórnun og markaðssetningu
• Færni til að búa til og miðla efni á samfélagsmiðlum
• Þekkingu á tækni- og myndbúnaði
• Jákvætt hugarfar og starfsgleði
• Frumkvæði, metnaður til að ná árangri, sjálfstæð og öguð vinnubrög
• Reynsla af að starfa með sjálfboðaliðum æskileg
• Þekking og áhugi á pólitísku starfi
• Undirstöðuþekking á GDPR, það er að segja nýjum Persónuverndarlögum

Umsóknarfrestur er til og með 23. sept 2019

Framlengdur umsóknarfrestur er til og með 28. september 2019.

Umsóknum skal skilað rafrænt á netfangið karen@samfylking.is