Sanngjörn dreifing skattbyrðar – glærur frá fundi málefnanefndar um efnahagsmál

Efnahagsnefnd Samfylkingarinnar var að vanda með fróðlegan fund á Hallveigarstíg þriðjudaginn 19. febrúar í hádeginu. Á fundinum var farið yfir skattatillögur Eflingar og mætti Indriði H. Þorláksson, annar höfunda tillagnanna, á fundinn. Að lokinni kynningu var oprið fyrirfyrirspurnir og umræður en Bolli Héðinsson, formaður hópsins stýrði þeim. Glærur Indriða má finna á slóðinni hér: Sanngjörn dreifing skattbyrðar

 

Yfirlit yfir fundi málefnanefnda á árinu og upplýsingar fyrir þá sem vilja slást í hópinn

Heil og sæl,

Hér fyrir neðan gefur á að líta þá fundi sem hafa verið boðaðir á árinu á vegum málefnanefnda Samfylkingarinnar. Búið er að setja upp forláta fjarfundarbúnað í fundarherberginu á Hallveigarstíg en þeir sem eru skráðir í málefnastarfið fá slóð senda fyrir fundi þeirrar nefndar sem þeir eru skráðir í. Í sumum tilfellum verður einnig sett slóð inn á Facebook-hóp Samfylkingarinnar.  

Þegar eru yfir 120 skráðir í starf málefnanefndanna. Ef þið viljið bætast í hópinn hvetjum við ykkur til að skrá ykkur á slóðinni hér SKRÁNING. Blómlegt innra starf er lykilforsenda árangurs stjórnmálaflokka.

Upplýsingar um fundi er einnig hægt að finna á síðu Samfylkingarinnar með því að smella á flipann viðburðir en hann má sjá ofarlega á forsíðunni.

Alþjóðamál

 • Miðvikudagur 9. janúar kl. 12-13
 • Fimmtudagur 24. janúar kl. 19:30
 • Fimmtudagur 21. febrúar kl. 12

Formaður nefndarinnar er Magnús Árni Skjöld.

Atvinnumál

 • Föstudagur 11. janúar kl. 12-13

Formaður er Guðrún Arna Kristjánsdóttir.

Efnahagsmál

 • Þriðjudagur 15. janúar kl. 12-13
 • miðvikudagur 23. janúar kl. 12-13
 • þriðjudagur 5. febrúar kl. 12-13
 • þriðjudagur 19. febrúar kl. 12-13
 • þriðjudagur 5. febrúar kl. 12-13

Formaður er Bolli Héðinsson.

Menntamál

 • Fimmtudagur 10. janúar kl. 12-13Fimmtudagur 21. febrúar kl. 19-20
 • Fimmtudagur 21. febrúar kl. 19-20

Formenn eru Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir og Óskar Steinn Ómarsson.

Velferðarmál

 • Föstudagur 11. janúar kl. 17-18
 • Mánudagur 18. febrúar kl. 16-18
 • Föstudagur 15. mars  kl. 16.00-18:00

Formenn eru Donata H. Bukowska og Vilborg Oddsdóttir

Umhverfismál

 • Laugardagur 9. febrúar kl. 11-12:30
 • Laugardagur 23. febrúar kl. 11-12-30 (óstaðfestur tími)

Formenn eru Dóra Magnúsdóttir og Margrét Gauja Magnúsdóttir

Taktu daginn frá ― Flokksstjórnarfundur 16. mars á Hótel Bifröst

Flokksstjórnarfundur verður haldinn laugardaginn 16. mars á Hótel Bifröst 

Flokksstjórnarfundir eru opnir öllum flokksfélögum og stuðningsmönnum, við hvetjum alla áhugasama til að mæta og taka virkan þátt í flokksstarfinu. Einungis kjörnir fulltrúar í flokksstjórn hafa þó atkvæðisrétt á fundinum.

Á fundinum verður áhersla lögð á innra starf flokksins.

Nánari dagskrá auglýst þegar nær dregur.

Tilboð verður á gistingu fyrir Samfylkingarfólk á Hótel Bifröst þessa helgi.

Gisting í einstaklingsherbergi með morgunmat: 12.000 kr. herbergið.

Gisting í tveggja manna herbergi með morgunmat: 15.500 kr. herbergið

Tveggja rétta kvöldverður: 6.400 kr. á mann. Happy hour frá kl. 16 – 19

Við hlökkum til að sjá þig!

p.s. sætaferðir verða skipulagðar frá Reykjavík og Akureyri.

Formenn jafnaðarmanna á Norðurlöndum: ræða Loga

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sótti ársfund SAMAK 2019 í Helsinki á dögunum. SAMAK er samstarfsvettvangur norrænu jafnaðarmannaflokkanna og heildarsamtaka launafólks – á Íslandi eru Samfylkingin og ASÍ aðilar.

