Framboðslisti Samfylkingarinnar á Akranesi

Framboðslisti Samfylkingarinnar í kosningum til bæjarstjórnar Akraness í vor, var samþykktur á fjölmennum félagsfundi í kvöld.

Ingibjörg Valdimarsdóttir, sem verið hefur oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn síðastliðið kjörtímabil, stígur til hliðar og situr í 18. sæti listans.

Nýr oddviti listans er Valgarður Lyngdal Jónsson bæjarfulltrúi og nýir frambjóðendur í 2. og 3. sæti eru þær Gerður Jóhannsdóttir héraðsskjalavörður og Bára Daðadóttir félagsráðgjafi.

Næstu þrjú sæti þar á eftir skipa þau Kristinn Hallur Sveinsson landfræðingur, Guðjón Viðar Guðjónsson rafvirki og Ása Katrín Bjarnadóttir nemi í umhverfisskipulagi.

Listinn í heild sinni:

1. Valgarður Lyngdal Jónsson – bæjarfulltrúi og grunnskólakennari

2. Gerður Jóhannsdóttir – héraðsskjalavörður

3. Bára Daðadóttir – félagsráðgjafi

4. Kristinn Hallur Sveinsson – landfræðingur

5. Guðjón Viðar Guðjónsson – rafvirki

6. Ása Katrín Bjarnadóttir – nemi í umhverfisskipulagi

7. Guðríður Sigurjónsdóttir – leikskólakennari

8. Uchechukwu Eze – verkamaður

9. Björn Guðmundsson – húsasmiður

10. Margrét Helga Ísaksen – háskólanemi

11. Pétur Ingi Jónsson – lífeindafræðingur

12. Ragnheiður Stefánsdóttir – sjúkraliði

13. Guðríður Haraldsdóttir – prófarkalesari

14. Ívar Orri Kristjánsson – tómstunda- og félagsmálafræðingur

15. Gunnhildur Björnsdóttir – grunnskólakennari

16. Guðmundur Valsson – mælingaverkfræðingur

17. Þráinn Ólafsson – slökkviliðsstjóri

18. Ingibjörg Valdimarsdóttir – bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri