Heiða Björg Hilmisdóttir - 2. sæti

Reykjavík er stórkostleg borg á fleygiferð inn í framtíðina og það er mikilvægt að við villumst ekki af leið, heldur höldum áfram að nútímavæða og byggja upp mannvæna og góða borg fyrir okkur öll. 

Við erum stödd í mesta uppbyggingarskeiði í sögu borgarinnar þar sem verið er að fjölga allskonar íbúðum af því að fólk er allskonar.  Við leggjum áherslu á hagkvæmt húsnæði fyrir ungt fólk, félagslegt húsnæði og uppbyggingu leiguhúsnæðis sem rekið er án hagnaðarsjónarmiða svo allir geti fundið sér stað í Reykjavík. 

Við höfum sett stefnuna á græna Reykjavík, kolefnishlutlausa borg þar sem Borgarlínan verður meginn drifkrafturinn, þar sem við öll fáum raunhæft val um vistvæna ferðamáta með aðgengilegum almenn­ings­sam­göngum, hjóla- og göngustígum. 

Mannréttinda og velferðarmál  þurfa að vera rauður þráður við stjórn borgarinnar, markmið okkar er að auka lífsgæði og lýðheilsu og stuðla að því að allir Reykvíkingar eigi kost á að lifa með reisn. Við þurfum líka að klára uppbyggingu leikskólanna til að geta boðið öllum 12 til 18 mánaða börnum leikskólapláss og halda áfram að styrkja alla þjónustu við börn og barnafjölskyldur um alla borg. 

Á næsta kjörtímabili verða þetta megin verkefnin í Velferðarborginni Reykjavík, og það er mikilvægt að það verði undir traustri stjórn jafnaðarfólks. 

Ég brenn fyrir samfélagi jafnaðar og jafnréttis, sjálfbærar þróunar og réttlætis, þar sem við öll getum átt gott og heilsusamlegt líf. Velferðarborgin Reykjavík er lykillinn að því að þannig samfélag fái að þróast og dafna á Íslandi. Að því vill ég áfram vinna.

Stutt um mig

Ég er fædd árið 1971, menntuður Næringarrekstrarfræðingur og næringarráðgjafi frá Gautaborgarháskóla árið 2000 og með MBA próf frá HR 2005 og diploma í jákvæðri sálfræði frá HÍ 2015. Ég hef starfað við hin ýmsu störf í gegnum tíðina síðast sem stjórnandi á Landspítala áður en ég kom inn í Borgarstjórn árið 2015. 

Heiða Björg er gift Hrannari Birni Arnarssyni og eiga þau 4 börn og eitt barnabarn.