Þingmenn

Þingmenn 2017-10-30T21:30:33+00:00
1. sæti – Norðausturkjördæmi

Logi Már Einarsson

Formaður Samfylkingarinnar

Logi er Akureyringur og menntaður arkitekt frá Osló. hann hefur fengist við hönnun í 24 ár og rekið arkitektastofuna Kollgátu, síðustu 12 ár. Þá hef hann verið bæjarfulltrúi á Akureyri í 4 ár. Þar áður starfaði hann m.a. sem verkamaður, sjómaður og dansari í hljómsveitinni Skriðjöklum. Hans helstu áhugamál eru ferðalög og myndlist.

Logi er giftur Arnbjörgu Sigurðardóttir lögmanni og á með henni Úlf, 18 ára og Hrefnu 11 ára.

Nánar

Fyrir hverju brennurðu helst í stjórnmálum:

Jöfnuði og réttlæti.

Fyrirmynd í stjórnmálum:

Ástríðufullir stjórnmálamenn sem berjast fyrir betri heimi

Í hverju felst hamingjan:

Ástvinum

Leyndur hæfileiki:

Ég er ágætur karikatúr teiknari.

Uppskrift af einhverju:

Saltfisksalat
400 g soðnar kartöflur, sneiddar
200 g soðinn saltfiskur, í bitum
1 rauð og 1 gul paprika, í strimlum
4 stórir tómatar, skornir í þunna báta
1 stór rauðlaukur, hálfir hringir
1 bolli grænar ólífur
½ steinseljubúnt, klippt aðeins niður en ekki mjög smátt
Sósa (allt hrært vel saman):
½ dl. extra virgin ólífuolía
1 msk. vatn
1 msk. hvítvínsedik
1 tsk. nýmalaður svartur pipar
Raðið kartöflusneiðunum í víða skál og dreypið smá sósu yfir. Setjið saltfiskinn yfir og leggið svo tómata, papriku og rauðlauk í lögum þar ofan á. Hellið sósunni yfir allt saman, dreifið svo ólífum yfir og loks steinselju. Gott að hafa snittu- eða hvítlauksbrauð með og hvítvínstár spillir ekki.
Hvaða sjónvarpsþátt tætirðu í þig:
Steinsteypuöldina.

Bein vefslóð á frambjóðanda

1. sæti – Reykjavíkurkjördæmi suður

Ágúst Ólafur Ágústsson

Háskólakennari

er fyrrverandi alþingismaður og varaformaður Samfylkingarinnar. Ágúst hefur upp á síðkastið unnið sem aðjúnkt við Háskóla Íslands. Hann er fyrrverandi efnahagsráðgjafi forsætisráðherra, sat í bankaráði Seðlabanka Íslands og vann um tíma hjá Sameinuðu þjóðunum í New York. Ágúst Ólafur hefur hlotið viðurkenningu Barnaheilla fyrir að sérstök störf í þágu barna og hafa með störfum sínum bætt réttindi og stöðu barna. Ágúst er lögfræðingur og hagfræðingur að mennt.

Nánar

Aldur:

40 ára

Fjölskylduhagir:

Á þrjár dætur, 5 gullfiska og 2 ketti.

Bæjarfélag:

Reykjavík

Fyrir hverju brennur þú helst í stjórnmálum?

Fyrir frjálslyndu samfélagi þar sem fjárfest er í menntun, velferð og nýsköpun

Leyndur hæfileiki:

Góður í að þrífa

Í hverju felst hamingjan?

Í hlátri

Góð uppskrift:

Gin og Tonic

Bein vefslóð á frambjóðanda

1. sæti – Suðvesturkjördæmi

Guðmundur Andri Thorsson

Rithöfundur

Guðmundur Andri er að verða sextugur, hefur skrifað nokkrar bækur og unnið við enn fleiri sem yfirlesari og hjálparmaður hjá Forlaginu og áður hjá Máli og menningu. Hann er fjölskyldumaður og býr útí sveit, á Álftanesi þar sem eru hestar úti í haga og fuglar í mó. Hann spilar líka í hljómsveit með gömlum vinum sínum. Guðmundur Andri er heimkær jafnaðarmaður og tekur hlutunum af jafnaðargeði.

Nánar

Aldur:

59 ára

Fjölskylduhagir:

Giftur með tvær dætur

Bæjarfélag:

Garðabær

Fyrir hverju brennur þú helst í stjórnmálum? Jafnrétti, náttúruvernd, menningarmál.

Leyndur hæfileiki:

Kann að steppa – mitt heimatilbúna stepp að vísu en samt stepp.

Í hverju felst hamingjan?

Að halda huganum ungum og vera opinn og jákvæður.

