Dagskrá

Hér má nálgast dagskrá landsfundar Samfylkingarinnar 2020. Inn á milli dagskrárliða og atriða munu verða sýnd myndbönd úr ýmsum áttum, frá þingflokki, landshreyfingum flokksins, skemmtiatriði, afmælismyndband og jafnvel fleirum.

Hljómsveitin GÓSS með þeim Sigríði Thorlacius, Sigurði Guðmundssyni og Guðmundi Óskari Guðmundssyni spila fyrir okkur ljúfa tóna eins og þeim einum er lagið. Engin önnur en Saga Garðars sér um að við munum öll brosa og hlægja.

Föstudagur - 6. nóvember

16:00 Landsfundur hefst - Dagskrá fundarins og fyrirkomulag kynnt

16:05 Setningarathöfn - Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar setur landsfund

16:10 Sanna Marin - Forsætisráðherra Finnlands

16:15 Kjörskrá til formannskjörs lokar

16:16 Almenn landsfundarstörf hefjast

 • Skýrsla stjórnar 
 • Ársreikningur
 • Farið yfir málefnastarf flokksins
 • Stjórnmálaályktun lögð fram

16:30 Kosning til formanns hefst (kosning er opin í 40 mín.)

16:50 Umræður: Áhrif bandarísku kosninganna á stjórnmál á Íslandi og í Evrópu

 • Sigmundur Ernir Rúnarsson
 • Kristján Guy Burgess
 • Freyja Steingrímsdóttir

17:15 Kjöri formanns lýst og niðurstöður kynntar 

17:20 Útsendingu lýkur

18:00 Zoom Webinar landsfundarfulltrúa

 • Almennar umræður

19:00 Kjörskrá og framboðsfrestur í önnur embætti rennur út

20:00 Kosning varaformanns hefst (kosningu lýkur kl. 10:20 daginn eftir)

Laugardagur - 7. nóvember

10:00 Útsending frá Hilton hefst

10:05 Guðrún Johnsen  - hagfræðingur - leiðin út úr COVID-19 kreppunni

10:20 Kjöri varaformanns lýkur

10:25 Kjöri varaformanns lýst úrslit kynnt

10:30 Kosning ritara hefst (kosning er opin í 25 mín.)

10:35 Ræða formanns

10:50 Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB - vinna og velferð

11:00 Samtal um sveitarstjórnarmálin -  þátttakendur geta sent inn spurningar í tölvupósti á [email protected]

 • Arna Ír Gunnarsdóttir - Árborg
 • Dagur B. Eggertsson - Reykjavík
 • Hilda Jana Gísladóttir - Akureyri

11:20 Úrslit úr kosningu ritara kynnt og kjör til gjaldkera hefst (kosning er opin í 25 mínútur)

11:45 Sigurður Loftur Thorlacius umhverfisaktívisti, umhverfisverkfræðingur og aktívisti - Græn framtíð

11:55 Samtal við framsögumenn Vinna, velferð og græn framtíð -  þátttakendur geta sent inn spurningar með tölvupósti á [email protected]

 • Guðrún Johnsen - hagfræðingur
 • Sonja Ýr Þorbergsdóttir - formaður BSRB
 • Sigurður Loftur Thorlacius - umhverfisverkfræðingur hjá EFLU

11:35 Úrslit úr kosningu í kjör ritara kynnt og kosning gjaldkera hefst (kosning er opin í 25 mín.)

12:20 Úrslit úr kosningu í kjör gjaldkera kynnt og kosning til formanns framkvæmdarstjórnar hófst kl, 12:00 (kosning er opin í 45 mín.)

12:40 Þingflokkur Samfylkingarinnar ræðir við landsfundargesti

 • Ágúst Ólafur Ágústsson
 • Logi Einarsson
 • Oddný G. Harðardóttir

13:05 Úrslit úr kosningu í kjör til formanns framkvæmdastjórnar kynnt og kosning framkvæmdastjórnar hefst (kosning er opin í 25 mín.)

13:50 Úrslit úr kosningu í framkvæmdastjórn kynnt og kosning til flokksstjórnar, verkalýðmálaráðs og formanns laganefndar hófst 13:40. Niðurstöður kosninga verða birtar á heimasíðu flokksins (kosning stendur yfir í 45 mín.)

14:00 Dagskrá lýkur

* Tímasetningar eru birtar með fyrirvara um óvænt atvik sem geta breytt dagskrá.