Fulltrúar Samfylkingarinnar á ráðstefnu voru Logi Einarsson, formaður, og Karen Kjartansdóttir, framkvæmdarstjóri. Logi tók þátt í pallborði leiðtoga um framtíð jafnaðarstefnunnar í Evrópu. Auk leiðtoga jafnaðarmanna á Norðurlöndunum tók Frans Timmermans, varaforseti framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins þátt og undirstrikaði mikilvægi samvinnu frá miðju- til vinstri um gervalla Evrópu.


Logi hélt auk þess formannaræðu á norsku um íslensk stjórnmál og hlutverk jafnaðarmanna á alþjóðavettvangi;

Farsæl framtíð er háð því að mannkynið átti sig á því að við erum öll systkin og eigum allt undir því að vinna saman. Tilbúin landamæri, trú eða litarháttur fá engu um það breytt. Þetta er sérstaklega mikilvægt að hafa í huga þegar sterk öfl, jafnvel stjórnvöld í okkar heimshluta, sjá sér enn hag í því að sundra, draga í dilka og viðhalda óstöðugleika.

Gæðum jarðarinnar er einfaldlega of ójafnt skipt. Á meðan helmingur barna býr við örbirgð og mörg þeirra fá hvorki menntun né aðgang að hreinu vatni, þegar milljónir manna eru á flótta undan styrjöldum og kúgun, í veröld sem flokkar menn eftir litarhætti, og jafnrétti kynjanna á langt í land, höfum við mikið verk að vinna – og jafnaðarmenn verða að leiða vinnuna.

Ræðuna má lesa í heild sinni hér á norsku og íslensku.


Meira um fundinn hér: http://samak.info/norden-og-fremtidens-europa/

Jöfn tækifæri fyrir fólk af erlendum uppruna

Í vikunni talaði Guðjón S. Brjánsson fyrir þingsályktunartillögu um mótun stefnu sem eflir fólk af erlendum uppruna til þátttöku í íslensku samfélagi. Hann vakti líka athygli á tillögunni undir liðnum störfum þingsins þar sem hann einnig greindi frá þeirri stöðu sem er uppi í málefnum innflytjenda.

Tillagan felur í sér að Alþingi álykti að fela félags- og jafnréttismálaráðherra í samvinnu við mennta- og menningarmálaráðherra, heilbrigðisráðherra og dómsmálaráðherra að móta stefnu fyrir einstaklinga og fjölskyldur af erlendum uppruna sem hafi það að markmiði að auka gagnkvæman skilning og þátttöku á öllum sviðum samfélagsins. Sérstök áhersla verði lögð á félagsleg réttindi, heilbrigðisþjónustu, menntun og atvinnuþátttöku þannig að á Íslandi verði fjölmenningarsamfélag þar sem grundvallarstefin eru jafnrétti, réttlæti og virðing fyrir lífi án mismununar. Ráðherra kynni stefnuna fyrir Alþingi í upphafi 150. Löggjafarþings. Í ræðu sinni um málið sagði Guðjón meðal annars:

„Fólksflutningar á milli landa eru í senn eitt helsta tækifæri og ein veigamesta áskorun alþjóðasamfélagsins. Um 250 milljónir manna eru á faraldsfæti um heimsbyggðina utan síns heimalands, hafa aldrei verið fleiri og þeim mun samkvæmt spám heldur fjölga en hitt. Samkvæmt skilgreiningu Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna flytja langflestir innflytjenda, um 90%, búferlum að eigin ósk. Ástæðan er alla jafna fjárhagsleg, þ.e. að í heimalandinu er vinna við hæfi ekki í boði eða um almennan atvinnubrest er að ræða. Þau 10% sem eftir standa eru flóttamenn og hælisleitendur sem flýja til annars lands undan ofsóknum, hótunum og/eða átökum.“

Flutningsmenn eru Guðjón S. Brjánsson, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, Ágúst Ólafur Ágústsson, Guðmundur Andri Thorsson, Helga Vala Helgadóttir, Logi Einarsson, Oddný G. Harðardóttir.

Hérna má nálagst tillöguna í heild sinni: https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalalistar-eftir-thingum/ferill//?ltg=149&mnr=274

Samfylkingin styður Öryrkjabandalag Íslands

Þingflokkur Samfylkingarinnar krefst þess að ríkisstjórnin gefi þegar í stað út yfirlýsingu um til hvaða ráðstafana verði gripið til að leiðrétta þær búsetuskerðingar sem öryrkjar hafa ranglega orðið fyrir um margra ára skeið. Óljós og misvísandi skilaboð Tryggingastofnunar annars vegar og ráðherra hins vegar eru með öllu óboðleg. Skerðingarnar hafa bitnað harkalega á yfir 1000 öryrkjum í landinu og er krafa okkar að ranglætið verði stöðvað og hafist handa þegar í stað við leiðréttingar.

