Guðrún Erlingsdóttir 

 

Guðrún Erlingsdóttir 

Ég er mætt aftur eftir nokkurt hlé og býð fram krafta mína í verkalýðsmálaráð Samfylkingarinnar. Í því ráði er ég nokkuð kunnug þar sem ég  gengdi m.a. formennsku í verkalýðsmálaráði á  umbrotaárunum 2008 til 2012.

Ég hef helgað kjara- og verkalýðsmálum stærstan hluta starfsævinnar. Fyrst á almenna markaðnum en nú  á opinbera markaðnum sem ráðgjafi hjá Félagi Grunnskólakennara.

Árið 2012 hætti störfum fyrir verkalýðshreyfinguna og tók mér frí frá pólitísku vafstri. Ég einbeitti mér að því að mennta mig og starfaði að námi loknu sem blaðamaður þar til að ég hóf störf sem ráðgjafi Félags grunnskólakennara fyrir rúmu ári síðan.

Ég hef alltaf stutt mína Samfylkingu, þrátt fyrir að hafa ekki komið með beinum hætti að starfinu undanfarið. Nú hefur hins vegar lifnað í gömlum glæðum og komin tími til að taka þátt í starfinu á ný.

 

Baráttukveðjur

Guðrún Erlingsdóttir

 

Trúnaðarstörf:

Formaður Samfylkingarfélags Vestmannaeyja

Formaður verkalýðsmálaráðs Samfylkingarinnar

Varaþingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, sem slík tók ég tímabundið  sæti á þingi árið 2009 og aftur 2012.

Bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum 1998 til 2006  sem fulltrúi Samfylkingarinnar á Vestmannaeyjalistanum auk annarra trúnaðarstarfa í Vestmannaeyjum.

 

Önnur trúnaðarstörf sem ég var tilnenfd í á vegum Samfylkinginarinnar  voru m.a. stjórnarformennska í  Náttúruvá Íslands og formaður úthlutunarnefndar atvinnuleysisbóta.