Um Ólaf Þór

Um Ólaf Þór 2017-09-26T12:19:47+00:00

Nafn: Ólafur Þór Ólafsson

Starfsheiti: Kennari, stjórnsýslufræðingur, tónlistarmaður og bæjarfulltrúi.

Í hnotskurn: Ég vil búa í samfélagi sem einkennist af umburðarlyndi og virðingu fyrir náunganum. Allir þurfa þak yfir höfuðið, eiga jafnan rétt til náms og eiga að njóta bestu mögulegu heilbrigðisþjónustu. Samfélagið á grípa þá sem þess þurfa og tryggja þeim mannsæmandi líf um leið og allir sem hafa heilsu til eiga að geta unnið fyrir sér. Mín trú er að sterk hreyfing jafnaðarmanna sé besta leiðin til að tryggja svona samfélag og í þeirri hreyfingu vil ég leggja mitt af mörkum.

Leyndur hæfileiki: Vinir mínir segja að ég sé góður í að hlusta. Mér þykir vænt um að þeir telji mig hafa svoleiðis hæfileika.

Í hverju felst hamingjan? Hamingjan á sér svo ótal margar birtingarmyndir en ég held að grunnurinn að öllu öðru sé að eiga heilsu og frið í hjarta og kunna að njóta augnabliksins.

Uppskrift af einhverju góðu:
Þegar ég hef tíma á morgnana bý til hafragraut eftir eign nefi í gamla grautarpottinum hennar mömmu. Set 2 dl. af grófu haframjöli á móti 5 dl. af vatni og sker svo einn ávöxt í bita og bæti út í, kannski epli, peru eða banana bara eftir því hvað er til. Svo er þetta saltað, smá kanil bætt við og svo endað með því að setja nokkra dropa af tabasco-sósu út í. Þessi blanda rífur mig í gang og gefur mér góðan kraft inn í daginn.

Hvaða sjónvarpsþátt tætirðu í þig?
Síðast var það Stranger Things, en horfi annars alltaf minna og minna á sjónvarp með hverju árinu sem líður. Helst að efni sem tengist tónlist eða stjórnmálum nái að halda mér við skjáinn.

Fyrirmynd í stjórnmálum:
Ég á mér ekki einhverja eina fyrirmynd, myndi frekar segja að ég hafi reynt að læra af samferðafólki mínu í stjórnmálum fram til þessa, bæði samherjum og fólki sem hefur ekki endilega verið í sama liði og ég. Þegar ég var strákur leit ég nú samt mikið upp til Benna föðurbróður míns, Benedikts Davíðssonar, sem lét til sín taka í verkalýðspólitíkinni. Mér fannst flott hvernig hann nálgaðist verkefni sin með jafnaðargeði um leið og hann var fastur fyrir og fylginn sér. Þannig reyni ég að vera í minni pólitík.

Ólafur á Facebook
Twitter: @olitorian
Snapchat: olitorian