Helena Mjöll Jóhannsdóttir

Kæru flokksystkin!

Ég heiti Helena Mjöll Jóhannsdóttir

Ég er borin og barnfæddur seyðfirðingur, en hef búið í Hafnarfriði frá 19 ára aldri. Fyrir utan námsárin í Köben. Ég starfa sem áfengis og vímuefnaráðgjafi hjá Meðferðarheimilinu Krýsuvík. Gift Hans Unnþóri Ólasyni innanhúsarkitekti við eigum fjögur börn, og eitt barnabarn.

Ég hef starfað með Samfylkingunni frá upphafi, bæði í Hafnarfirði, sem á landsvísu. Verið varabæjarfulltrúi í Hafnarfirði, setið í ráðum og nefndum þar og sinnt þar ýmsum trúnaðarstörfum. Ég sat í stjórn flokksins þar, sem varaformaður og formaður. Einnig í stjórn kjördæmisráðs suðvestur kjördæmis, sem og í flokkstjórn.

Sl. tvö ár hef ég setið í framkævmdarstjórn flokksin. Þetta hafa verið lærdómsrík tvö ár.  Ég hef starfað með frábæru fólk. Við höfum þurft að fara yfir í fjarfundi eingöngu frá því í byrjun mars. Það hefur reynt á hópinn en um leið gert það að verkum að við höfum séð hvers við erum megnug á þessum merkilegu covid tímum.

Nýtum meðbyrinn sem við höfum á næstu misserum með tvennar kosningar framundan. Það er virkilega lag til að sækja fram á völlinn með jafnaðarstefnuna að leiðarljós þar sem allir geta tekið þátt.

Mér eru umhverfismál hugleikin, heilbrigðismál, velferðarmál, jaðarhópar, um leið vil ég efla starf aðildarfélaganna, því við þurfum að huga að grasrótinni ,ég frjálslynd í skoðunum, með pláss fyrir fjölbreytileikann.

 Ég bið um stuðningi ykkar til setu í framkvædastjórn og mun leitast við að vinna að heilindum fyrir Samfylkinguna eins og alltaf.