Erlendur Geirdal

Kæru félagar.

Ég býð fram krafta mína sem fulltrúi í framkvæmdastjórn og óska eftir stuðningi ykkar til þess í komandi kosningum. Ég gekk í flokkinn okkar fyrir rúmlega ellefu árum og hef síðan tekið virkan þátt í starfinu hjá

Samfylkingunni í Kópavogi. Hef setið þar í stjórn og verið fulltrúi flokksins í ýmsum nefndum bæjarins. Er varamaður í fráfarandi framkvæmdastjórn. Ég er sannfærður jafnaðarmaður og styð heilshugar öll sígildu baráttumálin um jafnan aðgang allra í samfélaginu að tækifærum, heilbrigðisþjónustu og menntun, óháð efnahag. Ég trúi því að á erfiðum tímum eins og núna sé aðferðafræði jafnaðarfólks sú besta sem í boði er til að takast á við vandamálin og finna lausnir til framtíðar. Þess vegna er svo brýnt að Samfylkingin leiði næstu ríkisstjórn og að því vil ég vinna.

Nokkrir málaflokkar eru mér sérstaklega hugleiknir:

- Loftslagsmál, að Ísland verði fyrirmynd þjóða í umhverfismálum.

- Nýsköpun, menntun og framtíðarstörf í fjórðu iðnbyltingunni.

- Auðlindamál, sanngjörn nýtingargjöld, breytingar á kvótakerfi fiskveiða.

- Jafnrétti kynjanna, stuðningur við barnafólk og fjölgun landsmanna.

- Lýðræði, almenn stjórnmálaþátttaka, opin og skilvirk stjórnsýsla.

- Breyttar áherslur í landbúnaði - Stuðningur við fjölbreytta framleiðslu.

Ég er 57 ára, kvæntur og við búum í Kópavogi, eigum þrjár dætur og tvö barnabörn. Ég ólst

upp fyrir norðan, flutti ungur maður á höfuðborgarsvæðið og hef búið þar síðan að frátöldum

nokkrum námsárum í Kaupmannahöfn. Ég er menntaður rafmagnstæknifræðingur, hef unnið

margvísleg störf, m.a. við sjómennsku, í tölvu- og tækniþjónustu og starfa núna í

tæknifyrirtæki i Kópavogi.

Erlendur Geirdal