Hákon Óli Guðmundsson

Ágætu jafnaðarmenn

Ég hef verið gjaldkeri Samfylkingarinnar síðan 2016 og hef ákveðið að gefa kost á mér áfram í það embætti.

Ég hef verið virkur í Samfylkingunni og forvera hennar í áratugi og brenn fyrir hugsjónum jafnaðarstefnunnar.

Ég er fæddur og uppalinn á Húsavík, lærði rafmagnsverkfræði í Danmörku og hef búið í Reykjavík síðan ég flutti heim eftir nám og störf erlendis. Ég er giftur á tvær dætur og þrjú barnabörn.

Síðustu fjögur ár hafa verið mikil rússibanareið, bæði hvað varða fylgi og fjármál Samfylkingarinnar. Allt frá því að vera með 5,7% fylgi 2016  og vægast sagt erfiða fjárhagsstöðu, og þar til í ár þar sem Samfylkingin mælist með 15-20% fylgi. Tekist hefur að endurreisa fjárhag flokksins og  safna í sjóð vegna komandi kosninga.

Í næstu kosningum er mikilvægt að  Samfylking fái góða kosningu og verði að þeim loknum leiðandi í nýrri ríkisstjórn. Ég er tilbúinn að leggja mitt af mörkum til að svo geti orðið.

Baráttukveðjur, 

Hákon Óli Guðmundsson