Helga Vala Helgadóttir

Aldur:

45 ára

Fjölskylduhagir:

Gift Grími Atlasyni, framkvæmdastjóra Iceland Airwaves, börnin eru fjögur, Snærós Sindradóttir, Emil Grímsson, Ásta Júlía Grímsdóttir og Arnaldur Grímsson. Barnabörnin þrjú, Freyja Sigrún, Erling Kári og Urður Vala.

Bæjarfélag:

Búsett í Reykjavík en hjartað slær líka í Bolungarvík

Fyrir hverju brennur þú helst í stjórnmálum?:

Jafnrétti, jafnrétti, jafnrétti! Fjölskyldumál, málefni barna og eldri borgara, réttarvörslukerfið, málefni erlendra borgara, menntamál, menning og listir sem bera hróður okkar um allan heim, nýsköpun og atvinnumál. Umhverfismál eru mér líka mikið hjartans mál enda er náttúran okkar stærsta auðlind en ekki óþrjótandi og því þurfum við að gæta að henni. Loks brenn ég fyrir því að við fáum nýja stjórnarskrá. Það held ég að myndi leysa mörg vandamál sem okkur hefur tekist að deila um árum og áratugum saman.

Leyndur hæfileiki:

Framliðinn leigubílstjóri ekur í gegnum mig, svo ég rata um ólíklegustu hverfi höfuðborgarsvæðisins.

Í hverju felst hamingjan?

Hamingjan felst í því að leggja sig allan fram, hvort sem er í daglegum samskiptum, störfum eða því hvernig maður kemur fram við sig sjálfan.

Góð uppskrift:

Góð uppskrift að lífinu er auðmýkt, virðing, hugrekki og húmor.