Fundur settur

Árni Páll Árnason, fráfarandi formaður Samfylkingarinnar, setti landsfund nú eftir hádegið. Hann fól Jónínu Rós Guðmundsdóttur, fyrrum þingmanni Samfylkingarinnar, stjórn fundarins. Jónína sagði fundinn óvenjulegan því það lægu ekki fyrir mörg gögn, en ætlast væri til að flokksmenn mótuðu stefnuna saman.

Nú er hægt að skoða upplýsingar fyrir hvern málefnahóp hér á xs.is. Hafist verður handa kl. 19 og farnar þrjár umferðir fram til kl. 22 þegar úrslit úr varamannskjöri eru tilkynnt.

  1. Heilbrigðismál og opinber þjónusta
  2.  Stjórnarskrá og fjármálakerfi
  3.  Lífskjör og jöfnuður