Guðný Birna Guðmundsdóttir

Guðný Birna Guðmundsdóttir,

Hjúkrunarfræðingur BS

Stjórnsýslufræðingur MPA

MBA nemi

Sveitastjórnarfulltrúi Reykjanesbæ

Varaforseti bæjarstjórnar Reykjanesbæ

 

Ég heiti Guðný Birna og er 38 ára gömul. Ég er menntaður hjúkrunarfræðingur og útskrifaðist úr því námi árið 2009.

Störf mín fyrir Samfylkinguna hófust árið 2014 þegar ég kom inn á lista fyrir sveitastjórnakosningarnar. Ég hef verið í meirihluta í stjórn Reykjanesbæjar síðan sem bæjarfulltrúi og varaoddviti. Ég stýrði Kvennaráði Samfylkingarinnar hjá okkur frá 2014-2018 og hef tekið virkan þátt í starfi félagsins sem varaformaður stjórnar frá 2015.

Árið 2015 ákvað ég að mennta mig frekar bæði í stjórnmálum og mannauðsmálum og tók ég meistaranám í opinberri stjórnsýslu með sérhæfingu í mannauðsstjórnun en ég lauk því námi vorið 2018.

Ég hef setið í ýmsum stjórnum tengt störfum mínum fyrir Reykjanesbæ eins og í stjórn Hrafnistu í Reykjanesbæ. Ég sit í Velferðarráði Reykjanesbæjar, hef verið í stjórn HS Veitna síðan 2015 og er auk þess varaforseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar.

Ég hætti störfum sem deildarstjóri bráðamóttöku HSS í lok desember 2019 og skráði mig í MBA nám til að verða betri stjórnandi og efla fjármálareynslu mína.

Aðaláhersluatriði mín snúa að heilbrigðis- og velferðarmálum, valdeflingu kvenna í stjórnum og í stjórnmálum. Einnig eiga fjármál sveitarfélaga mikinn sess í mínu hjarta sem gríðarlegur ábyrgðarhluti stjórnmála.

Ég hef mikinn áhuga á að efla og hlúa að góðu starfi Samfylkingarinnar. Mjög spennandi tímar eru framundan fyrir flokkinn þar sem við erum í ákjósanlegri stöðu til frábærra hluta og býð því fram krafta mína til framkvæmdastjórnar flokksins.