Jómfrúarrræða Bjarts Aðalbjörnssonar

Bjartur Aðalbjörnsson settist á þing í fyrsta skipti í vikunni í stað Loga Einarssonar og hélt jómfrúarræðu sína í dag. Ræðan hans fjallaði um skattkerfið og hvernig hægt er að nýta það til að gefa öllum jöfn tækifæri.  Bjartur ætlar að láta til sín taka inn á þingi og ætlar að beita sér fyrir raforkuöryggi á landsbyggðinni, húsnæðismálum og sanngjarnara skattkerfi.

Bjartur er 24 ára Vopnfirðingur sem hefur undanfarin ár starfað við kennslu í Vopnafjarðarskóla. Þrátt fyrir ungan aldur er Bjartur ekki alveg blautur á bak við eyrun þegar að kemur að stjórnmálastarfi en hann hefur látið til sín taka í sveitastjórnarmálum í Vopnafirði. Í sveitarstjórnarkosningum í vor var Bjartur yngsti oddviti lista á landinu og tryggði Samfylkingunni tvo menn í sveitarstjórn á Vopnafirði, þá aðeins 23 ára gamall. Í sveitarstjórn hefur hann barist fyrir aukinni áherslu á framtíðarsýn, fyrir uppbyggingu húsnæðis og gagnrýnt eignasöfnun auðmanna á jörðum í landinu.

Hérna má sjá ræðu Bjarts:

Virðulegi forseti.

Stefna Samfylkingarinnar er skýr um jöfn tækifæri allra.

Samneysla að fyrirmynd jafnaðarmanna þar sem gæðunum er dreift þannig að öllum sé tryggt lífsviðurværi er leiðin.En angar frjálshyggjunnar hafa á undanförnum áratugum grafið undan þessari samneyslu. Samfélagið hefur í auknum mæli verið sniðið að þeim sem meira eiga. Vasar þeirra ríku dýpka og þeir sem ekki vita aura sinna tal koma auðnum fyrir í buxnavösum afskekktra eyríkja, til þess eins að komast hjá sinni ábyrgð í samneyslunni.

Samkvæmt nýrri skýrslu Oxfam eiga 26 ríkustu einstaklingar heims jafn mikinn auð og fátækari helmingur heimsbyggðarinnar. Til að koma í veg fyrir frekari misskiptingu auðs hér á landi þarf að breyta skattkerfinu og byggja það upp öllum til hagsældar.

Árið 2016 runnu 60 milljarðar fjármagnstekna til 330 einstaklinga. Sá tekjuhæsti í þessum hópi þénaði 3 milljarða í fjármagnstekjum. Það tæki lágtekjumann mörghundruð ár að vinna sér inn þessa upphæð. Stefna stjórnvalda á ekki að greiða leið þeirra ríku til að verða ríkari á kostnað þeirra fátæku. Háar tekjur á að skattleggja á réttlátan hátt.

Fjalldalaregla John Rawls rammar þetta ágætlega inn. Þorsteinn Gylfason orðaði hana svona, með leyfi forseta:

‘’Fjöll mega ekki vera hærri né tignari en þarf til þess að dalirnir séu sem blómlegastir og byggilegastir.’’

Virðulegi forseti. Í nýrri skýrslu Oxfam segir að ríkasta fólkið í heiminum og fyrirtæki þess séu beinlínis undirskattlögð; það á við á Íslandi. Hér er fjármagnstekjuskattur lægstur af Norðurlöndunum, aðeins 22% – miklu lægri en tekjuskattur einstaklinga. Bæði Oxfam og OECD tala fyrir hærri fjármagnstekjuskatti til að jafna samfélagið. Og einnig eignaskatti, svipuðum auðlegðarskattinum, sem skilaði þegar mest lét 10 milljörðum í ríkissjóð. Tækifæri til skattlagningar á þá sem mest eiga eru allt í kringum okkur.

Við jafnaðarmenn lítum á skattkerfið sem tekjujöfnunarkerfi þar sem þeir greiða mest sem eiga mest. Skref til vinstri er rétta skrefið – skref í átt að félagshyggju.

Jóhanna Vigdís: Tryggjum jafnan aðgang að góðri menntun

Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, hefur tekið sæti á Alþingi. Hún kemur inn í fjarveru Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar.

Jóhanna er framkvæmdastjóri Almannaróms, miðstöðvar um máltækni sem hefur það meginhlutverk að tryggja að íslenskan verði gjaldgeng í samskiptum sem byggja á tölvu- og fjarskiptatækni.

