Halla Gunnarsdóttir

Ég býð mig fram í flokkstjórn en ég er 29 ára vesturbæingur. Þar bý ég með kettlingnum mínum henni Karamellu. Ég útskrifaðist sem lyfjafræðingur frá HÍ 2018 og starfaði í Svíþjóð eftir útskrift en byrjaði í haust í gæðadeildinni hjá Alvotech.

Ég byrjaði ung í Samfylkingunni og hef verið núna í flokknum í rúm 7 ár og skráði mig því í flokkinn eftir kosningarnar frægu 2013. Það var aðallega löngunin í réttlátt velferðarsamfélag sem gerði það að verkum að Samfylkingin varð flokkurinn minn. Síðan þá hef ég starfað í ýmsum sviðum innan flokksins, þar má helst geta: forseti Hallveigar UJR 2014-2015, miðstjórn UJ 2013-2015, stjórn SFFR 2014-2015, stjórn kvennahreyfingarinnar undanfarin 2 ár og er núna varaforseti Hallveigar - Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík.

Ég er í Samfylkingunni því ég brenn fyrir umhverfis-, velferðar-, og samgöngumálum. Ég vil fá sæti í flokkstjórn þar sem ég hef áhuga að starfa innan flokksins og hafa um leið áhrif á samfélagið sem ég bý í.

Vonandi fæ ég stuðning ykkar.