Guðný Maja Riba

Ég býð mig fram í flokkstjórn Samfylkingarinnar. Ástæðan fyrir því að ég býð mig fram í flokkstjórn er til að fá tækifæri á að starfa í kraftmiklum flokki að bættu samfélagi. Jöfnuður og réttlátt samfélag á hug minn allan. Ég er kennari og með MS í Stjórnun og stefnumótun. Starfið mitt er fjölbreytt og margbreytileikinn mikill en ójöfnuður leynist víða í því samfélagi sem við búum í. Mig langar að leggja mitt af mörgum til að búa börnum og fjölskyldum þeirra samfélag þar sem allir sitja við sama borð. Ég læt verkin tala og er framsækin og finnst ánægjulegt að takast á við ögrandi verkefni. Ég hef reynslu af stjórnarsetu og ég vil sjá Samfylkinguna þróast í takt við síbreytilegar áherslu og kröfur samfélagsins. Ég vil að Samfylkingin sæki fram af krafti og horfi til nýjustu strauma og stefnu í faglegri forystu til að hægt sé að halda áfram að byggja upp samfélag í Reykjavík og um allt land sem við erum stolt af – Það gerum við sem ein heild.

Málefni sem mér er hugleikin eru: Menntamál, velferðarmál og önnur réttindabarátta fyrir minnihlutahóp í samfélaginu.

Það eru krefjandi en jafnframt spennandi tímar framundan kæru félagar, mig langar
að fá umboð ykkar til að leggja mitt af mörkum, vinna að þeim verkefnum sem bíða og
til að gera gott samfélag betra, þar sem jöfn lífskjör og öllum eru tryggð jöfn tækifæri.

Með von um góða kosningu.
Guðný Maja Riba