Rafræn skilríki eða íslykill til að kjósa á landsfundi

Nauðsynlegt er að vera með rafræn til að geta tekið þátt í landsfundi.

Þeir sem hafa hug á að vera landsfundarfulltrúar þurfa að vera með rafræn skilríki. Í ár verður landsfundur alfarið rafrænn og kosningarnar sömuleiðis. Samfylkingin hefur allt frá árinu 2005 verið með kosningar rafrænar á landsfundi, það verður sami háttur á í ár. Sökum þess að ekki verður hægt að bjóða upp á aðstoð á staðnum við skráningu á meðan fundinum stendur viljum við ítreka við fólk að vera vel undirbúið og að allir hafi útvegað sér tiltækar lausnir til þátttöku.

Rafræn skilríki:

Fyrst þarf að kanna hvort að símakortið styðji þann möguleika. Símafyrirtækið þitt ætti að geta aðstoðað þig við að komast að því. Því næst getur þú sótt um rafræn skilríki hjá þínum banka, sparisjóði og hjá Auðkenni. Hér er að finna upplýsingar um rafræn skilríki, https://www.skilriki.is

Íslykill:

Íslykill er gefinn út af Þjóðskrá Íslands. Hér er að finna allar hlestu upplýsingar um íslykil og hvernig er hægt að nálgast hann, https://island.is/islykill