„Hagvöxtur samfélaga byggir á nýsköpun, og nýsköpun byggir á menntun og rannsóknum. Menntun er líka besta leiðin sem við þekkjum til að stuðla að félagslegum hreyfanleika, vegna þess að aðgengi að menntun óháð efnahag, gerir öllum kleift að bæta hag sinn. Mikilvægasta verkefni okkar, hvort sem við erum við upphaf fjórðu iðnbyltingarinnar eða í henni miðri, er að tryggja jafnan aðgang allra að gæðamenntun. Þá þarf að líta sérstaklega til þess að efla endurmenntun, í samhengi við atvinnustefnu til framtíðar. Aðeins þannig munum við geta nýtt möguleikana sem framtíðin býður okkur, okkur öllum til góðs,“ segir Jóhanna Vigdís.

Áður hefur Jóhanna Vigdís starfað sem framkvæmdastjóri hjá Háskólanum í Reykjavík og meðal annars staðið fyrir uppbyggingu tengsla á milli háskóla og atvinnulífs í því starfi. Jóhanna Vigdís hefur jafnframt gegnt stjórnendastöðum við Listahátíð í Reykjavík, hjá Straumi fjárfestingarbanka, Deloitte og Borgarleikhúsinu.

Fyrir áramót tók Ellert B. Schram sæti á Alþingi sem varamaður Ágústs Ólafs. Jóhanna Vigdís var þá stödd í Suður-Afríku, heimalandi eiginmanns hennar. Eiginmaður hennar er Riaan Dreyer og eiga þau saman fjögur börn.

Jóhanna Vigdís lauk AMP gráðu hjá IESE Business School í Barcelóna árið 2015, MBA námi frá HR 2005 og meistaraprófi frá Háskólanum í Edinborg árið 2003. Jóhanna Vigdís útskrifaðist með BA gráðu í bókmenntum frá Háskóla Íslands árið 1998.

 

Inga Björk ræðir birtingarmyndir fötlunarfordóma

Eru fötlunarfordómar í samfélaginu og ef svo er, hvernig birtast þeir? Við getum ekki stillt okkur um að benda á mjög fróðlegt viðtal á RÚV við þær Ingu Björk Bjarnadóttur, formann framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, og Jönu Birtu Björnsdóttur, sem báðar eru fatlaðar og tilheyra aktivistahópnum Tabú sem stofnaður var árið 2014. Um er að ræða efni sem flestir jafnaðarmenn ættu að vilja kynna sér, auk þess sem þær stöllur eru sérlega áhugaverðir viðmælendur.

Umsjónarmaður þáttarins er Viktoría Hermannsdóttir.

Viðtalið má nálgast hér.

Málefnastarf Samfylkingarinnar – dagskrá

Kæru félagar,

mikill hugur er í Samfylkingarfólki á nýju ári og starf málefnanefnda að fara í gang. Þeir sem hafa skráð sig í nefndir ættu þegar að hafa fengið erinindisbréf og boð á fund en ef fundarboðið hefur ekki skilað sér, af einhverjum orsökum, eða ef þið viljið bætast til liðs við góðan hóp, hvetjum við ykkur til að senda póst á samfylking@samfylking.is og tilgreina í hvaða nefnd þið viljið leggja fram krafta ykkar í, sjá lista hér að neðan.

Fyrstu fundir nefndanna verða í efirfarandi röð á skrifstofu Samfylkingarinnar á Hallveigarstíg 1, 101 Reykjavík.

Alþjóðamál

Miðvikudaginn 9. janúar kl. 12-13 hittist málefnanefnd Samfylkingarinnar um alþjóðamál. Formaður nefndarinnar er Magnús Árni Skjöld.

Menntamál

Fimmtudaginn 10. janúar kl. 12-13 hittist málefnanefnd Samfylkingarinnar um menntamál. Formenn eru Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir og Óskar Steinn Ómarsson.

Atvinnumál

Föstudaginn 11. janúar kl. 12-13  hittist málefnanefnd Samfylkingarinnar um atvinnumál.

Formaður er Guðrún Arna Kristjánsdóttir.

Velferðarmál

Föstudaginn 11. janúar kl. 17-18 hittist málefnanefnd Samfylkingarinnar um velferðarmál. Formaður er Donata H. Bukowska.

Efnahagsmál

Þriðjudaginn 15. janúar kl. 12-13 hittist málefnanefnd Samfylkingarinnar um efnhagsmál. Formaður er Bolli Héðinsson.

Umhverfismál

Dagsetning auglýst innan skamms.

Formaður er Margrét Gauja Magnúsdóttir.

 

Við þökkum þér, kæri félagi, fyrir að vera til í að taka þátt í þessu starfi með okkur og hlökkum til samstarfsins.

 

Kærar kveðjur,

Karen Kjartansdóttir