Ágætu félagar.
Ég hef enn og aftur ákveðið að bjóða mig fram í framkvæmdatjórn flokksins. Ég hef alltaf verið jafnaðarmaður og á stundum erfitt með að skilja afhverju allir Íslendingar eru ekki jafnaðarmenn.
Ég er fæddur og uppalinn í Reykjavík, nánar tiltekið á Laugarnesveginum en ég hef búið lengst af utan höfuðborgarsvæðisins og bý nú í Austur-Húnavatnssýslu. Ég er menntaður í búvísindum frá konunglega dýra- og landbúnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn. Auk þess hef ég tekið marga kúrsa í Opinberri stjórnsýslu (MPA)   Ég hef unnið sem sérfræðingur og ráðunautur fyrir bændur en síðustu 20 árin hef ég verið starfsmaður RARIK ohf á Norðurlandi sem fjármálastjóri og yfirmaður vinnuflokka.
Við hjónin höfum rekið lítið sauðfjárbú. Í augnablkinu erum við að vinna í ættliðaskiptum en sonur okkar og tengdadóttir hafa mikinn áhuga á að taka við.


Áhersluatriði mín eru;
Réttlát skipting gæðanna
Arður af sameiginlegum auðlindum til allra
Jafnir möguleikar til allra
Umhverfismál og meiri loftgæði
Hringrásarhagkerfi
Matvælaframleiðsla í samræmi við umhverfið
Öll önnur framleiðsla í samræmi við umhverfið
Sjálfbærni


Mér finnst að í stjórnum flokksins eigi að ríkja fjölbreytni. Fjölbreitt aldurssamsetning, kyn og búseta.
Framundan er viðburðarríkt ár þar sem kosið verður til alþingis eigi síðar en 25. september n.k.. Ég er tilbúin að leggja allt í sölurnar þannig að Samfylkingin nái sem bestu kosningu og verði í forystu við næstu stjórnarmyndun.