Góð uppskrift:

Setjið saman í matvinnsluvél tíu hvítlauksrif, smábita af engifer, kannski svona tveggja til þriggja sentimetra, örlítið vatn og soldið túrmerík og hrærið saman. Skerið lauk og steikið hann á pönnu, má nota isio-olíu eða grænmetisolíu en helst ekki ólívuolíu. Skerið svo kjúklingabringur, kannski hálft kíló og steikið á pönnunni með lauknum. Þegar kjúklingurinn er orðinn brúnn setjið þið gumsið úr matvinnsluvélinni og hrærið soldið í þessu. Setjið svo jógúrt, sirka einn bolla. Það verður að vera hrein jógúrt, ekki sykurjukkið frá MS. Má líka nota AB-mjólk. Saltið þetta duglega og leyfið að malla við vægan hita í svona hálftíma eða þrjú korter. Setjið svo lúku af fersku kóríander og það af grænum chilipipar sem þið treystið ykkur í, látið svo sjóða svolítið niður og setjið loks dálítið af fersku dilli út í þetta áður en þið berið fram með naan-brauði og hrísgrjónum.

Bein vefslóð á frambjóðanda

1. sæti – Reykjavíkurkjördæmi norður

Helga Vala Helgadóttir

Héraðsdómslögmaður og leikkona.

Helga Vala er eindregin baráttukona fyrir mannréttindum. Frá unga aldri hefur hún verið órög við að benda á misrétti, hvort sem um er að ræða kjara, kynja, kynþáttar eða kynhneigðarmisrétti. Helga Vala hefur í störfum sínum sem lögmaður einbeitt sér að réttindamálum fyrir brotaþola, málefnum fjölskyldna, erlendra borgara sem og þeirra sem á einhvern hátt hafa þurft að gæta réttar síns gagnvart stjórnvöldum.

Nánar

Aldur:

45 ára

Fjölskylduhagir:

Gift Grími Atlasyni, framkvæmdastjóra Iceland Airwaves, börnin eru fjögur, Snærós Sindradóttir, Emil Grímsson, Ásta Júlía Grímsdóttir og Arnaldur Grímsson. Barnabörnin þrjú, Freyja Sigrún, Erling Kári og Urður Vala.

Bæjarfélag:

Búsett í Reykjavík en hjartað slær líka í Bolungarvík

Fyrir hverju brennur þú helst í stjórnmálum?:

Jafnrétti, jafnrétti, jafnrétti! Fjölskyldumál, málefni barna og eldri borgara, réttarvörslukerfið, málefni erlendra borgara, menntamál, menning og listir sem bera hróður okkar um allan heim, nýsköpun og atvinnumál. Umhverfismál eru mér líka mikið hjartans mál enda er náttúran okkar stærsta auðlind en ekki óþrjótandi og því þurfum við að gæta að henni. Loks brenn ég fyrir því að við fáum nýja stjórnarskrá. Það held ég að myndi leysa mörg vandamál sem okkur hefur tekist að deila um árum og áratugum saman.

Leyndur hæfileiki:

Framliðinn leigubílstjóri ekur í gegnum mig, svo ég rata um ólíklegustu hverfi höfuðborgarsvæðisins.

Í hverju felst hamingjan?

Hamingjan felst í því að leggja sig allan fram, hvort sem er í daglegum samskiptum, störfum eða því hvernig maður kemur fram við sig sjálfan.

Góð uppskrift:

Góð uppskrift að lífinu er auðmýkt, virðing, hugrekki og húmor.

Bein vefslóð á frambjóðanda

1. sæti – Norðvesturkjördæmi

Guðjón S Brjánsson

Alþingismaður

Guðjón er áhugasamur um samfélagsmál, ekki minnst heilbrigðisþjónustu og öldrunarþjónustu eftir margra ára stjórnunarstörf á þeim vettvangi. Hann hefur tekið þátt í ýmslegu félagsstarfi, var m.a. í stjórn Alþýðflokksfélagsins á Ísafirði á tíunda áratug liðinnar aldar, Hann var um tíma félagsmálastjóri á Ísafirði. var m.a. einn af stofnendum Félags stjórnenda í öldrunarþjónu og Alzheimersamtakanna á Íslandi.  Hann er frekar duglegur, vill niðurstöður í mál eftir eðlilega og nauðsynlega umfjöllun,  er ekki endilega upptekinn af að vera miðdepill í sínum störfum og nýtur þess gjarnan að þúsund blóm fái að blómstra

Nánar

Aldur:

62 ára

Fjölskylduhagir:

Kvæntur Dýrfinnu Torfadóttur, gullsmið og sjónfræðingi, tveir synir og fimm barnabörn

Bæjarfélag:

Akranes

Fyrir hverju brennur þú helst í stjórnmálum?

