Um Oddnýju Harðardóttur

Um Oddnýju Harðardóttur 2017-09-26T12:19:47+00:00

Nafn: Oddný Guðbjörg Harðardóttir

Starfsheiti: Alþingismaður

Í hnotskurn: Ég er gift Eiríki Hermannssyni sagnfræðingi og fyrrverandi fræðslustjóra og á með honum tvær yndislegar dætur og þrjú dásamleg barnabörn. Við eigum heima í Garðinum. Ég er mikill hundavinur og á eina svarta labradortík, hana Tinnu. Ég er stærðfræði- og eðlisfræðinörd enda gamall kennari með MA í uppeldis- og menntunarfræði. Svo hef ég einnig starfað sem skólastjórnandi, bæjarstjóri, alþingismaður og var fyrsti kvenkyns fjármálaráðherra á Íslandi.

Fyrir hverju brennur þú helst í stjórnmálum? Fyrir jöfnuði og réttlæti fyrir alla. Ég vil að betur sé hlúð að barnafjölskyldum og ég reyni ávallt að leita að lausnum út frá sjónarhóli barna.

Leyndur hæfileiki: Ég er lúmskt góð í að spá í spil. Tek stundum upp á því á Alþingi fyrir hóp þingkvenna við góðar undirtektir.

Í hverju felst hamingjan? Í því að vera með fólkinu sem maður elskar og að gefa með sér.

Góð uppskrift:
Pönnukökur

  • 200 gr. hveiti
  • 2 msk sykur
  • 1/2 tsk salt
  •  1/2 tsk matarsódi
  • 2 egg
  • 1 tsk vanilludropar
  • ca. 1/2 líter mjólk
  • 50 gr smjör

Hvaða sjónvarpsþátt tætirðu í þig? Fréttirnar á öllum stöðvum.

Fyrirmynd í stjórnmálum: Allar sterku konurnar sem ruddu brautina fyrir okkur hinar.

Oddný á Facebook
Oddný á Twitter