Flokksstjórnarfundur 13. október

Flokksstjórnarfundur verður haldinn laugardaginn 13. október  á Hótel Reykjavík Natura.

Flokksstjórnarfundir eru opnir öllum flokksfélögum og stuðningsmönnum, við hvetjum áhugasama til að mæta og taka virkan þátt í flokksstarfinu. Einungis kjörnir fulltrúar í flokksstjórn hafa þó atkvæðisrétt á fundinum.

Við upphaf fundar er innheimt kaffigjald. 

Við hlökkum til að sjá þig!

Tökumst á við framtíðina – saman
Samfylkingin  – jafnaðarmannaflokkur Íslands  

09:00 – 10:50  Ný stjórnarskrá, staðan og næstu skref
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir frá stöðunni í stjórnarskrármálinu.
Málefnahópur Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar leiðir umræðuna um næstu skref með flokksstjórnarfulltrúum.

kaffihlé

11:00 – 12:00  Hvernig leysum við húsnæðisvandann?
Lausnir í húsnæðismálum á Íslandi ræddar með hagaðilum og stjórnmálamönnum. í pallborðsumræðum um málið verða meðal annars til svara:

  • Dagur B. Eggertsson borgarstjóri
  • Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Samtaka iðnaðarins
  • Henný Hinz hagfræðingur ASÍ
  • Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar
  • Una Jónsdóttir deildarstjóri leigumarkaðsdeildar Íbúðalánasjóðs

Umræðum stýrir Arna Lára Jónsdóttir,bæjarfulltrúi á Ísafirði og varaþingmaður Samfylkingarinnar.

12:00 –12:15 Í kjölfar metoo-byltingarinnar
Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, kynnir stefnu, verklag og uppfærðar siðareglur sem mælst er til þess að allir kjörnir fulltrúar Samfylkingarinnar undirriti á fundinum.

Hádegisverður

13:00-15:00  Ísland og samfélag framtíðarinnar: Hvert stefnum við?
Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, kynnir málefnastarfið framundan.
Í nesti fá fundarmenn þrjá stutta og andríka fyrirlestra áður en hópunum er skipt upp í málstofur.

  • Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Háskólanum í Reykjavík og varaþingmaður Samfylkingarinnar, sem unnið hefur að tengslum atvinnulífs og háskólastarfs auk verkefna sem miða að því að auka hlut kvenna í tækni.
  • Magnús Árni Magnússon, dósent í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, fyrrverandi pólitískur ráðgjafi á skrifstofu borgaralegs sendifulltrúa NATO í Afganistan.

Umræðuhópar:

  • Líf með reisn: félagslegt net framtíðarinnar, velferð og heilsa. Jafnréttismál og mannréttindi.
  • Til framtíðar: sterkt skólastarf á öllum stigum, iðnnám, skólar sem spennandi og frjóir vinnustaðir, þekkingarsamfélög háskólanna, fjórða iðnbyltingin, nýsköpun, hugvit og vinnumarkaður framtíðarinnar.
  • Ísland er ekki eyland: Loftslagsmál, ESB, móttaka flóttafólks, frelsið til að ferðast, alþjóðleg samvinna.

15:00 Almennar umræður

15:30 – 16:00 Ræða Loga Einarssonar formanns

16:00-17:30 Tilboð á barnum og stefnumót með þingmönnum