Hugsjónum jafnaðarfólks, réttlæti, sanngirni og heiðarleika

Leyndur hæfileiki:

Þegar ég var á skaki, þá náði ég sérstöku sambandi við þorskinn og ef ég hefði þroskað þetta samband meira er aldrei að vita til hvers það hefði getað leitt. Síðan hef ég hæfileika á sviði tónlistar sem ég geri mér ljóst að er ekki við alþýðusmekk

Í hverju felst hamingjan?

Að feta fram veginn með góðum lífsförunaut, heilbrigði til líkama og sálar og að fá að fylgjast með barnabörnum vaxa og dafna

Góð uppskrift:

Öll mín matargerð, sem er þó ekki rismikil er mjög impulsiv og ræðst af birgðastöðu heimilisins hverju sinni og er ekki til þess fallin að haldið sé til haga

Bein vefslóð á frambjóðanda

1. sæti – Suðurkjördæmi

Oddný Guðbjörg Harðardóttir

Alþingismaður

 Oddný var fyrsta konan á Íslandi til að verða Fjármálaráðherra og fyrsta konan sem varð formaður fjárlaganefndar. Hún hefur verið formaður þingflokksins á þremur þingum og formaður Samfylkingarinnar til skamms tíma. Hún var bæjarstjóri í Garði þegar hún var fyrst kjörin á þing 2009, er kennari með stærðfræði sem sérgrein og MA gráðu í uppeldis- og menntunarfræði. Oddný hefur einnig starfað sem skólastjórnandi, stærðfræðikennari og verkefnastjóri í menntamálaráðuneyti.

 

Nánar

 

Aldur:

60 ára

Fjölskylduhagir:

Gift Eiríki Hermannssyni sagnfræðingi og fyrrverandi fræðslustjóra Reykjanesbæjar. Saman eiga þau dæturnar Ástu Björk og Ingu Lilju og fjögur barnabörn.

Bæjarfélag:

Garður

Fyrir hverju brennur þú helst í stjórnmálum? Stóru fallegu hugsjón jafnaðarmanna um jöfnuð, réttlæti, samhjálp og frið.

Leyndur hæfileiki:

Spila á píanó og spái í spil.

Í hverju felst hamingjan?

Í því að vera með fólkinu sem maður elskar og gefa með sér.

Góð uppskrift:

Pönnukökur

  • 200 gr. hveiti
  • 2 msk sykur
  • 1/2 tsk salt
  •  1/2 tsk matarsódi
  • 2 egg
  • 1 tsk vanilludropar
  • ca. 1/2 líter mjólk
  • 50 gr smjör

Bein vefslóð á frambjóðanda

2. sæti – Norðausturkjördæmi

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir

Framkvæmdastjóri

Albertína er framtakssöm, félagslynd og ávallt til í nýjar áskoranir. Hún er félagslandfræðingur, með áherslu á byggðafræði. Starfsferillinn er fjölbreyttur, allt frá kennslu til atvinnuþróunar og nýsköpunar. Hún hefur reynslu af sveitarstjórnarmálum sem  bæjarfulltrúi í Ísafjarðarbæ og formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga. Í dag er Albertína framkvæmdastjóri EIMS sem vinnur að bættri nýtingu orkuauðlinda og nýsköpun í orkumálum á Norðurlandi eystra.

Nánar

Aldur:

37 ára.

Fjölskylduhagir:

Einhleyp og barnlaus.

Bæjarfélag:

Akureyrarkaupstaður.

Fyrir hverju brennur þú helst í stjórnmálum?

Ég er félagshyggjumanneskja og berst því fyrir jöfnuði og réttlæti, einkum þegar kemur að menntun og heilbrigðismálum. Hafandi alist upp á svæði sem hefur búið við stöðuga fólksfækkun síðustu áratugi þá brenn ég fyrir byggðamálum og styrkingu innviða, enda hef ég óbilandi trú á því að með aukinni fjárfestingu í innviðum landsins felist tækifæri til vaxtar fyrir Ísland í heild. Þá eru málefni eins og loftslagsmál og nýsköpun og frumkvöðlastarf mér hugleikin.

Leyndur hæfileiki:

Þetta er kannski ekki leyndur hæfileiki lengur en ég er með 8. stig á píanó og liðtækur organisti.

Í hverju felst hamingjan?

Að hafa gott fólk í kringum sig og leyfa sér að sjá fegurðina í hverri einustu mínútu lífsins.

Góð uppskrift:

Ég var með matarblogg í fjölda ára – mæli með að tékka á því!

Bein vefslóð á frambjóðanda